Víkurfréttir - 27.07.1989, Side 12
\>iKun
12 Fimmtudagur 27. júlí 1989
jUtíU
KðNNUN A ÞÖRF FYRIR
HLUTDEILDARÍBÚDIR ALDRAÐRA
Nefnd sem sett var á stofn
til að undirbúa byggingar á
hlutdeildaríbúðum fyrir
aldraða vinnur nú að könn-
un, er athugar áhuga ellilíf-
eyrisþega á kaupum á slíkum
íbúðum.
Könnun þessi er unnin af
þjónustuhópi aldraðra á
Suðurnesjum og er á vegum
D.S. og S.S.S. Til að sjá um
könnunina hefur verið ráðin
María Kristjánsdóttir og
hefur hún aðstöðu á skrif-
stofu Félagsmálastofnunar
Keflavíkur, sími 1 1555.
Um leið og kannaður er
áhugi ellilífeyrisþega á hlut-
deildaríbúðum, á að kanna
aðstæður sem þeir búa við í
dag og hvers konar þjónustu
er þörf fyrir aldraða í sveitar-
félögunum.
Spurningalista er dreift til
allra ellilífeyrisþega í þeim
sveitarfélögum sem aðild
Stjórn verkamanna-
bústaða í Njarðvík:
IBUÐIR OSKAST
Stjórn verkamannabústaða í Njarðvík
auglýsir eftir 3ja-4ra herbergja íbúðum
án bílskúrs til kaups. Ibúðirnar skulu
vera í hefðbundnum/skipulögðum
íbúðahverfum. Þær skulu t.d. ekki vera í
húsum, þar sem einskonar verslunar-
eða atvinnustarfsemi fer fram eða
ris/kjallaraíbúðir. Þær skulu vera í vel
byggðum húsum, þar sem eingöngu þarf
að fara fram hefðbundið og eðlilegt við-
hald miðað við aldur.
Tilboðum skal skila til stjórnar verka-
mannabústaða í Njarðvík, Fitjum,
Njarðvík, eða í pósthólf 275, fyrir 15.
ágúst nk.
Stjórn verkamannabústaða
í Njarðvík.
Tilkynning til
þungaskattsgreiðenda
Gjaldendum vangoldins þungaskatts er
bent á að þungaskattskröfum fylgir lögveð-
réttur í viðkomandi bifreið, sbr. 2. mgr. 10.
gr. laga nr. 3/1987.
Verði vangoldnar þungaskattsskuldir eigi
greiddar fyrir 19. ágúst nk., mun, skv. 1. gr.
laga nr. 49/1951, fyrirvaralaust verða kraf-
ist nauðungaruppboðs á bifreiðum þeim, er
lögveðrétturinn nær yfir, til lúkningar van-
goldnum kröfum auk dráttarvaxta og
kostnaðar.
Bæjarfógetinn í Keflavík,
Njarðvík og Grindavík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
eiga að D.S. og þeir vinsam-
legast beðnir um að svara
þeim og skila inn á næstu
bæjar- eða sveitarstjórnar-
skrifstofu, í Keflavík hjá Fél-
agsmálastofnun. Einnig er
hægt að skila þeim inn í at-
hvarf að Suðurgötu 15-17 í
Keflavík. Skilafrestur er til
11. ágúst 1989.
Mikilvægt er að spurning-
arlistum þessum sé svarað og
þeim skilað. Niðurstöður
þessarar könnunar verða
hafðar til hliðsjónar á bygg-
ingu hlutdeildaríbúða í
hverju sveitarfélagi á starfs-
svæði D.S., einnig fyrir aðra
þá þjónustu sem þörf reynist
á.
Með fyrirfram þökk fyrir
góðar undirtektir.
F.h. undirbúningsnefndar,
Jórunn Guðmundsdóttir.
Stjórn verkamanna-
bústaða í Keflavík:
IBUÐIR OSKAST
Stjórn verkamannabústaða í Keflavík
auglýsir eftir 4ra-5 herbergja íbúðum án
r
bílskúrs til kaups. Ibúðirnar skulu vera í
hefðbundnum/skipulögðum íbúða-
hverfum. Þær skulu t.d. ekki vera í hús-
um þar sem einskonar verslunar- eða
atvinnustarfsemi fer fram eða ris/kjall-
araíbúðir. Þær skulu vera í vel byggðum
húsum, þar sem eingöngu þarf að fara
fram hefðbundið og eðlilegt viðhald
miðað við aldur.
Tilboðum skal skila til stjórnar verka-
mannabústaða, Hafnargötu 80, Kefla-
vík, fyrir 15. ágúst nk.
Stjórn verkamannabústaða
í Keflavík.
Tilboð óskast
Óskum eftir tilboði í að klæða og skipta um
þak á húseigninni Hringbraut 71 í Kefla-
vík. Upplýsingar um verkhönnun veitir
Georg Ormsson í síma 14349 eða Bjarni Ól-
afsson í síma 13167, að Hringbraut 71. Til-
boðum óskast skilað til annars fyrrgreindra
aðila fyrir 10. ágúst nk.
iii ii i« íi í*f
Byggðasafn Suðurnesja
Opið á laugardögum kl. 14 - 16.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Upplýsingar í simum 13155, 11555 og 11769.
Afmæli
Fimmtugur verður á mið-
vikudaginn, 2. ágúst, Sigurð-
ur H. Guðjónsson, bygg-
ingameistari, Stafnesvegi 22,
Sandgerði. Tekur hann á
móti gestum í húsi Slysa-
varnasveitarinríar Sigurvon-
ar, Sandgerði, á afmælisdag-
inn, frá kl. 18.
Afmæli
Ragnar Björnssori, fyrrver-
andi hafnarstjóri Landshafn-
ar Keflavík-Njarðvík, verður
80 ára 1. ágúst nk. Hann tekur
á móti gestum í Glaumbergi,
Keflavík, milli kl. 17.00 og
20.00 sunnudaginn 30. júlí nk.
Afmæli
Kristbjörg J. Mtfgnúsdóttir og
Ingibjörg G. Magnúsdóttir
verða 30 ára 1. ágúst nk. Þær
verða að Hátúni 10 á afmælis-
daginn.