Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 14
\>IKUK 14 Fimmtudagur 20. júlí 1989 ÍBK14ra liða Mjólkurbikarúrslit Keflvíkingar eru komnir í 4ra liða úrslit Mjólkurbikar- keppninnar í knattspyrnu eftir að þeir sigruðu Þrótt í Reykja- vík, 3:2, á Sæviðarsundsvellin- um á mánudagskvöldið. „Þetta var týpiskur bikar- leikur, þegar 1. deildarlið mæt- ir liði úr neðri deild, en við er- um ánægðir með sigurinn og það að vera komnir í 4ra liða úrslitin. Keflvíkingar hafa allt- af verið mikið bikarlið,“ sagði Rúnar Lúðvíksson, formaður knattspyrnuráðs IBK. Kjartan Einarsson og Óli Þór Magnússon komu IBK í 2:0 en Þróttarar voru ekki á þeim buxunum að gefa sig og jöfnuðu 2:2 fyrir leikhlé. I seinni hálfleik höfðu Keflvík- ingar nokkra yfirburði en tókst þó aðeins að bæta einu marki við, sem Jón Sveinsson gerði. Fyrirliði ÍBK, Freyr Sverrisson, var rekinn af leik- velli og á yfir höfði sér leik- bann. Kjartan Einarsson hefur verið duglegur að skora fyrir IBK að undanförnu. Ljósm.: mad. UutUv ÍBK tapaði fyrir norðan Keflvíkingar töpuðu íýrir KA á Akureyri sl. fimmtu- dag í Hörpudeildinni í knatt- spyrnu. KA skoraði 2 mörk en ÍBK eitt, sem Kjartan Einarsson gerði um rniðjan seinni hálfieik. KA skoraði bæði sín mörk í fyrri hálfleik en að sögn tíð- indamanna okkar fyrir norð- an léku Keflvíkingaraf mikl- um krafti í seinni hálfleik og voru ekki langt frá þvi að jafna. Sigurður fór holu í höggi Sigurður Friðjónsson, Golfklúbbi Suðurnesja, varð fimmti kylfingurinn á Suður- nesjum til að fara holu í höggi á þessu ári. Sigurður náði draumahögginu á fræg- ustu holu á Hólmsvelli sl. fimmtudag, Bergvíkinni. Sigurður var að leika með Þorleifi bróður sínum og Friðjóni föður sínum. Hann sló kúluna með 5 járni, sem lenti nokkra metra frá holu og rúllaði síðan rólega í hol- una. Sú yngsta var best Rakel Þorsteinsdóttir, unglingalandsliðskona úr GS, sigraði á Annettumót- inu í golfi, sem fram fór í Leirunni sl. föstudag. Rakel lék á 94 höggum. Formanns- frúin, María Jónsdóttir, varð önnur á 101 og þriðja Magdalena S. Þórisdóttir á 102 höggum. Magdalena varð hins vegar hlutskörpust með forgjöf, lék á 71 höggi. María varð þar einnig í öðru sæti á 73 en þriðja varð Haf- dís Gunnlaugsdóttir á 73 höggum. Sigurður og Karen keppa á NM ‘89 Sigurður Sigurðsson, ís- landsmeistari í golfi, verður í eldlínunni um helgina á Norðurlandamótinu í golfi í Svíþjóð. Sigurður var næst stigahæstur í stigamótunum og er nú að fara í sína aðra landsliðsferð á árinu. Sama má segja um Karenu Sævars- dóttur, sem leikur með kvennalandsliðinu. Þorbjrön lek eins og hann gerði best fyrr a arum, er hann sigraði í Leirumótinu: Ljósm.: pket. ÞORBJÖRN í STUÐI Vann öruggan sigur í Leirumóti öldunga Þorbjörn Kjærbo sigraði örugglega á Leirumóti öld- unga í golfi sl. laugardag, í flokki 55 ára og eldri. Þor- björn lék sannkallað meist- aragolf, kom inn á aðeins tveimur höggum yfir pari, 74 höggum, og sigraði örugg- lega. I öðru sæti kom Sigurð- ur Albertsson á 77 og þriðji varð Ari Guðmundsson á 81 höggi. Landsliðseinvaldur- inn, Jóhann Benediktsson, varð fjórði á 82 höggum. Með forgjöf sigraði Ari Guðmundsson á 65 höggum, Björn Árnason NK kom næstur ásamt Þorbirni Kjær- bo, á 68 höggum. í yngri flokki, sem er fyrir 50-55 ára, sigraði Högni Gunnlaugsson með forgjöf á 76 höggum, Hilmar Stein- grímsson og Sigurður Frið- riksson voru á sama högga- fjölda en Högni var með besta árangur síðustu 6 hola. Án forgjafar var Hilmar bestur, á 86, en Högni á 87. Þar varð Ragnar Helgason þriðji, á 96. Víðismenn hrelltu íslandsmeistarana Víðismenn hrelltu íslands- meistara Fram í knattspyrnu þegar liðin áttust við í Garð- inum í fyrrakvöld í Mjólkur- bikarkeppninni. Framarar sigruðu að vísu en sigurmark Ragnars Margeirssonar var umdeild og flestir sammála um að hann hafi verið rang- stæður þegar hann fékk bolt- ann en skot hans frá vítateig v var óverjandi fyrir Gísla. Lokatölur urðu því 2:1 fyrir Fram. Klemens Sæmunds- son náði forystu fyrir heima- menn eftir aðeins 13 mín. leik eftir sendingu ftá Vil- bergi Þorvaldssyni. Ómar Torfason jafnaði svo fyrir Fram í síðari hálfleik og Ragnar skoraði svo sigur- markið, eins og áður segir. Fyrsta tap Víðis Víðismenn voru stutt í efsta sæti 2. deildar Islands- mótsins í knattspyrnu. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á sumrinu gegn Breiðablik í Kópavogi sl. föstudagskvöld með einu marki gegn tveim- ur. Það bar helst til tíðinda að Daníel Einarsson var rekinn af leikvelli en hann afrekaði einnig að skora fyrsta mark leiksins, nema hvað í eigið mark. Vilberg Þorvaldsson skoraði mark Víðismanna seint í síðari hálfleik úr víia- spyrnu. Grindvíkingar á toppi 3. deildar Toppliðin í A-riðli 3. deildar Islandsmótsins í knattspyrnu, Grindavík og ÍK, gerðu 2:2 jafntefli, er lið- in áttust við í Kópavogi sl. föstudag. Páll Björnsson og Þórarinn Ólafsson skoruðu mörk Grindvíkinga. Þessi lið skipa tvö efstu sætin í A-riðli með 20 stig hvort. UMFN vann 6:0 Njarðvíkingar gjörsigruðu Augnablik í leik liðanna í 4. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu sl. fimmtudagskvöld, 6:0. Bróðir Gests í IBK-lið- inu, Ólafur Gylfason, skor- aði þrennu, Einar mark- mannshrellir Einarsson 2 og Björgvin Friðriksson eitt mark. Reynismenn stein- lágu á ísafirði Reynismenn úr Sandgerði sóttu ekki gull í greipar BÍ, er liðin mættust á Isafirði á föstudag. Heimamenn skoruðu þrjú mörk gegn engu Reynismanna, sem skipa nú neðsta sæti í A-riðli 3. deildarásamt Hveragerði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.