Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 20.07.1989, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 20. júlí 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. \VM.\ Arnar KE-260 siglir framhjá Vatnsnesinu á sunnudag. Gjörbreytt skip eftir aðcins fjögurra vikna veru á Seyðisfirði. Lj ósm.: cpj. Arnar KE-260 lengdur: GJÖRBREYTT VINNUADSTADA Síðasta sunnudag kom til hafnar í Njarðvík Arnar KE 260 eftir lengingu hjá Vél- smiðju Syðisfjarðar. Að sögn Ragnars Ragnarssonar, skip- stjóra og eiganda bátsins, gjör- breyttist vinnuaðstaðan á þil- fari, þó stækkunin hafi aðeins verið upp á einn og hálfan metra. Tók lengingin aðeins fjórar vikur og kom hún öll aftast, en öll vinna við verkið var mjög vel af hendi leyst. Mun bátur- inn stækka um nokkur tonn við þetta en það rými sem skapaðist mun þó verða notað sem geymslurými undir vara- veiðarfæri og fyrir veltitanka, en jafnframt þessu voru tog- gálgarnir færðir aftar. Má segja að nú hafi bátur- inn fyrst verið kláraður, því er hann kom til landsins í ágúst í fyrra var hann allur mjög hrár að innan. Síðan var hann inn- réttaður í Hafnarfirði en nú lauk þeim breytingum sem gera þurfti á bátnum. Arnar KE 260 er stálbátur sem mældist fyrir breytinguna 45 tonn og er eins og fyrr segir í eigu Ragnars Ragnarssonar, Keflavík. Mun hann fara á snurvoðarveiðar í Garðsjó nú um mánaðamótin. Vatn flæddi um gólf og á milli hæða í „stóru blokkinni" Lögregla og síðan slökkvilið var kallað út að stórhýsinu nr. 25 við Faxabraut í Keflavík í hádeginu sl. fimmtudag. Vatn var farið að leka niður úr lofti íbúðar á annarri hæð í húsinu og benti allt til þess að það kæmi úr íbúðinni á næstu hæð fyrir ofan. Þegar lögreglan kom á stað- inn var enginn heima í ibúð- inni sem vatnið kom frá og því var slökkviliðið kallað til, sem reisti stiga að svölurn á þriðju hæð og gat þannig opnað íbúð- ina. Var þá ntikið vatn á gólf- um íbúðarinnar. En þar sem skrúfað hafði verið fyrir vatnið sást ekki hvaðan það kom. Fullvíst er þó talið að orsök- ina megi rekja til sturtu í bað- herbergi, en einmitt þennan dag stóðu yfir viðgerðir á kaldavatnslögn í stigagangin- unt og var viðgerðin auglýst í anddyri hússins. Þar var sagt að vatn yrði tekið af og sett á á víxl og einnig kom fram í aug- lýsingunni í anddyri stigahúss- ins að vatni yrði hleypt á í há- deginu. I viðkomandi íbúð er talið að sturtan hafi verið í notkun er vatn var tekið af um morg- uninn. Skömmu síðar var íbúðin yfirgefin og heimilis- fólkið hélt á höfuðborgar- svæðið. Er talið að við það að vatnið hafi horfið af sturtunni hafi gleymst að loka fyrir hana og því var hún opin er vatninu var hleypt á í hádeginu með ofangreindum afleiðingum. Er talið að vatnið hafi verið búið að renna í um klukkustund þegar loks tókst að stöðva rennslið. Öll gólfteppi í íbúðinni á þriðju hæð rennblotnuðu og parketið á herbergjum er ónýtt sökum bleytu. Þó nokkrar skemmdir urðu vegna vatns- ins. Var unnið að því að fjar- lægja parketið og þurrka gólf- teppin allan fimmtudaginn. Ibúinn í íbúðinni á hæðinni fyrir neðan hafði einnig í nógu að snúast við að þurrka upp vatn sem flæddi niður veggi. Einnig urðu nokkrarskemmd- ir þar í glugga á salernisher- berginu, þar sem vatn af næstu hæð flæddi niður. Sagði íbúinn á þeirri hæð í samtali við blað- ið að búast mætti við því að vatn dreitlaði niður veggi í um tíu daga eftir óhappið. Að auki mun eitthvert vatn hafa komist niður á 1. hæð. Ölvaðir Varnar- liðsmenn með hnífa Lögreglan í Kefiavík þurfti um helgina að hafa af- skipti af þremur ölvuðum hermönnum er voru að auki með hnífa á sér. Það var kl. rúntlega 5 aðfaranótt laugar- dagsins sem sást til niann- anna á gangi. Sem fyrr segir voru þeir vopnaðir hnífum af þeirri gerð sem skýst út, ef ýtt er á ákveðinn takka. Ekki voru þeir þó að munda hnífana er til þeirra sást, heldur höíðu þá í til þess gerðum slíðrunt. Var herlögreglan látin sækja mennina á lögreglu- stöðina í Keflavík en fram kom hjá herlögreglunni að mennirnir hefðu trúlega skriðið út urn gat á flugvall- argirðingunni og þannig komist út aí' vallarsvæðinu. Það er eins gott að labba ckki framhjá SBK, maður gæti lent á Akureyri . . . Tilkynningin sem hékk uppi Unnið að því að fjarlægja parket úr íbúðinni, þar sem óhappið átti í anddyrinu. sér stsð. Ljósm.: hbb TRE-X INNIHURÐIR TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.