Morgunblaðið - 11.12.2015, Page 17

Morgunblaðið - 11.12.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015 Friðriksmót Landsbankans - Ís- landsmótið í hraðskák - fer fram í útibúi Landsbankans við Austur- stræti 11 á morgun, laugardaginn 12. desember. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30. Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt og efsti keppandi mótsins fær titilinn Íslandsmeistari í hraðskák. Tímamörkin eru 5+2 og tefldar eru ellefu umferðir. Þetta er tólfta árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Ís- lands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeist- ara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa und- anfarin ár teflt til heiðurs Friðriki, segir í frétt frá Skáksambandinu. Síðdegis í gær höfðu 103 skák- menn skráð sig til leiks. Héðinn Steingrímsson stórmeist- ari var sigurvegari mótsins í fyrra. Teflt til heiðurs Friðriki Morgunblaðið/Kristinn Stórmeistari Mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni. Á miðvikudag tóku þrír starfs- menn Háskóla Íslands við viður- kenningu fyrir lofsverðan árang- ur í starfi á fundi rektors með starfsmönnum skólans. Verð- launahafarnir eru Urður Njarð- vík, dósent við sálfræðideild, Hannes Jónsson, prófessor við raunvísindadeild, og Elva Ellerts- dóttir, deildarstjóri á skrifstofu félagsvísindasviðs. Þetta er í 13. sinn sem starfs- menn við Háskóla Íslands eru heiðraðir fyrir vel unnin störf. Forsendur viðurkenningar eru ágæti í kennslu, rannsóknum, stjórnun eða í öðrum störfum í þágu Háskólans. Staðið er að tilnefningum með þeim hætti að allir starfsmenn háskólans fá sendan tölvupóst þar sem þeim er gefið tækifæri til að tilnefna til viðurkenning- anna fyrir rannsóknir og önnur störf, en nemendur frá póst þar sem þeim býðst til að tilnefna til viðurkenningarinnar fyrir kennslu. Ennfremur tilnefnir kennslumálanefnd háskólaráðs þrjá akademíska starfsmenn til viðurkenningar fyrir kennslu og vísindanefnd tilnefnir þrjá aka- demíska starfsmenn til við- urkenningar fyrir rannsóknir. Þriggja manna valnefnd fer síðan yfir tilnefningarnar og rökstuðn- ing tilnefningaraðila og velur einn úr hverjum hópi. Á mynd- inni eru verðlaunahafarnir ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, frá vinstri Hann- es, Urður, Elva og Jón Atli. Háskólinn veitir verðlaun Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson  Þrír starfsmenn fá viðurkenningu fyrir lofsverðan árangur Í ár fagna þjónustumiðstöðvar Reykjavíkur tíu ára afmæli en þær eru sex og þjóna öllum hverfum; Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal, Breiðholti, Grafarvogi, Laugardal og Háaleiti, Miðborg og Hlíðum og Vesturbæ. Forsögu þjónustumiðstöðvanna má rekja til fjölskylduþjónustu sem sett var á fót í Miðgarði í Grafarvogi árið 1997 og til sam- þykktar í borgarstjórn sumarið 2002 um að auka nærþjónustu í hverfum. Áður höfðu fulltrúar Reykjavíkurborgar kynnt sér starfsemina í norrænum frænd- garði, m.a. Ósló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, sem leiddi til þess að skipuð var nefnd um stofn- un þjónustumiðstöðva í byrjun árs 2003, og síðar stýrihópur sem lagði til að þjónustumiðstöðvarnar yrðu opnaðar árið 2005. Í tilefni tíu ára afmælisins efnir velferðarsvið til málþings í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, föstudaginn 11. desember kl. 13-16.30. Þar verður rætt um reynsluna af starfi þjón- ustumiðstöðvanna, stöðu þeirra og þróun í þjónustu borgarinnar. Starf þjón- ustumiðstöðv- anna rætt Bering 26.700 Bering 31.000 Bering 33.300 Börkur 24.900 Casio 6.200 DW 28.600 Sign hálsmen 25.500 Michael Kors 49.900 Michael Kors 55.900 Tissot PRC200 81.700 Tissot PR100 49.900 Tissot Lady 81.700 Tissot Dressport 75.900 Úr skart & skrín fallegar gjafir í jólapakkann Sign armband 19.900 Sign hringur 35.900 Sign hringur 19.900 Sign eyrnalokkar 19.900 Herraskrín 17.900 Skrín 17.800 Skrín 3.990 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.