Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 17.01.1991, Blaðsíða 3
3 Fréttir Víkurfréttir 17 janúar 1991 Frá dælingu Brunavarna Suðurnesja upp úr Guðborginni. Veöurofsinn á sunnudagsmorgun: Dælt úr tveimur bát- um í Keflavíkurhöfn Vitni óskast Svartsengi: Fótbrotnaði í orkuverinu Maður fótbrotnaði í orkuveri Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi á þriðjudag í fyrri viku. Orsakir slyssins eru þær að maður hugðist setjast á borð. Ekki vildi betur til en svo að borðið sporðreystist og maðurinn féll í gólfið. Á borðinu voru stórar og þungar jámklippur og lentu þær á fæti mannsins með fyrr- greindum afleiðingum. Ekið á gang- andi veg- farendur Ekið var á tvo gangandi veg- farendur í síðustu viku. Á gang- brautarljósum í Njarðvík varð bam fyrir vörubifreið. Hlaut bamið áverka á höfði og fram- handlegg. Vörubifreiðn var van- búin til aksturs. Á galnamótum Grinda- víkurvegar og Reykjanesbrautar varð stúlka fyrir bifreið á laug- ardagsmorgun. Marðist hún á fæti. Annað slys varð einnig á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar, þegar öku- maður lítillar sendiferðabifreiðar missti stjóm á bílnum og hafnaði á Ijósastaur. Bíllinn er ntikið skemmdur og ökumaður og far- þegi vom fluttir á sjúkrahús með áverka á höfði og hálsi. Veðurofsinn sem gekk yfir suðvesturhomið á sunnu- dagsmorgun olli vandkvæðum við Leifsstöð og eins flæddi inn í nokkur hús í Keflavík. Við Keflavíkurhöfn varð þó mesta tjónið er sjór komst í lest eins báts og annar var nær sokkinn. Skömmu fyrir kl. 12 á hádegi slitnaði 10 tonna trébátur Guð- borg NS 36 í eigu ísness upp öðru megin og snérist þar með og hafnaði uppi í fjöru. Við það kom gat á lest bátsins og fylltist hún óðar af sjó. Gátu eigendur komið taug í bátinn og tengt við vörubíl, jafnframt sem Bruna- varnir Suðurnesja hófu að dæla upp úrhonum. Lagðist báturinn fljótlega á annað borðið, en í einu ólaginu fór hann yfir á hitl borðið og munaði þá litlu að það flæddi ofan f lest hans. Að lokum tókst að draga bát- inn yfir í hafnarkrókinn og þar var dælt úr honum og bátnum haldið á floti þar til hann var tekinn í slipp daginn eftir. Á sama tíma dældu starfsmenn BS einnig upp úr öðrum báti Hrólfi II RE 111, en sjórinn sem gekk yfir hafnargarðinn komst niður í lest hans. Ekið var á kyrrstæða bifreið á Mánagötu í Keflavík á ntánu- daginn, rnilli kl. 11 og 12. Ef einhverjir geta gefið upp- lýsingar um ákeyrsluna eru þeir beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Keflavík eða í sfma 14302. BARNAFATAVERSLUNIN AÞENA HAFNARGÖTU 27 - SÍMI 14994 Það borgar sig að lesa smáa letrið.. ..útsalan byrjaði í morgun í Fatadeild og Búsáhaldadeild. Komdu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.