Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.1989, Page 18

Víkurfréttir - 21.09.1989, Page 18
18 Allsherjarat- kvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur og nágrennis, um kjör aðal- og varafulltrúa á 15. þing Verka- mannasambands íslands, sem haldið verður í Reykjavík dagana 12.-14. október næstkomandi. Tillögum um 12 fulltrúa og jafn marga til vara skal skila á skrifstofu félagsins í síð- asta lagi fyrir klukkan 16 föstudaginn 29. september nk. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýs- ing tilskilins félagafjölda. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu félagsins. Ýmislegt Víkurfréttir 21. sept. 1989 Fyrirliðinn þeysist áfram Nú er tími sumaríþrótta og áhugamála senn liðinn og önnur áhugamál tekin við. Þessi litli hraðbátur þeystist eftir haffletinum í Garðsjó um daginn. Með bensíngjöfina í botni nær báturinn 50 sjómílna hraða og á hálftíma er hægt að skjótast úr Garðinum og upp á Akranes. Það ætti Guðjón Guðmundsson, eigandi bátsins og fyrirliði Víðis, að geta ef allt gengur upp í 2. deildinni næsta sumar og hann missir af rútunni vestur, í leik gegn ÍA. Ljósm. hbb. Kjörstjórn AÐALFUNDUR Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis heldur aðalfund laugardaginn 30. september nk. klukkan 14 í fundarsal félagsins að Hafnargötu 80, Keflavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin / Bifhjolamenn \ hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! Þessar stúlkur hafa afhent Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs 1000 krónur að gjöf, sem þær öfluðu með hlutaveltu. Þær heita Bára Gylfadóttir og Birta Osk Gunnarsdóttir. Ljósm.: pket. Þessar stúlkur hafa fært Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs kr. 1200 sem þær öfluðu með hlutaveltu. Þær heita Harpa Sif Jarls- dóttir og Kristín Ingunn Gísladóttir. Ljósm.: pket. Skuld Varnarliðsins vegna Helguvíkur: Bærinn hefur sent Varnar- liðinu reikning Guðfinnur Sigurvinsson bæjarstjóri upplýsti í svari við fyrirspurn Drífu Sigfús- dóttur á síðasta fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur, hver staðan er í innheimtu vöru- gjalda vegna Helguvíkur. Sem kunnugt er hefur vam- arliðið neitað að greiða gjöld þessi en bæjarstjórn mót- mælti því og vitnaði í samn- ing sem gildir um mál þetta. Sagði Guðfínnur að bæjar- yfirvöld hefður sent reikning vegna umræddra gjalda, en engin viðbrögð hefðu enn borist. Vónaðist hann því til að umræddur reikningur yrði greiddur. Á að kíkja út á lífið? Rúnar og Tryggvi mæta kl. 21 fimmtudagskvöld. Mætið tímanlega. Sara leikur föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Það er vissara að mæta snemma, því um síðustu helgi var allt fullt. baíinn TJARNARGOTU 31a

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.