Morgunblaðið - 11.12.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.12.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015 ✝ Þorsteinn Ing-ólfsson fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1950. Hann lést á Landspít- alanum 1. desem- ber 2015. Hann var sonur hjónanna Ástu Ingibjargar Þor- steinsdóttur, f. 9. ágúst 1926, d. 6. apríl 2012, og Ing- ólfs Guðmundssonar, f. 30. sept- ember 1916, d. 10. apríl 2004. Systkini Þorsteins eru Guð- mundur Örn, f. 1946, hans kona er Halla Hauksdóttir, f. 1946, Einar Axel, f. 26. apríl 1951, d. 29. september 1972, Haraldur Már, f. 1953, hans kona er Sofía B. Pétursdóttir, f. 1954, og Ást- ríður Helga, f. 1962, hennar Óli, f. 1979, í sambúð með Mo- niku Justynu Radowska, f. 1980, þeirra börn eru Ísak Óli Sig- urðsson, f. 2007, og Nína Sigurðardóttir, f. 2008. Börn Þorsteins með Guðnýju Bogadóttur eru: 4) Erla Björk, f. 1988, hennar eiginmaður er Baldur Már Helgason, f. 1984. 5) Einar Björn, f. 1991, í sambúð með Láru Leifsdóttur, f. 1993. Þorsteinn var í sambúð með Unu Bryngeirsdóttur, f. 1954, til ársins 2014. Synir hennar eru Gunnar, f. 1973, og Bryngeir, f. 1976, kvæntur Jóhönnu Arn- þórsdóttur, f. 1986, þeirra dæt- ur eru Lovísa Una, f. 2007, og Arney Stella, f. 2011. Þorsteinn lauk búfræðinámi frá Hvanneyri og stundaði nám við Vélskóla Íslands. Hann var til sjós um tíma, vann við olíu- hreinsun úr skipum, keyrði fyr- ir Ferðaþjónustu fatlaðra og stundaði leigubílaakstur alla tíð. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 11. des- ember 2015, klukkan 15. maður er Kristján Valsson, f. 1959. Þorsteinn kvæntist Pálínu Ernu Ólafsdóttur, f. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Halla Dröfn, f. 1974, í sambúð með Sigurjóni Þ. Guð- mundssyni, f. 1965, börn Höllu eru Erna Hörn Davíðs- dóttir, f. 1997, faðir Davíð Þór Valdimarsson, f. 1973, Hilmir Bjólfur Sigurjónsson, f. 2008, og Huginn Breki Sigurjónsson, f. 2011. 2) Ásta Ingibjörg, f. 1977, hennar eiginmaður er Róbert Grímur Grímsson, f. 1972, og eru synir þeirra Grímur Þór Ró- bertsson, f. 2000, og Grettir Þór Róbertsson, f. 2005. 3) Sigurður Að kveðja góðan vin er þyngra en tárum taki. Það er orðið ansi langt síðan að ég kynntist Steina, ætli það hafi ekki verið er ég byrjaði að aka leigubíl 1976. Það var bara þann- ig að allir þekktu Steina og Steini þekkti alla. Það hófst alvöru vin- skapur og samstarf okkar í milli er hann fékk fyrstu Caravelluna sína. Og eftir að hann hóf akstur fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík höfum verið svo að segja í daglegu sambandi og flesta daga oft á dag. Hann var afar vinsæll hjá farþegum ferða- þjónustunnar og er hans sárt saknað af þeim. Hér áður fyrr var hann í snatti fyrir Sparisjóð vél- stjóra og hélt hann enn sambandi við hluta af því fólki. Í hverjum mánuði í mörg ár var hann feng- inn í verkefni fyrir SÍBS er dreg- ið var í happdrættinu og einnig sá hann um fleiri verkefni fyrir það félag ásamt verkefnum fyrir Hjartaheill. Ég veit ekki hvað margar jeppaferðir við höfum farið saman í, en þær eru margar á mörgum árum. Þetta voru hans bestu stundir á seinni árum, að ferðast um okkar yndislega land gista í skálum, borða góðan mat, hlusta á og segja sögur. Steini var góður sögumaður og hafði gaman af að segja sögur. Hann var afar minnugur á gamla tíma, t.d. þegar hann var í sveit sem polli í Skagafirði, þvottastrákur hjá Norðurleið þar sem var víst margt brallað. En drengur var hann góður og mikill vinur vina sinna. Því fékk ég sko að kynnast. Síðast nú í sumar er ég var á leið norður í land og bíllinn minn bil- aði. Þá hringdi ég í Steina fyrstan af öllum og ekki stóð á svarinu „kem í hvelli“. Og hann kom og dró mig í bæinn. Fyrir nokkrum árum fórum við allmarga ferðir á jökla landsins en nú síðari ár höf- um við aðallega farið í haustferð- ir, oftast tvær ferðir á hverju hausti. Núna í haust fórum við tvær ferðir, fyrst eina dagsferð og síðan tveggja daga ferð í októ- ber. Í þeirri ferð vorum við Halli, bróðir Steina, farþegar. Hann ók sjálfur allan tímann sjálfur þessa rúma 1.000 km á rúmum sólar- hring sem þessi ferð tók. Þetta var því miður síðasta jeppaferðin okkar Steina í þessu lífi. Hann fór til Tenerife í febrúar á þessu ári með Karli Grant og Sollu. Við Helga drifum okkur líka og vor- um við í síðasta afmælinu hans er hann varð 65 ára. Honum leið alls ekki vel á þessum tíma, en hann lagaðist heldur er heim kom. Bílar skipuðu stóran sess í hans lífi. Hann byrjaði snemma þó ung- ur væri að aka traktorum og jeppum í sveitinni í Skagafirði. Hann gerði akstur að ævistarfi sínu og fannst ekkert skemmti- legra en að vera að aka. Hann var orðinn afar spenntur að fara að fá nýja Bensann sem hann var bú- inn að panta, en hann var rétt ókominn til landsins er ólánið reið yfir. Hann var búinn að eiga gamla Broncoinn hans pappa síns í mörg ár og hafði ekkert gert í honum afar lengi, en nú var sú uppgerð komin á allgóðan rek- spöl er hann féll frá. Ég vona að einhver góður taki við keflinu af honum og klári það verkefni, þó ekki sé það auðvelt. Ég votta börnum, barnabörn- um, systkinum og öðrum ástvin- um mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Minningin lifir um góðan vin. Steindór Björnsson. Við söknum hans Steina. Að eiga ekki lengur von á að fá hann í kaffi eða snatt eða spjall. Þá sagði hann okkur sögur af sjón- um eða af prakkarastrikum úr sveitinni fyrir norðan. Nú, eða þá talaði um bíla. Fornbíla, torfæru- bíla, sýningarnar í Bandaríkjun- um, jafnvel um leigubíla. Það var gott að sitja með Steina og spjalla og hlusta á smitandi hrossahlát- urinn hans sem hljómaði oft um húsið. Steini var góður félagi okkar og vinur og starfaði fyrir SÍBS af mikilli trúmennsku í áratugi. Hann var alltaf boðinn og búinn til að gera það sem gera þurfti fyrir okkur. Ekki bara í vinnunni heldur líka í skemmtiferðunum okkar vítt um land, þar sem hann var sjálfkjörinn bílstjóri, traustur og áreiðanlegur og góður ferða- félagi. Ef þurfti að fá skutl í flug til Keflavíkur eða akstur fyrir Hjartaheill út og suður var Steini alltaf boðinn og búinn. Oft er sagt að maður komi í manns stað og það er vafalaust rétt, að störfin verða unnin áfram. En í hug okkar og hjarta verður tómarúm að Steina gengnum sem verður vandfyllt. Hvíl í friði kæri vinur. Við vottum börnum hans og öðrum aðstandendum samúð okkar. Fyrir hönd starfsfólks í SÍBS- húsinu, Ásgeir Þór Árnason. Þorsteinn Ingólfsson ✝ Jónína Hall-dóra Einars- dóttir fæddist á Sæbóli, Ingjalds- sandi, 4. maí 1924. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 1. des- ember 2015. Foreldrar henn- ar voru Rósa- munda Guðný Jónsdóttir, f. á Sæ- bóli á Ingjaldssandi 1894, d. 1984 og Einar Guðmundsson, f. á Skarði í Lundarreykjadal 1882, d. 1966. Systkini Jónínu voru Sigríður Marín, f. 1921, d. 2011, Rósa, f. 1927, Jón Guð- mundur, f. 1931, d. 1931 og Sveinfríður Ragna, f. 1933. Jónína giftist Bjarna Ás- mundi Gíslasyni 5. júlí 1953, fæddur á Borg í Skötufirði 11. maí 1928. Börn þeirra Jónínu og Bjarna eru: 1. Rósamunda Gerður Bjarnadóttir, f. 29. júlí 1953. Maki: Skúli Skúlason, þau skildu. Börn: a) Jónína 1986. e) Jónína Sigríður, f. 1988. f) Sigtryggur Brynjar, f. 1990, 3. Gísli Jón, f. 29. apríl 1961, maki Guðbjörg Aðal- steinsdóttir, f. 1966. Börn þeirra: a) Elín Anna, f. 1988, sambýlismaður: Sigurberg Guð- brandsson, f. 1988. Barn þeirra: Guðbrandur Gísli, f. 2012. b) Íris Eva, f. 1992, sam- býlismaður: Mathieu Grettir Skúlason, f. 1993. Barn hennar: Eva Elírós, f. 2012. Jónína fæddist á Sæbóli en flutti síðar með foreldrum sín- um að Bakka í Dýrafirði. Jón- ína sótti barnaskóla í Dýrafirði en fór síðar í Hússtjórnarskól- ann í Hveragerði. Vann hún lengi vel á saumastofu í Reykjavík á sokkabandsárum sínum. Hún bjó ásamt Bjarna eiginmanni sínum í nokkur ár á Austfjörðum en þau fluttu eftir það aftur suður til Reykjavíkur og bjuggu þá lengst af í Hvassaleiti 157. Jón- ína tók þá að sér saumaskap og uppsetningu á púðum sem hún vann að heima. Síðustu starfsár Jónínu vann hún sem eldhústæknir í eldhúsi fyrir aldraða við Lönguhlíð, Reykja- vík. Útför Jónínu fer fram frá Grensáskirkju í dag, 11. desem- ber 2015, klukkan 11. Edda Skúladóttir, f. 1974, maki Einar Guðmannsson, f. 1971. Börn þeirra: Guðný Rós, f. 1995, og Sóley Ósk, f. 2000, Erla Dís, f. 2009. b) Ómar Rafn Skúlason, f. 1979. Börn hans: Katrín Hugljúf, f. 2008, Kristín Ósk, f. 2011, Pálína Margrét, f. 2013. c) Þórdís Anna, f. 1988. Sonur hennar: Daníel Máni, f. 2011. 2. Guðrún Hildur, f. 29. júlí 1953, maki Þorlákur Sigtryggsson, f. 1955, d. 2001. Börn: a) Bjarni Hall- dór Sigursteinsson, f. 1976, maki Sigrún Kristín Jónasdótt- ir, f. 1981. Börn þeirra: Hilmir Þór, f. 2009 og Eygló Ninna, f. 2011. b) Kristjana Þuríður, f. 1980, sambýlismaður Francesco Dotto, f. 1968. Barn þeirra: Vigdís Aurelia, f. 2013. c) Ein- ar Guðmundur, f. 1983, sam- býliskona Aldís Gunnarsdóttir, f. 1983. d) Magnús Jóhann, f. Það eru ekki nógu mörg orð til í heiminum sem geta lýst því hversu mikið ég sakna þín, elsku amma mín, en minning þín mun alltaf vera til staðar. Ég var vön að koma í heimsókn til þín til að spila rommí, við gátum spilað eins og okkur sýndist, við fengum aldrei nóg. Það var þó ekki auðvelt að vinna þig en það kom fyrir örfáum sinnum að mér tókst að vinna þig. Ég man ekki hversu oft ég fékk símhringingu frá þér um þennan bévítans síma sem blikkaði stans- laust og þú gast ekki lagað það, ég kom alltaf með bros á vör, tilbúin til að hjálpa þér. Þetta ljós kom alltaf þegar þú misstir af símtali. En sama hvað ég reyndi að út- skýra fyrir þér ástæðuna fyrir þessu ljósi þá fussaðirðu og sveiaðir yfir því og hélst að hann væri bara bilaður. Þær minningar sem ég hef um þig eru svo margar að ég kæmi þeim ekki öllum fyrir. Ég var svo heppin að geta kallað svona ynd- islega og góðhjartaða konu lang- ömmu mína. Tárin hætta ekki að streyma niður kinnarnar á mér þegar mér verður hugsað til þín, amma mín, og alls þess góða sem fylgdi þér, svo að ég er hætt að sjá. Svo ég held að þetta sé nóg, alla vega í bili. Þar til við sjáumst síðar ætla ég að kveðja þig, elsku engillinn minn. Þitt langömmubarn, Sóley Ósk. Elsku Ninna amma (langamma), ég sit uppi í rúmi með tárin í augunum og reyni að skrifa niður seinustu kveðjuna til þín en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Við áttum svo margar minningar saman, minningar sem munu aldrei gleymast. Öll þau skipti sem spilin voru tekin upp og við systur spiluðum við þig ólsen-ólsen eða veiðimann. Sama hvað við reyndum að vinna þig tókst okkur það sjaldnast. Það er okkur hulin ráðgáta enn í dag hvernig þú fórst að því að vinna okkur alltaf. Þú varst yndislegasta mann- eskja sem ég þekkti, vildir allt fyr- ir mann gera og hafðir endalausa trú á öllu sem maður tók sér fyrir hendur. Þrátt fyrir að hafa lítið heim- sótt þig seinasta árið sem þú varst inni á Eir kom ég ósjaldan til þín í Fróðengið. Sama hvað þú varst að gera þegar ég kom í heimsókn þá varstu ekki lengi að setja á borð allskyns kökur og kex fyrir mig. Við gátum setið heillengi og spjallað um daginn og veginn. Svo tókum við auðvitað dekurdagana okkar þar sem ég kom og litaði og plokkaði þig og gerði þig fína þar sem það gekk auðvitað ekki að vera andlitslaus. Meira að segja þegar þú varst veik uppi á spítala baðstu mig um að koma og laga augabrúnirnar þar sem það voru jú auðvitað myndarlegir læknar þarna og það væri alveg ómögu- legt að vera ekki með andlit þegar þeir kíktu til þín. Ég gæti haldið endalaust áfram að skrifa minningar um þig, elsku amma mín, en ég ætla að stoppa hér. Við rifjum upp restina saman þegar við hittumst aftur. Góða ferð, fallegi engill. Ég elska þig af öllu hjarta. Sjáumst síðar. Þitt langömmubarn, Guðný Rós. Jónína Halldóra Einarsdóttir Með kærleik og virðingu Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, BJÖRN J. GUÐMUNDSSON, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. . Margrét Björnsdóttir, Einar Hákonarson, Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Jón Axel Björnsson, Karen Sigurkarlsdóttir, Björn Jóhann Björnsson, Vilhelmína Einarsdóttir, Unnur Ýr Björnsdóttir, Magnús Bogason, afa- og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 3. desember síðastliðinn. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Blönduóskirkju eða Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi. Fyrir hönd aðstandenda, . Páll Kristinsson, Ása Bernharðsdóttir, Hjálmfríður Kristinsdóttir, Ólafur G. Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR KRISTÍN SUMARLIÐADÓTTIR, Hraunbæ 140, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 7. desember. . Sigurgeir Ernst, Birna Baldursdóttir, Viktoría Sigurgeirsdóttir, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir, Róbert Elí Jónsson, óskírð Jónsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, OLIVER KRISTÓFERSSON frá Háteigi, Akranesi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju 15. desember klukkan 14. . Steindór Oliversson, Inga Björg Sigurðardóttir, Helga Oliversdóttir, Pálmi Pálmason, Kristófer Oliversson, Svanfríður Jónsdóttir, Guðlaug Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.