Morgunblaðið - 11.12.2015, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ein skærasta poppstjarna heims, Justin Bieber,
heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi 9. sept-
ember á næsta ári og verða þeir hluti af tónleika-
ferð hans um heiminn sem heitir eftir nýjustu
plötu nans, Purpose. Bieber hefur notið ógnar-
vinsælda til fjölda ára og þá einkum meðal barna
og unglinga. Platan hefur verið
í fyrsta sæti vinsældalista í yfir
100 löndum á árinu og verða
tónleikar Bieber hér á landi
þeir fyrstu í ferð hans um Evr-
ópu.
19.000 miðar verða seldir á
tónleikana og segir í tilkynn-
ingu frá Senu, sem sér um
skipulag þeirra, að þeir verði
þeir umfangsmestu sem nokk-
urn tíma hafi verið haldnir á
landinu. Meðlimir aðdáenda-
klúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa
miða á tónleikana tveimur dögum áður en almenn
sala hefst. Sú forsala hefst á fimmtudaginn, 17.
desember, kl. 16 og forsala hér á landi hefst degi
áður en almenn miðasala, 18. desember kl. 10.
Fyrirkomulag miðasölu verður kynnt betur í dag
auk þess sem veittar verða upplýsingar um miða-
verð, verðsvæði og forsölu. Almenn miðasala
hefst kl. 10 laugardaginn 19. desember á vefnum
Tix.is.
„Aðdáunin og æðið í kringum nýjustu tónlist
Biebers er af áður óþekktri stærðargráðu og sýn-
ir engin merki um að fara þverrandi. Platan er að
mölbrjóta öll met í vinsældum um allan heim: hún
er í fyrsta sæti á vinsældalistum meira en 100
landa og hvert lagið á fætur öðru stekkur beint í
fyrsta sæti lagalista auk þess sem 17 lög af plöt-
unni sátu samtímis á Hot 100 listanum (og sló þar
með met Bítlanna og Drake) ásamt því að setja
nýtt met á Spotify þar sem hlustað var á plötuna
meira en 200 milljón sinnum fyrstu vikuna,“ segir
í tilkynningunni frá Senu.
Foreldrar ársins
Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu,
segir tónleikana hafa verið mjög lengi í undirbún-
ingi, þeir eigi sér langan aðdraganda. „Svo hrökk
allt í einu allt af stað fyrir nokkrum dögum. Það
er ekki meira en vika síðan við vorum alveg vissir
um að þetta væri að fara að gerast. Það var planið
að tilkynna þetta ekki fyrr en eftir jól en svo er
verið að tilkynna allar dagsetningar ferðarinnar í
dag og á morgun [ í gær og í dag, innsk. blm.] og
tónleikarnir fara allir í sölu fyrir jól. Þannig að
við vildum bara rífa okkur af stað og þeir úti líka
og fylgja hinum tónleikunum, vera á sama tíma í
sölu. Okkur finnst mjög gott að koma þessu í sölu
fyrir jól. Ef þetta er ekki jólagjöf ársins þá veit ég
ekki hvað,“ segir Ísleifur og hlær. Þeir foreldrar
sem nái að kaupa miða verði foreldrar ársins.
-Áttu von á að miðarnir seljist upp á tíu mín-
útum eða þar um bil?
„Ég býst við því, já.“
-Þarf ekki að styrkja miðasölukerfið?
„Jú, það verður stafræn biðröð. Þegar salan
hefst fara allir í biðröð og verður hleypt inn á síð-
una í skömmtum. Það tryggir að ekkert hrynji og
að ekki hægist á vefnum,“ segir Ísleifur.
Gagnrýnendur hrifnir
-Nú er þetta líklega vinsælasti poppari heims,
a.m.k. meðal yngstu kynslóðarinnar.
„Já, og málið er líka að nýja platan er virkilega
góð og fær góða dóma. Hann hefur öðlast virð-
ingu gagnrýnenda sem góður tónlistarmaður út á
þessa plötu,“ segir Ísleifur og bendir á að fjögur
eða fimm lög af plötunni sem hafi verið gefin út á
smáskífum hafi setið í efstu sætum vinsældalista
víða um heim. „Hann er að slá við Bítlunum,
Drake, mest spilaður á Spotify. Hann er að slá öll
met með þessari nýju plötu,“ segir Ísleifur.
-Líkt og með nafna hans, Justin Timberlake,
hljóta að fylgja honum einhver ósköp af tækja-
búnaði. Verður allur tónleikabúnaður landsins
nýttur til viðbótar við þann sem fluttur verður til
landsins með honum?
„Það er bara nákvæmlega þannig. Við munum
hreinsa upp allar græjur í landinu og svo koma
þeir með helling ofan á það, fleiri tonn af búnaði,“
segir Ísleifur og bætir því við að líklega verði um
100 manna föruneyti með Bieber.
„Algjör bilun“
Spurður út í öryggisgæslu á tónleikunum segir
Ísleifur að „allsvakalegt magn þurfi af bílum, bíl-
stjórum og öryggisvörðum“. „Þetta er algjör bil-
un,“ segir hann, léttur í bragði. Öryggisgæslan
verði enn meiri en á tónleikum Timberlake í
Kórnum. Einnig þurfi að sjá til þess að íbúar í ná-
grenni Kórsins verði ekki fyrir mikilli truflun.
Það hafi tekist með ágætum á tónleikum Timber-
lake í fyrra.
Bieber er 21 árs en hefur verið lengi að, gaf út
fyrstu plötuna, My World, árið 2009. Þá var hann
15 ára. Nú eru plöturnar orðnar fjórar og laga-
safnið orðið nokkuð vænt. Ísleifur segir að Bieber
muni bæði flytja lög af nýju plötunni og gamla
smelli. „Þetta verður svaka „show“, alveg trufl-
að,“ segir Ísleifur, fullur tilhlökkunar.
Bieber í Kórnum
Poppstjarnan Justin
Bieber heldur tónleika á
Íslandi næsta haust
AFP
Stjarna Justin Bieber er einn vinsælasti popptónlistarmaður heims. Hér sést hann í gusugangi á verð-
launahátíð Bandarísku tónlistarverðlaunanna, American Music Awards, 22. nóvember síðastliðinn.
Ísleifur
Þórhallsson
Poppdrottningin
Madonna hélt
óvænta tónleika
á Republique-
torginu í París
aðfaranótt
fimmtudags, til
minningar um
fórnarlömb
hryðjuverkanna
sem framin voru
í borginni 13.
nóvember sl. Meðal þeirra laga
sem Madonna söng var „Imagine“
eftir John Lennon og söng sonur
hennar David með henni og gít-
arleikarinn Monte Pittman lék
undir.
Madonna hélt
óvænta tónleika
Madonna með syni
sínum David.
The 33
Myndin fjallar um námuslys sem
varð í San José í Chile árið 2010
þegar allar útgönguleiðir lokuðust
og þrjátíu og þrír námumenn
komu sér í skjól í tvo mánuði. Út-
varpið var gagnslaust, sjúkrakass-
inn tómur og matarbirgðir litlar.
Mario Sepulveda gerðist leiðtogi
eftirlifendanna með það erfiða
verkefni að skammta matinn og
koma í veg fyrir uppþot innan
örvæntingarfulls hópsins. Seinna
meir tóku stjórnvöld Chile þá
ákvörðun að senda út hópa til að
koma þeim til bjargar og bora þá
út. Markmiðið var að ná þeim öll-
um út, en tíminn til stefnu reyndist
naumur.
Leikstjóri er Patricia Riggen. Í að-
alhlutverkum eru Antonio Bande-
ras, Rodrigo Santoro og Juliette
Binoche. Rotten Tomatoes: 42%
Love the Coopers
Hér er um að ræða rómantíska
jólagamanmynd, þar sem fjöldi
frægra leikara tekur þátt. Áhorf-
endur kynnast fjórum kynslóðum
Cooper-fjölskyldunnar. Þegar allir
eru samankomnir undir eitt þak í
tilefni jólanna fer allt á annan end-
ann þegar skyndilega bætast við
óboðnir gestir. Eftir því sem sirk-
usinn eykst byrjar fjölskyldan
smám saman að átta sig betur á til-
gangi hátíðanna. Leikstjóri mynd-
arinnar er Jessie Nelson og í helstu
hlutverkum eru Olivia Wilde, Am-
anda Seyfried og Marisa Tomei.
Rotten Tomatoes: 18%
Bíófrumsýningar
Námuslys og rómantík
Leiðtogi Banderas leikur Sepulveda sem gerist leiðtogi námuverkamanna.
THE 33 8,10:35
KRAMPUS 6,8
THE NIGHT BEFORE 10:10
HUNGER GAMES 4 5,8,10:45
GÓÐA RISAEÐLAN 5
HANASLAGUR 3:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á k
alkúninn