Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 13
yflKUR
ttitm
Fimmtudagur 31. ágúst 1989 13
Bæjarfógeti og sýslumaður;
Þriðja og síðasta uppboð er lokasala
Nokkur hefur verið um það
að fólk geri sér ekki grein fyrir
því að þriðja og síðasta nauð-
ungaruppboð, sem auglýst er
svo, jafngildi stóra-dómi, því
nánast án undantekninga er við-
komandi eign þar með seld.
Vegna þessa fékk blaðið Jón
Eysteinsson, bæjarfógeta í
Keflavík, Grindavík og Njarð-
vík og sýslumann í Gullbringu-
sýslu til að skýra út fyrir lesend-
um hvernig nauðungarsala færi
fram.
Gangur málsins er sá, að
þegar uppboðsbeiðni berst er
uppboðsþolanum send til-
kynning og honum gefinn
ákveðinn frestur áður en upp-
boðsbeiðnin er send í Lögbirt-
ingablaðið. Sinni hann ekki til-
kynningunni er þetta sent
þangað. Venjulega er þessi
frestur mánuður.
Síðan birtist tilkvnningin
Lyklarnir
freistuðu
bílþjófanna
Lögreglan í Reykjavík
stöðvaði á sunnudagsmorg-
un unga ökumenn í Breið-
holti sem tekið höfðu
traustataki bifreið í Njarð-
vík kvöldinu áður.
Voru piltarnir allsgáðir er
þeir voru stöðvaðir en of
ungir til að hafa ökuréttindi.
Munu lyklarnir hafa verið í
bílnum er þeir gengu fram
hjá honum, svo freistingin
varð sterkari og þeir stálu
bílnum.
Grindavík:
Ekið yfir
fót ölvaðs
manns
Ekið var yfir hægri fót ölv-
aðs manns á Víkurbraut í
Grindavík aðfaranótt sl.
sunnudags. Varþaðekkifyrr
en kvöldið eftir sem maður-
inn mætti á lögreglustöðina
og tilkynnti um atvikið.
Við rannsókn læknis kom
í ljós að sprunga hafði komið
í ökla hins ölvaða. Nokkur
ölvun var í Grindavík að-
faranótt sunnudagsins en á
laugardagskvöldinu opnaði
Festi aftur eftir nokkurt hlé.
Einn ökumaður var tekinn
rakur undir stýri.
þrisvar sinnum í Lögbirtinga-
blaðinu. Frá fyrstu birtingu og
til þingfestingar þurfa að líða
a.m.k. sex vikur, en oftast eru
þær þó átta. Þar með er kom-
inn þriggja mánaða frestur frá
því að uppboðsbeiðnin barst
og þangað til að hún er þing-
fest.
Við þingfestingu er tekin
ákvörðun um það hvort við-
komandi fái áframhaldandi
frest á þingfestingu eða hvort
eignin verður sett í sölu.
Venjulega er þá einn og hálfur
mánuður í fyrstu sölu og fari
sú sala fram er venjulega jafn
langur tími í aðra sölu. Fari
önnur sala fram verður þriðja
sala að fara fram innan fjög-
urra vikna frá annarri sölu og
það er svokölluð lokasala.
Henni er ekki hægt að fresta.
Ef fresta á þriðju sölu verða
annað hvort lögmenn eða við-
Jón Eysteinsson,
bæjarfógeti og sýslumaður
komandi stofnun að afturkalla
uppboðið, þó þeir fái ekki
greiðslu og byrjarþá uppboðið
upp á nýtt. Það getur verið erf-
iðleikum bundið, því þá hafa
þeir glatað svokölluðum
vaxtaforgangi, ef þeir aftur-
kalla.
„Þetta gerir fólk sér
almennt ekki grein fyrir, að ef
það lendir í því að eign þess fer
á 3. sölu, þá er raunar útilokað
fyrir það að sleppa út úr þessu
nema með greiðslum, nema þá
að stofnanirnar eða lögmenn
afturkalli uppboðið án
greiðslna.
Meðan aðeins hefur verið
auglýst fyrsta eða annað og
síðara má endalaust semja.
Það er því mikið atriði fyrir
fólk að gera sér grein fyrir
þessu.
Aðalatriði er því fyrir fólk
að koma í veg fyrir að eignin
fari á þriðja uppboð og fólk
geri sér grein fyrir því að það er
endanleg sala. Eftirþað á það
ekki að geta fengið neina fresti
og þetta hefur komið flatt upp
á fólk. Þessi regla breyttist
haustið 1987.
Þegar þriðja sala fer fram
hefur fólkið fengið a.m.k. sex
og hálfan mánuð í frest og á
þeim tíma hafa oft komið fleiri
kröfuaðilar inn í uppboðið. Þá
má líka hafa það í huga að þeg-
ar fyrsta tilkynning berst er
kostnaður aðeins 260 krónur
en um leið og tilkynningin ferí
Lögbirtingablaðið fara að
hlaðast á kröfuna alls kyns
gjöld og kostnaður," sagði Jón
að lokum.
ATVINNA
Iðnverkamenn
Óska eftir iðnverkamönnum við fram-
leiðslustörf. Upplýsingar á trésmíðaverk-
stæðinu.
TRÉSMIÐJA
t áá _
%
Iðavöllum 9A - 230 Keflavik
Starfskraftur óskast
Óskum að ráða starfskraft í afgreiðslu.
Upplýsingar á staðnum, ekki í síma.
HE>BÖK
Hafnargötu 36, Keflavík.
Kennarar
Vegna forfalla vantar smíðakennara við
Grunnskólann í Sandgerði til áramóta í
vetur.
Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson
og Asgeir Beinteinsson í símum 37610 og
37439.
Hársnyrting fyrir dömur og herra
Hárgreióslustofan
£loúcns
Vatnsnestorgi
Tímapantanir í síma 14848
SLENDER YOU
er einnig fyrir þig
Hringdu eða líttu inn og
pantaðu frían kynningar-
tíma. Ath.: Vigtum og mæl-
um reglulega ef óskað er!
oflencle>
ou
ÆFINGASTOFAN
Hafnargötu 25 - Sími 15433
Skólavörurnar...
'&ólcabúb fce-flavíUur
DAGLEGA I LEIÐINNI -