Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 19
MiKun julUt Fimmtudagur 31. ágúst 1989 19 Sundfélagið SUÐURNES stofnað Sundfélagið Suðurnes var formlega stofnað á fram- haldsstofnfundi er haldinn var í íþróttavallarhúsinu í Keflavík á mánudagskvöld. Formaður hins nýja félags er Jón Bjarni Helgason úr Njarðvík. Aðrir í stjórn eru Valdís Tómasdóttir, Ragn- hildur Sigurðardóttir, Ómar Jóhannsson og Isleifur Björnsson. Fyrsta formleg æfing Sundfélagsins Suður- nes verður í sundlaug Njarð- víkur í dag kl. 18. Starfsemin er strax komin í fullan gang og í dag heldur Geir Sverrisson til þátttöku á móti í Finnlandi. Þá halda einnig tveir félagsmanna á æfingar í Svíþjóð bráðlega. Með stofnun Sundfélagsins Suðurnes, skammstafað SFS, verður sunddeild Njarðvíkur lögð niður. Jón Bjarni, formaður fél- agsins, sagði í samtali við fjölmiðla að sameining íþróttafólks á Suðurnesjum í eitt félag væri einnig nauð- synleg í öðrum íþróttagrein- um, þar sem oft væri erfiður fjárhagur og því hagkvæm- ara að sameinast. © Reynismenn eru ekki af baki dottnir, þó þeir séu dottiJr í 4. deild, því á föstu- dagskvöldið sigruðu þeir Gróttu í Sandgerði, 2:1. Mörk Reynis gerðu þeirÆv- ar Finnsson og Valdimar Júlíusson. • Keflvíkingar stóðu sig vel á Skagamóti 6. flokks. A- liðið lenti í 4. sæti en B-liðið í 2. sæti. • Guðmundur Steinars- son skoraði 10 mörk á Fanta-mótinu á Skaganum, sem var fyrir 6. flokk. Aðeins einn annar leikmaður skor- aði einu marki meira en Guðmundur. Úr leik Reynis og Stjörnunnar á Lýsis-mótinu. Ljósm.: hbb. Keflvíkingar í stórsókn gegn KA. Ljósm.: pket. Úrslitakeppni Islandsmótsins í 4. flokki sæti - Reynir í 7. ÍBK í 3. Suðurnesjaliðin IBK og Reynir stóðu sig vel í úrslit- um íslandsmótsins í knatt- spyrnu í 4. flokki. Keflvík- ingar lentu í þriðja sæti en Reynismenn í því sjöunda. Keflvíkingar sigruðu KA í úrslitaleik um 3. sætið, 3:2. KA náði forystu, 1:0, en ÍBK skoraði næstu þrjú mörk, fyrst Guðjón Jóhannsson úr víti, því næst Sverrir Þór Sverrisson glæsilegt skalla- mark og loks bætti mark- varðahrellirinn Adolf Sveinsson þriðja markinu við. KA minnkaði muninn fyrir leikslok en það dugði ekki til. Keflvíkingar sigruðu KR 1:0 og Reyni 4:1 en töp- uðu fyrir FH ífyrstu umferð- inni 0:2, sem gerði vonir um úrslitasæti að engu. Reynis- menn töpuðu í fyrsta leik, 1:2, fyrir KR, síðan 1:4 gegn ÍBK og loks 1:6 gegn FH. í úrslitaleik um 7. sætið sigr- uðu Reynismenn Týr frá Vestmannaeyjum 4:2 í góð- um leik. KR-ingar urðu í 5. sæti, unnu ÍA 3:1, en íslands- meistarar í 4. flokki karla 1989 urðu Valsmenn, sem unnu FH 3:0 í úrslitaleik. Mörk Reynis gegn Tý skoruðu Bergur Eggertsson 2, Bragi Guðjónsson og Björgvin Guðjónsson. Lýsismót 4. flokks í Grindavík: Reynismenn unnu Reynismenn sigruðu með glæsibrag á Lýsismótinu 1 4. flokki sem haldið var í Grindavík um aðra helgi. Sigraði lið þeirra örugglega 1 A-riðli og varð í 3. sæti í B- riðli. Sandgerðingar eiga orðið mjög sterka yngri flokka og er Tommamótið 1 Eyjum t.d. til vitnis um það. Það voru sex félög sem sendu lið til þátttöku í Lýsis- mótinu. Voru það Grindvík- ingar, Reynismenn, Stjarn- an, IK, Leiknir og Víkingur, Reykjavík. Þátttakendurnir í mótinu voru alls 120 og fengu allir lýsisflösku í viðurkenning- arskyni frá Lýsi hf. Strák- arnir gerðu ýmislegt annað sér til skemmtunar en að spila knattspyrnuleiki, því Bjarni Sigurðsson, landsliðs- markvörður, kom í heim- sókn og var í marki í víta- spyrnukeppni. Það er skemmst frá því að segja að hann varði 100 spyrnur af þeim 120 sem teknar voru. Áttu Suðurnesjastrákarnir nokkur af þeim mörkum sem gerð voru. Verðlaunahafar úr öllum flokkum helgarmóts Keilubæjar og Keilu- félags Suðurnesja. Ljósm.: hbb. NÚ ER AÐ DUGA EÐA DREPAST! 1. deildarsæti er í húfi. ÍBK-VÍKINGUR laugardag kl. 14 á Keflavíkurvelli. Suðurnesjamenn - Styðjum okkar menn! Reykjanes- mótið I kprfu í Keflavík Reykjanesmótið í körfu- knattleik fer að þessu sinni fram í íþróttahúsinu í Kefla- vík dagana 9. til 20. septemb- er. Keflvíkingar, Islands- meistararnir í körfuknatt- leik, sigruðu í mótinu í fyrsta skipti í fyrra og hafa því titil að verja, en UMFN vann fyrstu 6 árin sem mótið var haldið, en það, var gert í fyrsta skipti 1982. í mótinu taka þátt Suður- nesjaliðin ÍBK, UMFN og Reynir og Haukar úr Hafn- arfírði en lið Tidastóls verð- ur einnig nteð sem gestir. Golf um helgina Opið mót verður á Hólms- velli í Leiru á laugardag og verða leiknar 18 holur og byrjað kl. 9. Sandgerðingar verða_með innanfélagsmót, Sparisjóðs- mótið, á laugardag kl. 14 á Vallarhúsvelli. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. • Eldri drengir ÍBK misstu af íslandsmeistara- titlinum 1 knattspyrnu er þeir töpuðu fyrir Val í viðureign liðanna í Kellavík á föstu- dagskvöldið. ÍBK náði for- ystu, 1:0, en það dugði skammt þvi Valsmenn skor- uðu næstu tvö mörk og sigr- uðu, 2:1. Lávarða-karfa Nú eru að hefjasj sérstakir æflngatímar hjá ÍBK fyrir körfuknattleikslolk, sem náð hefur þrjátíu ára aldri. Einnig verður sent lið til kepphi í Lávarðadeild karla hjá KKÍ. Hér gefst gott tæki- færi til að æfa körfuknattleik í góðum félagsskap, þar sem höfuð áhersian verður lögð á léttleikann og ánægjuna. Inntökuskilyrði eru erjgin, allir eru velkomnir. Æft verður tvisvar í viku og verð- ur fyrsta æfingin fimmtudag- inn 31. ágúst kl. 20.00 1 Iþróttahúsi Keflavíkur. Helgarmót í Keilubæ: AGOST BESTUR Ágúst Haraldsson varð hlutskarpastur í 1. flokki á helgarmóti Keilubæjar og hins nýstofnaða Keilufélags Suðurnesja. I öðru sæti í 1. flokki varð Hjálmtýr Inga- son. Sigurjón Hafsteinsson sigraði í 2. flokki og Elín Óskarsdóttir varð önnur. Óskar Þ. Óskarsson varð hlutskarpastur í 3. flokki en Helga Sigurðardóttir varð önnur. Þá varð Tryggvi Þór Bragason efstur í 4. flokki en Halldóra S. Jónsdóttir varð í öðru sæti. Átján manns tóku þátt í þessu helgarmóti og komust færri að en vildu. Næsta mót verður haldið sunnudaginn 3. september kl. 16. Skrán- ingu lýkur 15 mínútum fyrir keppni og er öllum heimil þátttaka.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.