Víkurfréttir - 31.08.1989, Blaðsíða 20
V/KUR
Fimmtudagur 31. ágúst 1989
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717.
Er það Reykjavíkurpólitik að
fjársvelta sjúkrahúsið hér?
„Komi eitthvað meira en
smáræði fyrir eftir kl. fimm á
Suðurnesjum, þá koma sjúkl-
ingar beint hingað. Mitt álit er
það, að það mætti hætta að
hafa vaktir á þessu sjúkra-
húsi eftir kl. fimm á daginn,
vegna þess að álagið kemur þá
nær allt hingað. Það væri al-
veg eins gott að fá það allt
hingað og nota þá peninga sem
varið er vegna vakta á öðrum
stöðum til þess að byggja upp
betri aðstöðu þar sem vinnan
er framkvæmd hvort sem er.“
Þetta er haft eftir Gunnari Þór
Jónssyni, yfirlækni slysa- og
bæklunardeildar Borgarspít-
alans í Reykjavík í dagblaðinu
Tímanum í síðustu viku.
Ummæli þessi eru jafnframt
borin undir þá Konráð Lúð-
víksson, sjúkrahúslækni í
Keflavík, og Pál Þorgeirsson,
heilsugæslulækni í Keflavík.
Eftir Konráði er þetta haft:
„Þetta álit yfirlæknis slysa-
deildar lýsir í sjálfu sér nokk-
urri „Stór-Reykjavíkurpóli-
tík“.“ Kom fram hjá honum
að þarna færu ekki saman
sjónarmið landsbyggðarinnar
og Reykjavíkursvæðisins.
Jafnframt benti hann á að það
væri rétt að öll stærri slys sem
verða utan almenns dagvinnu-
tíma hafi farið til Reykjavíkur.
„Ég get fullyrt að það er
ekki rétt hjá yfirlækninum að
eftir kl. fimm fari allt nema
það allra minnsta inn til
Reykjavíkur," sagði Páll um
málið, „en það getur verið að
það fari of margir.“ Síðar kom
fram hjá honum að þeir sinntu
kúfnum af slysum og vísuðu
frá sér erfiðustu tilfellunum til
skurðlækna sjúkrahússins og
síðan væri það þeirra mál
hvort þau væru afgreidd með
aðgerð eða send inn eftir.
Nauðungarsölur á Suðurnesjum:
IVIikið sömu eignirn-
ar eða gjaldþrotamál
Mikil aukning hefur verið í
nauðungarsölu fasteigna á
Suðurnesjum það sem af er
þessu ári og á því síðasta. Að
sögn Jóiis Eysteinssonar, bæj-
arfógeta og sýsluntanns, eru
ástæðurnar ^aðallega tvenns
konar.
Mikið hefur verið um
gjaldþrot fyrirtækja þar sem
stórar eignir hafa verið yfir-
veðsettar og því ekki verið
hægt að selja þær á frjálsum
markaði. Þá er ekkert annað
eltir en nauðungaruppboð.
Þá er mikið um það að léleg-
ar eignir seljist, sumar jafn-
vel aftur og aftur. Oft tekur
Byggingarsjóður ríkisinsþær
til sín á uppboðum og selur
þær síðan fólki sem ræður
ekki við afborganirnar og
eignin fer aftur á uppboð.
„Margt af þessu fólki tek-
ur að sér að greiða ailt of há
lán og þá umfram getu sína.
Lánin hækka stanslaust og
fólkjð ræður ekki við vísitöl-
una og vextina. Það reisir sér
hurðarás urn öxl, sem endar
með uppboði. Má því segja
að yfirleitt séu það lélegar
eignir eða eignir er tengjast
gjaldþrotum sem seidar eru
nauðungarsölu'* sagði Jón í
samtali við blaðið.
Á síðtt 13 í blaðinu í dag
skýrir Jón fyrir lesendum
þær breytingar sem gerðar
voru á uppboðum fyrir
tveimur árum og hafa það í
för með sér að nú eru eignir
seldar þegar þriðja uppboð
hefur verið ákveðið.
100 metra bremsuför
ölvaðs ökumanns
Um hádegisbilið á sunnu-
dag fékk lögreglan í Kefla-
vík tilkynningu um að mað-
ur, sem ekið hefði suður
Víknaveg í Njarðvík á ofsa-
hraða, hefði ekið á umferð-
armerki á gatnamótum
Borgarvegar.
Ökumaðurinn er grunað-
ur um meinta ölvun við akst-
ur en bremsuför hans mæld-
ust 100 metrar á þurru mal-
biki. Mun hann hafa lent
upp á umferðareyju og á um-
ferðarmerki sem þar var
staðsett.
Ber ökumaðurinn það
fyrir sig að bifreið haft verið
ekið Borgarveg og í veg fyrir
akstursstefnu hans og þvi
hafi hann lent á umferðar-
merkinu. Virðist þó ljóst á
bremsuförunum að hann
hafi ekið mjög hratt, svo ekki
sé meira sagt.
r
jék
ii
NS
Danski kórinn og eldri borgarar utan við Utskálakirkju.
Ljósm.: Hcimir
Fjölmenni að Útskálum
Undanfarna daga hefur ver-
ið staddur hér á Suðurnesjum
90 barna söngkór frá
Svenstrup Danmörku, í boði
æskulýðsnefndar Rotary-
klúbbs Keflavíkur, sem
skipulagði heimsókninaásamt
Tónlistarskólanum í Keflavík.
Með kórnunt sungu tveir Is-
lendingar, þ.á.m. Ólöf Einars-
dóttir (Júlíussonar). Meðfylgj-
andi mynd tók Heimir
Stígsson af kórnum ásamt
öldruðum, við Utskálakirkju á
laugardaginn.
Lögguljósunu Önnur bifreiða lögregl- unnar í Grindavík virðist vera með eindæmum vinsæl hjá þjól'um staðarins, því urn síðustu helgi var enn og aft- ur s'tolið bláum ljóskúplum af bifreiðinni og það tveimur í þetta skiptið. Hefur þá fimm kúplum verið stolið af im stolið aftur þessari bifreið á hájfs mán- aðar tímabili. Ekki er vitað hver eða hverjir skemmta sér við þessa iðju, en lögreglan í Grindavík þakkar allar upp- lýsingar sem geta leitt'til þess að kúplarnir finnist.
m ~ m mm^m — m _ « V i
TRÉ : /\
SPÖN PARKET
i
TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700
Verður löggan ekki að fara
að taka blikkljósin
með sér i háttinn?!!