Morgunblaðið - 11.12.2015, Side 20

Morgunblaðið - 11.12.2015, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015 Aldrei fyrr hafa jafnmargir verið handteknir í Bretlandi og nú að undanförnu vegna gruns um að eiga aðild að hryðjuverkastarfsemi. Greinir innanríkisráðuneyti lands- ins frá því að fyrstu níu mánuði árs- ins hafi alls 315 handtökur verið gerðar, en það er um þriðjungs aukning frá því sem vanalegt er. Fréttaveita AFP greinir m.a. frá því að í skýrslu ráðuneytisins, þar sem tölur um handtökur eru sundurliðaðar, má t.a.m. sjá að tvö- falt fleiri konur hafi verið hand- teknar að undanförnu vegna þessa. Þá er einnig handtaka einstaklinga undir 18 ára aldri algengari nú en áður og eru þeir einstaklingar alls 15 talsins það sem af er ári. Öryggismálaráðherra landsins segir ríkisstjórnina staðráðna í að greina og stöðva alla starfsemi hryðjuverkamanna í Bretlandi. AFP Virðing Breska fánanum flaggað í hálfa stöng eftir árásina í París. Handtökur í Bretlandi aldrei fleiri  Alls 315 til þessa Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fyrstu sveitir þýskra hermanna og orrustu- flugvéla lögðu af stað til Tyrklands í gær þaðan sem þær munu taka þátt í aðgerðum gegn víga- mönnum Ríkis íslams í Sýrlandi. Er um að ræða 40 manna herlið og tvær njósna- og eftirlitsflugvélar af gerðinni Tornado, en hópurinn lagði af stað frá Jagel-herflugvellinum í norðurhluta Slésvíkur-Holtsetalands. Á sama tíma hóf eldsneytisvél af gerðinni Airbus A310 MRTT sig til flugs frá Wahn-herstöðinni í Köln og var henni flogið til Incirlik-herflugvallarins í Tyrklandi, en hann er nærri sýrlensku landamær- unum. Framtíð Evrópu ræðst af vináttu ríkja Þýska þingið samþykkti síðastliðinn föstudag að sendir yrðu allt að 1.200 hermenn og orrustu- flugvélar til að taka þátt í alþjóðlegum hernaðar- aðgerðum gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Er þetta einkum gert til þess að sýna samstöðu með frönsku þjóðinni eftir hryðjuverkin í París 13. nóvember síðastliðinn. Torsten Albig, forsætisráðherra Slésvíkur- Holtsetalands, var viðstaddur er þýsku hermenn- irnir lögðu af stað áleiðis til Tyrklands. Hélt ráð- herrann stutta tölu af því tilefni og sagði hann meðal annars „framtíð Evrópu ráðast af vináttu“ Frakklands og Þýskalands. Fréttaveita AFP greinir frá því að áðurnefndar Tornado-vélar séu búnar afar fullkomnum eftir- litsbúnaði sem geri þeim kleift að taka njósna- og innrauðar myndir við erfiðustu veðurskilyrði. Myndirnar eru svo sendar til greiningar í raun- tíma á jörðu niðri og geta þær því nýst afar vel í baráttunni gegn vígasveitum Ríkis íslams. Þá hafa þýsk stjórnvöld einnig tilkynnt að til stendur að senda freigátu til Miðjarðarhafsins og verður hlutverk herskipsins að gæta öryggis franska flugvélamóðurskipsins Charles de Gaulle sem nú tekur þátt í hernaðaraðgerðum þaðan. Til þessa hafa Þjóðverjar ekki tekið ákvörðun um að beita flugher sínum í beinum hernaði, þ.e. að nýta vélar hans til loftárása, ólíkt Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Stjórnarherinn hörfar undan Ríki íslams Frá Sýrlandi berast nú fregnir af sigrum víga- manna, en þeim hefur nú tekist, eftir að hafa hrakið sveitir stjórnarhersins á flótta, að vinna aftur á sitt vald tvö mikilvæg landsvæði í miðhluta Sýrlands. Fram að þessu höfðu svæðin einungis verið í höndum stjórnarhersins í um tvær vikur. „Sýrlenski herinn dró sig í hlé í svæðum Ma- heen og Hawareen eftir árás Ríkis íslams,“ hefur fréttaveita AFP eftir Rami Abdel Rahman, sem fer fyrir mannréttindasamtökum þar í landi. Að sögn hans geisa nú harðir bardagar á milli stjórnarhersins og vígamanna í fjalllendi þar við. Skammt frá þessum átökum má finna bæinn Sadad þar sem flestir íbúar eru kristnir og hefur margsinnis verið barist um yfirhöndina þar. Íbúar bæjarins búa sig nú undir enn eitt áhlaupið af hálfu vígamanna Ríkis íslams og eru hermenn Sýrlandsstjórnar nú sagðir búa sig undir hugsan- legt brotthvarf þaðan. Fyrstu menn lagðir af stað  Þýska hernum nú beint gegn vígamönnum Ríkis íslams í Sýrlandi AFP Liðsauki Þýskir hermenn hlýða á yfirmann sinn skömmu áður en þeir lögðu af stað til Tyrklands. Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga ENJO fyrir jólahreingerninguna Tímasparnaður Engin kemísk efni Ódýrara Umhverfisvænt 6 x hreinna - betri þrif Vinnuvistvænt Minni vatnsnotkun Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, sími 555 1515, enjo.is • • • • • • •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.