Víkurfréttir - 21.09.1989, Qupperneq 2
2
a
Glóðinni
Hver festist í
Glóðinni um helgina? Þú?
Þctð er í mjög góðu lagi, því
þetta er hin landsþekkta
Hljómsveit Gildran sem
leikur fyrir dansi til kl. 03
föstudags- og laugardags-
kvöld. Aðgangseyrir 500 kr.
Snyrtilegur klæðnaður.
Minnum á hinn vinsæla
Steikarbar ó sunnudags-
kvöld. Aðeins kr. 1250
ó mann.
mnmn/im/
Kynning verður haldin á
Flug Hóteli laugardaginn 23.
september kl. 14:00.
Arnþrúður B. Árnadóttir,
skrifstofutæknir,
útskrifuð jan. ’89:
„Námið var mun yfirgrips-
meira en ég hafði haldið. Það
hitti beint í mark hjá mérenda
voru kennararnir frábærir og
námið ítarlegt. Það var mjög
ánægjulegt að hitta og starfa
með því fólki sem var á nám-
skeiðinu.
Ég sé ekki eftir því að hafa
fjárfest í skrifstofutækninámi,
því það skilar sér margfalt til
baka.“
Nám í skrifstofutækni opnar þér nýja möguleika
í starfi. Kenndar eru allar helstu viðskipta- og
tölvugreinar, sem gera þig að úrvals starfskrafti.
Innritun og upplýsingar í síma 14879.
V VÍKURHUGBÚNAÐUR
Hafnargötu 61 - Keflavík - Sími 14879
Gildra
Fréttir
Víkurfréttir
21.sept. 1989
Vallargata 3 rifin
Enn eitt af gömlu húsunum
í miðbæ Keflavíkur hvarf af
sjónarsviðinu síðasta föstu-
dag. Um er að ræða hús það
sem hafði númerið 3 við Vall-
argötu.
Er hér um gamalt íbúðar-
hús að ræða, sem þó hefur
verið notað sem vinnuskúr
við nýja Sparisjóðshúsið
undanfarin ár. Var það fyrir-
tækið Garðaþjónusta Jóns
og Jóhönnu sem hafði yfir-
umsjón með verkinu, en
verktakinn var Guðmundur'
B. Kristinsson.
Grafan vann auðveldlega á Vallargötu 3. Ljósm.: epj.
Opiö hús hjá
Önnu Leu og Bróa
Líkamsrækt Önnu Leu og
Bróa hefur nýlega opnað nýja
aðstöðu að Hafnargötu 23, á
þriðju og fjórðu hæð, og verð-
ur opið hús fyrir Suðurnesja-
menn, þar sem þeir geta skoð-
að aðstöðuna laugardaginn
23. september milli kl. 11 og
16.
Frjáls tími er kl. 11-12:30
fyrir þá sem eru hjá þeim í
Tæplega tvö hundruð
tonna vatnstankur verður
settur upp í Ut-Garðinum
næsta vor. Var komið með
tankinn í Garðinn fyrir
nokkru, en áður var hann
notaður undir flugvélabensín
á Keflavíkurflugvelli.
Að sögn sveitarstjórans í
líkamsrækt eins og venju-
lega. Nú eru liðnar þrjár vik-
ur frá því starfsemin hófst í
neðri sal líkamsræktarinnar
en tæp vikafrá þvíbyrjaðvar
í efri sal.
Vonast Anna Lea og Brói
til þess að sem flestir láti sjá
sig á laugardaginn og skoði
aðstöðuna.
Garði, Ellerts Eiríkssonar, er
tanknum ætlað að koma í
veg fyrir vatnsskort í Út-
Garðinum. Verður honum
komið fyrir ofan við Skemm-
una, eða gömlu fískverkun-
arhús Guðbergs Ingólfs-
sonar.
Garður:
Enn kveikt í
við bensín-
stöðina
Um klukkan 22.30 á
þriðjudagskvöld var kveikt í
rusli við bensínstöðina í
Garði. Var lögregla og
slökkvibíll þegar send á vett-
vang, en er liðið kom á stað-
inn fannst enginn eldurinn,
en augljóst var að bensín
hafði verið borið að og kveikt
Þar sem þetta er í annað
sinn á stuttum tíma, að
kveikt er í við bensínstöðina,
er málið litið alvarlegum
augum og því í athugun.
Björgunar-
sveit kölluð út
vegna Varnar-
liðsæfinga
í síðustu viku barst tilkynn-
ing undir miðnætti dag nokk-
urn um að norskur bátur sæi
þrjú rauð neyðarblys á lofti í
12 sjómílna fjarlægð frá sér, í
átt að Grindavík. Meðtók
Reykjavíkurradíó tilkynningu
þessa og kom henni á fram-
færi við önnur skip. Þegar það
bar ekki árangur var slysa-
varnasveitin Þorbjörn í
Grindavík kölluð út.
Síðar kom í ljós að hér var
um varnarliðsæfingu að
ræða, þar sem neyðarblys
voru notuð. Samkvæmt at-
hugun blaðsins tilkynnti
varnarliðið æfinguna til flug-
vallarlögreglu og Landhelg-
isgæslunnar. Flugvallarlög-
reglan kom boðum til Kefla-
víkurlögreglu, sem kom
þeim áfram til Slysavarna-
félagsins. Engu að síður var
björgunarsveit kölluð út.
Tanknum komið fyrir utan við áhaldahús Gerðahrepps, þar sem
hann verður lagaður til í vetur, s.s. lakkaður að innan með sérstök-
um efnum. Ljósm.: hbb.
Garður:
200 tonna vatnstank-
ur settur upp í vor
STÆRSTA FRETTA-OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM
Útgefandi: Víkurfréttir hf. ----------------------------------------------------------------------------------
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,15717, Box 125, 230 Keflavík. - Rltstjórn: Emil Páll
Jónsson, heimas. 12677, bilas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll
Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadelld: Páll Ketilsson. - Upplag: 5500 eintök, sem dreift er ókeypis
um öll Suðurnes. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið.
Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik