Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.07.1989, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 27.07.1989, Qupperneq 6
yfiKun 6 Fimmtudagur 27. júlí 1989 | jUtíit MS5/38 Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 ÖLL ALMENN GARÐAÞJONUSTA ökum að okkur alla almenna garðaþjónustu s.s. umhirðu á lóðum - Hellulögn. - Utplöntun. Gerum föst verðtilboð. Ráðleggingarþjónusta. SIMI JON B. OLSEN 13767 skrúðgarðyrkjumeistari. JÓHANNA GUNNARSDÓTTIR garðyrkjufræðingur. Lögreglan í Keflavík þurfti að hafa töluverð af- skipti af fólki sem'hafði verið að skemmta sér aðfaranótt laugardagsins. t>á nótt voru dansleikir t Keflavík, Njarð- vík og Sandgerði. Eftir að dansleiknum í Sandgerði var lokið varð þó nokkuð uin slagsmál þar í plássinu. M.a. ruddist fólk inn í íbúð eina og braut m.a. hurðakarm til að komaát inn. Einnig var nokkuð um ryskingar meðal fólks sem var að skemmta sér í Stapan- trm og Glaumbergi svo og Píanóbarnum umrædda nó'tt. Hafði lögreglan því í miklu að snúast sökum óláta nótt þessa. Jón B. Olsen verktaki hjá Njarðvikurbæ við verk- stjóra- þjónustu í sumar hefur Jón B. 01- sen starfað sem verktaki hjá Njarðvíkurbæ og býður verkstjóraþjíópustu. Aðsögn Odds Einarssonan; bæjar- stjóra í Njarðvík, býður Jón þjónustu sína á svipuðum nótum og Verkfræðistofa Njarðvíkur býður verkfræði- þjónustu. Með þessu ntóti 'er Jón ekki á launaskrá sein bæjar- verkstjóri, heldur þiggur laun sem verktaki eins og áður segir. Hann hefur um- sjón með sumarstörfuin og öðrum þeim störfum sem bæjarverkstjóri hafði áður. Reykvíkingar slógu rafmagnið út Þrjá daga í röð urðu raf- magnstruflanir á Suðurensj- um í síðustu viku vegna óhappa. Annars staðar er greint nánar frá tveimur til- fellanna en það þriðja kom upp á miðvikudag er Raf- veita Reykjavíkur gróf í sundur streng hjá sér. Við það myndaðist álags- hnykkur sem varð til þess að rofi fyrir 30 kílówatta línuna hingað suður datt út og raf- magn féll út í hálfa klukku- stund á Keflavíkurflugvelli, Sandgerði, Garði og efri hluta Keflavíkur. Fjórir bllar yfirgefnir eftir umferð- aróhöpp ^Aðfaranótt sunnudagsins og að morgni þess dags kom lögreglan í Keflavík að fjór- um bílum, sem höfðu verið yflrgefnir eftir untferðar: óhöpp í umdæmi hennar. I einu tilvikanna er talið að bíl hafi verið stolið, þar sem beintengt var framhjá sviss hans. Sá bíll fannst við steypustöðina í Njarðvík og er nánar greint frá því máli annars staðar í blaðinu. Skömmu eftir að sá bíll fannst ók lögreglan fram á annan. Sá var nálægt Víkur- blómum á Fitjurn og hafði honum augljóslega verið ek- ið á ræsi nálægt steypustöð- inni. Um kl. 9 um morgun- inn var komið að bíl í Kúa- gerði sem augljóslega hafði ekið á umferðarmerki og var hann skemmdur að framan. Þá var síðar á sunnudeg- inum komið að bíl sem hafði oltið á gamla þjóðveginum milli Garðs og Sandgerðis, skammt frá golfvelli Sand- gerðinga. Var bíllinn á hjól- unum en mikið skemmdur og búið að fjarlægja af hon- um númeraspjöldin. „Þetta er alveg æðislegt“ sögðu barnfóstrurnar er mynd þessi var tekin á Tjarnarseli. „Það er synd að ekki skuli vera hægt að setja þetta víðar, vegna þess hve dýrt það er.“ Ljósm.: epj. Nýjar öryggismottur til reynslu á Tjarnarseli: Skapa mikið öryggi fyrir börnin Að ósk Foreldrafélags Tjarnarsels hefur bæjarráð Keflavíkur samþykkt að kaupa sérstakar gúmmí- mottur, unnar úr hjólbörð- um, undir rólurnar á dag- heimilinu Tjarnarseli í Keflavik. Að sögn Björns Samúelssonar, eftirlits- manns Keflavíkurbæjar, er hér um að ræða prufuverk- efni til reynslu á Tjarnarseli. Eru mottur þessar, sem unnar eru á Akureyri, mjög dýrar. Kostar hver fermetri ræpar 2.900 krónur. Þó er hér um afar sterkt, huggulegt og vandað efni að ræða og voru þær settar upp nú, áður en heimilið kom úr sumar- fríi. Að sögn Margrétar Þór- ólfsdóttur, forstöðukonu Tjarnarsels, líst henni mjög vel á þetta, þó aðeins væri komin fárra daga reynsla. En áður en þetta kom til var það malbikið eitt sem tók við börnunum, ef þau féllu t.d. ór rAlnm Slagsmál og ólæti eftir dansleiki

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.