Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 31. ágúst 1989
Skrifstofustarf óskast
Tuttugu og sex ára gömul kona óskareftir
skrifstofustarfi. Hefur lokið tölvunám-
skeiði. Upplýsingar í síma 13568.
VÍKUR
molar Grín - Gagnrýni - Vangaveltur Umsjón: Emil Páll
Eitt þúsund undirskriftir? Talið er að eigi færri en eitt þúsund manns hafi ritað nöfn sín á undirskriftalista með vínveitingum á Píanó- barnum. A.m.k. er stefnt á þá tölu. en þegar á föstudag voru fyrstu þrjú hundruð undirskriftirnar afhentar. Jafnframt var þess getið að þetta væri þriðjungur af því sem áætlað væri að kæmi. Munu undirskriftalistarnir berast fógeta og bæjarstjórn, að því er fréttir herma. Er almættið tengt Bæjarskerjum? Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu var hald- ið ættarmót að Bæjarskerj- um í Miðneshreppi á laugar- dag, þar sem komu á sjöunda hundrað ættingja. Er undirbúningur að mótinu stóð yfir hafði Hafsteinn Guðnason á orði að nú þyrftu menn að leggjast á bæn og biðja um gott veður. Og viti menn, þegar kom að mótsdeginum kom eitthvert það besta veður sem komið hefur á þessum árstíma um áraraðir og það besta á þessu ári. Því telja menn það öruggt að almættið sé annað hvort tengt ættinni að Bæjar- skerjum eða vel til hennar, nema hvort tveggja sé. Mikil örnefnajörð í ræðu Einars Egilssonará ættarmóti Bæjarskersmanna kom fram að um 140 örnefni væru tengd jörð þessari. Er það mjög mikið, því sum sveitarfélög eru ekki með fleiri örnefni í heild sinni en þessi eina jörð. Umræddur Einar, sem er fæddur á Suð- urnesjum og ættaður þaðan, er þó þekktari hér sem einn af forvígismönnum Náttúru- verndarfélags Suðvestur- lands, en það félag er öflugt í náttúruskoðunarferðum á hverju sumri. Oskar hættur með bekkina Óskar Færseth hefur hætt reicstri líkamsræktarstof- unnar í Færseth-höllinni og selt bekkina á heimaslóðir móður sinnar, Vestmanna- eyja. Hvað gert verður við húsnæði það sem líkams- ræktarstofan hefur verið í vita Molar hins vegar ekki. Hreinlætisheildsala Innan tíðar mun Asgeir Svan Vagnsson opna heild- söluverslun fyrir umboð sitt sem aðallega er í formi hrein- lætisvara undir vörumerkinu BESTA. Mun salan, sem op- in verður almenningi, verða til húsa þar sem Breiðablik var hér í eina tíð í Vatnsnes- lengjunni í Keflavík. Ríkisstjórnarfundur í Keflavík? Samkvæmt áreiðanlegum fréttum úr stjórnarherbúð- unum hefur verið rætt um að halda ríkisstjórnarfundi á næstunni í Keflavík og á ísa- firði. Er gott til þess að vita að ríkisstjórnin veit að byggð er fyrir sunnan Stór-Reykja- víkursvæðið. Engir eins fljótir Ýmsir íþróttamenn hafa undrast hvað Keflvíkingar eru fljótir til þegar eitthvað bjátar á, að losa sig við þjálf- arann sinn. Hvort sem um er að ræða nafnið Keeling, Upton, Ástráð eða körfu- boltaþjálfara. Menn eru látnir fjúka hið snarasta bjáti eitthvað á. Virðast forráða- menn íþróttamála oft vera furðulega fljótir að kenna einhverjum öðrum en sjálf- um sér um þegar um slíkt er að ræða.
ALLT í
SKÓLANN
Silver Reed ritvélar. EP 10 kr. 15.400- EZ20 kr. 19.900
Skólatöskur í úrvali.
Leðurtöskur.
Skjala-
töskur.
Sisley og
Benetton möppur
og skrifblokkir.
Og margt,
margt fleira
til skólans.
He>bok
Hafnargötu 36 - Sími 13066
ORÐHVATUR:
Ankerismenn og
aðrir kappar
Það kom Orðhvati ekkert á
óvart er hann frétti það að Jón
nokkur Borgarsson hefði
tekist það á hendur að lyfta
aldargömlu ankeri af hafs-
botni. Það ber þó ekki að
skilja það svo að Orðhvatur
og Jón séu persónulegir kunn-
ingjar, heldur er Orðhvatur,
líkt og margir aðrir Suður-
nesjamenn, búinn að kenna
Jón Borgarsson allt frá frum-
bernsku. Jón er nefnilega einn
þessara manna sem eru þjóð-
sagnarpersónur í lifanda lífi,
líkt og annar Hafnamaður,
Ríkharður Ásgeirsson, alias
Rikki í Höfnum.
Sennilega er Jón flestum
kunnur vegna þess að hann ek-
ur gjarnan um á ijörgömlum
Volvo (þó ekki jafn gömlum
ankerinu). Hafa birst viðtöl
við Jón Volvosins vegna í hin-
um ýmsu blöðum.
Skömmu eftir að ankerið
var komið á þurrt brá Orð-
hvatur sér suður í Hafnir og i
skoðaði gripinn forna. Ekki
minnkaði álit ofanritaðs á
kappanum Jóni við að komast
f návígi við þennan ankeris-
drelli. Reyndar leysti land-
krabbinn Orðhvatur gátuna
um hvað kom fyrir um borð í
skipinu James Tovvn við það
eitt að berja ankerið auguni.
Lausnin er þessi: Ankerið bar
skipið ofurliði, svo þegar út á
rúmsjó kom og öldugangur
varð ægilegri, þá fór dallur-
inn að halla og skipverjar
steyptust í sjóinn og hana nú.
Ja, þetta er altént ekki verri
skýring en hvcr önnur. En
hvað um það, nú hefur Jón
Borgarsson borið klump
þennan á land með hjálp
góðra manna og nú er bara að
bíða og sjá hvað gerist, hvort
ankerið beri Hafnirnar ofur-
liði og steypi þeim í sjóinn,
Kirkjuvogsköppum, eða hvort
þeir hafa betur og festa fisið
svo vel að hvorki hræri land né
vættir.
Til hamingju Hafnamcnn
með að hafa sótt söguna í
djúpið.
í Höfnum búa hákarlar,
harðduglegir fósar. '
Brennivinsmenn og beljakar,
ódrepandi andskotar,
allrahanda bósar.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu er skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar
gefnar í versluninni og í síma 12009.
DUUS, Hafnargötu 90