Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 15
VÍKUR jUttU Endurbæturnar á Sighvati GK fara fram í slippnum í Reykjavík. Ljósm.: epj. Miklar endur- bætur á Sighvati GK Hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík er nú unnið að miklum endurbótum og breytingum á Grindavikur- bátnum Sighvati GK 57. Hefur báturinn þ.a.l. verið tekinn upp í slipp þar innfrá. Verður skipt um brú á skipinu, settur nýr skutur og bakki, ásamt beitningavél. Er áætlað að breytingar þess- ar kosti um 50 milljónir króna, en þeim á að vera lok- ið í september. Sandgerði: Tvö hús verða rifin Vegna formsatriða hefur orðið seinkun á því að Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja léti framkvæma niðurrif á hús- inu við Vallargötu 18 í Sand- gerði. Að sögn Magnúsar H. Guðjónssonar, framkvæmd- astjóra heilbrigðiseftirlitsins, er þess þó vænst að öllum formsatriðum verði hið fyrsta fullnægt. 1 beinu framhaldi af niður- rifi þess húss verður annað hús í Sandgerði rifið. Það stendur nú á horni Tjarnar- götu og Strandgötu og er í litlu betra ástandi en hið fyrra. Þetta hús hefur lengi verið þyrnir í augum ýmissa Sandgerðinga, en verður nú rifið. Ljósm.: epj. Mikil óánægja er yfirleitt þar sem stórum bílum er lagt inni í íbúðarhverfum, og þar er þessi engin und- antekning. Ljósm.: hbb. Flutningabifreiö hindrar útsýni Myndbands- tæki stolið úr verbúð I Grindavík Á miðvikudag í síðustu viku var myndbandstæki stolið úr verbúð Fiskaness í Grindavík. Er blaðið hafði samband við lögregluna í Grindavík á mánudag var málið enn óuppiýst, en unnið er að rannsókn þess. Við Hlíðarveg í Njarðvík hefur undanfarið verið lagt stórri flutningabifreið eða trailer. Hefur bifreiðinni ver- ið lagt þannig að hún skyggir mjög á útsýni m.a. fyrir börn sem þurfa yfir götuna og þannig getur skapast hætta af. Hafa nokkrar kvartanir borist vegna viðkomandi bif- reiðar. Er það því beiðni til við- komandi aðila að leggja bif- reiðinni annars staðar en í götunni, þar sem börn geta farið sér að voða ef þau sjá ekki akandi bíla fyrir hinni kyrrstæðu flutningabifreið. Fimmtudagur 20. júlí 1989 15 Þó myndin sé óskýr sökum mikillar fjarlægðar, sýnir hún þó óvenju marga seli á Lambarifi. Ljósm.: epj. Mikill fjöldi sela á Garðskaga Þeir náttúruunnendur sem lögðu leið sína á Garðskaga að undanförnu, hafa eflaust veitt athygli miklum fjölda sela, flatmagandi í Lamba- rifi og Garðskagaflös. Sáust nokkrir tugir sela saman í hópum. Að sögn fróðra manna í Garði, þá er mjög óvanalegt að sjá þetta mikinn fjölda samankominn í Lambarifi og Garðskagaflös. Minnast menn ekki að hafa séð svona marga seli þarna síðan fyrir 1960. - MESSUR - Kirkjuvogskirkja Guðsþjónusta verður kl. 11.00. Félagar úr kórum Hvalsnes- og Utskálakirkna leiðasafnaðarsöng. Organisti Jónína Guðmundsdótt- lr- Hjörtur Magni Jóhannsson N auðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Drangavellir 8, Keflavík, þingl. eigandi Hreggviður Hermanns- son o.fl., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 25. júlí 1989 kl. 10:15. Uppboðsbeiðendur eru: Guðmundur Kristjánsson hdl., Bæjarsjóður Keflavíkur, Trygg- ingastofnun Ríkisins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands og Jón Þóroddsson hdl. þriðja og síðasta á eigninni Fitja- braut 30, Njarðvík, þingl. eigandi Sigurjón hf., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 25. júlí 1989 kl. 11:00. Uppboðsbeiðendur eru: Rúnar Mogensen hdl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Garðar Garðarsson hrl. og Gjaldheimta Suðurnesja. þriðja og síðasta á eigninni Garð- ur, Grindavík, þingl. eigandi Þor- leifur Hallgrímsson 250453-2059, fer fram á eigninni sjálfri, þriðju- daginn 25. júlí 1989 kl. 15:30. Upp- boðsbeiðendur eru: Ásgeir Thor- oddsen hdl., Tryggingastofnun Ríkisins, Jón G. Briem hdl. og Reynir Karlsson hdl. þriðja og síðasta á eigninni Iðndal- ur 10, Vogum, þingl. eigandi Fisk- torg h.f., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 25. júlí 1989 kl. 15:00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Brunabótafélag ís- lands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Skúli J. Pálmason hrl., Guð- mundur Kristjánsson hdl., Othar Örn Petersen hrl., Ásgeir Thor- oddsen hdl.; Garðar Briem hdl., Eggert B. Olafsson hdl., Vatns- leysustrandarhreppur, Byggða- stofnun, Andri Árnason hdl., Ingi H. Sigurðsson hdl., Kristinn Hall- grimsson hdl., Magnús Norðdahl hdl. og Ásbjörn Jónsson hdl. þriðja og síðasta á eigninni Smára- tún 35, neðri hæð, Keflavík, þingl. eigandi Marteinn Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudag- inn 25. júlí 1989 kl. 10:30. Upp- boðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Jón G. Briem t -m Grindavíkurkirkja Guðsþjónusta verður kl. 14.00. Félagar úr kórum Hvalsnes- og Utskálakirkna leiða safnaðarsöng. Organisti Jónína Guðmundsdótt- lr-Hjörtur Magni Jóhannsson hdl., Garðar Garðarsson hrl. og Ásbjörn Jónsson hdl. þriðja og síðasta á eigninni Tjarn- argata 31A, Keflavík, þingl. eig- andi Anton Narvaes, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 25. júlí 1989 kl. 16:15. Uppboðsbeið- endur eru: Bæjarsjóður Keflavík- ur, Valgarður Sigurðsson hdl., Ól- afur Gústafsson hrl., Brunabóta- félag íslands og Landsbanki ís- lands. þriðja og síðasta á eigninni Vestur- braut 9, efri hæð, Keflavík, þingl. eigandi Bjarni Skúlason o.fL, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudag- inn 25. júlí 1989 kl. 11:50. Upp- boðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson h r 1., Trygginga- stofnun Ríkisins, Ásbjörn Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka ís- larids. þriðja og síðasta á eigninni Víkur- braut 23, Keflavík, þingl. eigandi Víkurbraut s.f., fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 25. júlí 1989 kl. 11:30. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Keflavíkur, Bruna- bótafélag Islands, Iðnaðarbanki Islands h.f. og Ævar Guðmunds- son hdl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. N auðungaruppboð annað og síðasta, á eftirtöldu skipi fer fram í skrifstofu embættisins, Hafnargötu 62, þriðjudaginn 25. júlí 1989 kl. 13:30. Fagranes GK-171, þingl. eigandi Sigurður Tr. Þórðarson o.fl. Upp- boðsbeiðendur eru: Ólafur B. Árnason hdl., Tryggingastofnun Ríkisins, Búnaðarbanki Islands og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.