Víkurfréttir - 27.07.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. júlí 1989
SUMARUTSALA
á skarti og
-- !/■ 1
\)IKUR
jíitU*
molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll
Losað um útivist-
arreglurnar...
Augljóst er að losað hefur
verið all mikið um útivistar-
reglur þær er gilda varðandi
hermenn hér í heiðinni fyrir
ofan. Kemur þetta heim og
saman við það ónæði sem
menn af lægri gráðum valda
hér i byggðum. Þrátt fyrir
það að yfirmenn þar efra
reyni allt hvað þeir geta til að
breiða yfir málið og helst
eyða því.
...og skert siðgæði
gagnvart landanum
Það er þó ekki aðeins það
að hermenn séu að spássera
meira niðri í byggðinni, ölv-
aðir og jafnvel vopnaðir
hnífum eða öðru. Þeir eru
líka farnir að angra landann
meira og meira, sem fer út í
náttúruna, gangandi eða ríð-
andi. Eru mýmörg dæmi um
það að menn, gráir fyrir járn-
um, hafa stöðvað landann og
spurt hann um skílríki eða
hvert menn séu að fara. Er
landinn jafnvel minntur á
það að honum sé óheimilt að
ganga um tiltekið landsvæði,
jafnvel utan girðingar. Því er
spurning hvort heryfirvöld
séu ekki fyrir löngu farin að
ganga of langt í þessum efn-
um og hvort þeir séu ekki
þarna farnir að sýna töluvert
skert siðgæði gagnvart okk-
ur?
Sameiningin
úr sögunni
Á síðasta vetri var skýrt
frá því hér í mo/um að unnið
væri að sameiningu tveggja
fiskvinnslufyrirtækja í
Njarðvík, Brynjólfs h.f. og
íslensks gæðafisks h.f. Frá
því að þetta var birt hafa átt
sér stað margir fundir og
Vaktmaðurinn úti
í guðsgrænni náttúrunni
Þeir hafa margir ekið með bros á vör í gegnum Grænáshlið-
ið nú í vikunni. Ekki að það sé svo skemmtilegt, heldur hefur
nýtt uppátæki hjá kananum lyft brúninni á fólki.
Nýjasta hugmyndin hjá kananum er nefnilega að staðsetja
vaktmann sinn við Grænáshliðið á stól gegnt varðskúr lög-
reglunnar. Lögregluþjónn í hliðinu sagði í samtali við blaðið
að þetta væri það sem koma skildi hjá kananum, hann væri að
flytja sig nær náttúrunni. Til þess að vaktmanninum yrði nú
ekki kalt, þá hafði hann hitablásara sér við hlið svo blóð-
rennslið héldist eðlilegt. Sem sagt, vaktmennirnir hjá hernum
hafa flutt sig út í guðsgræna náttúruna. Ljósm.: hbb
mikið verið unnið að undir-
búningi sameiningarinnar.
M.a. sagði annað fyrirtækið
öllum fastráðningarsamn-
ingum starfsfólks upp vegna
þess. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að ekkert verður
úr sameiningunni og því hef-
ur viðkomandi starfsfólk
verið endurráðið.
Sáu þeir tvöfalt?
Nú er fullvíst talið að taln-
ingarmenn þeir, sem gáfu
molum upp fjöldann í afmæli
Bigga Guðna á dögunum,
hafi verið búnir að þiggja
miklar og góðar veigar er
þeir töldu fólkið, því það
mun nær lagi að þær hafi tal-
ið tvöfalt en einfalt.
Sértilboð
Á ÚTIMÁLNINGU - Stóraukin málningarþjónusta.
BETT, BECKERS,
VITRETEX OG
HEMPELS
málningarvörur.
Litaval
Baldursgötu 14 - Sími 14737
Við erum í leiðinni!
• Matvara
• Nýlenduvara
• Grænmeti og
ávextir
• Öl, gos, sælgæti
• Hreinlætisvörur
• Úrval af vítamínum
VERSLUNIN
Op'ö alla daga til kl. 20:45. Hringbraut 99 - Sími 14553.
HORNIÐ