Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 8
8
KIRKJA
Keflavíkurkirkja:
Sunnudagur 20. janúar: Bænadagur
að vetri.
Sunnudagaskóli kl. I I í umsjá Mál-
fríðar Jóhannsdóttur og Ragnars
Karlssonar. Munið skólabílinn og
verið með á nýja árinu.
Guðþjónusta kl. 14.
Kór Keflavíkurkirkju syngur, or-
ganisti og stjómandi Einar Öm
Einarsson. Bifreið fer að íbúðurn
eldri borgara við Suðurgötu kl.
13.30, þaðan að Hlévangi við Faxa-
braut og sömu leið til baka að lok-
inni guðþjónustu.
Sóknarprestur
Hvalsneskirkja:
Messa kl. 11. Altarisganga. Séra
GunnlaugurGarðarsson prédikar og
þjónar fyrir altari.
Sóknarprestur
Grindavíkurkirkja:
Sunnudagskóli kl. 11. Bamakórinn
syngur, böm úr Tónlistaskóla
Grindavíkur spila á ýmis hljóðfæri.
Sóknarprestur
Innri Njarðvíkurkirkja:
Fjölskylduguðþjónusta kl. 11
Porvaldur Karl Helgason
Ytri Njarðvíkurkirkja:
Bamastarf kl. II.
Þorvaldur Karl Helgason
Alltaf á fimmtu-
dögum.
Víkurfréttir
grín ■ gagnrýni 1»^. • va nq a ve It u r ■
Ij 1 ^ ^ • urasjon: emil pall.*4 kJ X— !
Útgáfumet
slegiö.....
Síðasta ár var ekki aðeins af-
mælisár Víkurfrétta. heldur var
það ár einnig stærsta árið í útgáfu
fyrirtækisins. Aldrei hafa fleiri
blaðsíður verið gefnar út en það
ár. Aður hafði mesta útgáfa farið
fram 1987, er gefin voru út tvö
tölublöð í viku yfir vetrar-
mánuðina. Það árið voru alls
gefnar út 1166 blaðsíður. í fyrra
voru gefnar út 1164 blaðsíður af
Víkurfrétlum og 176 blaðsíður af
Reykjanesi, undir stjóm Víkur-
frétta, samtals voru því gefnar út
1340 blaðsíður, auk útgáfu í
fortni Kaupfélagsblaðsins og
annarrar útgáfu, sem staðið var
að.
.....og fariö á
spjöid sögunnar
Nú um áramótin gerðist sfðan
annar atburður sem ekki er síður
markverðari. Þar kom við sögu
myndsendir eða póstfaxiö eins og
sumir vilja nefna það undratæki.
Með þessu tæki fékk Kefl-
víkingur einn að nafni Knútur
Höiriis, Víkurfréttir sendar til sín
á hótel á Kanarícyjum. Var hann
búinn að fá blaðið til sín á út-
gáfudegi hér heima, meira segja
á undan sumum hér á klakanum
kalda. Gerðist þetta 20. desember
s.l. og var aftur endurtekið er
fyrsta tölublað þessa árs kom út,
en þá voru viðtakendur Mola-
höfundur og Zakarias Hjartarson
sem sjást á meðfylgjandi mynd
með blaðið á milli sín. Ekki er
vitað til þess að blað héðan hafi
áður verið sent í heild sinni út í
heim áður með þessum hætti.
Hryöjuverki í
Helguvík?........
I síðustu viku kom upp eldur f
gámi í Helguvík, eins og greint er
frá annarsstaðar í blaðinu í dag. I
kjölfar eldsins kom upp taugatitr-
ingur meðal Bandaríkjamanna,
lÁutfn'ftir
Molahófundur t.v. og Zakarías Hjartarson ineð Víkurfréttir í
suðrænni sól.
JÓIKLÖRU
leikur fyrir matargesti Ijúfa
dinnertónlist föstudags- og
laugardagskvöld og fyrir
dansi á barnum.
Eigið góða helgi hjá okkurl
Sími15222
Víkurfréttir
17. jan. 1991
hvort hér gætu verið á ferð hugs-
anleg hryðjuverk t.d. vegna
Persaflóadeilunnar. Er vitað um
að yfirvöld á Vellinum höfðu
miklar áhyggjur at' þeim málum.
.....eöa almennur
taugatitringur?
Strax í síðustu viku fór að bera
á taugatitringi vegna Persaflóa-
deilunnar. Voru það einkum
Bandaríkjantenn á Vellinum,
starfsmenn þeirra og yfirvöld í
Leifsstöð sem höfðu þennan ótta.
Fór það ekki milli mála, enda
kannski mjög skiljanlegt. Fór
m.a. að leka út sú frásögn að Is-
lendingum yrði meinaður að-
gangur að Vellinum, kæmi til
átaka þarna niður frá.
Eldeyjar hvaö?
Menn velta því nú fyrir sér
hvaða nafn verði sett á hið ný-
keypta skip Eldeyjar h.f. Dal-
borgina EA. Hafa gárungarnir
nefnt nöfn eins og Eldeyjarbanki,
Eldeyjardrangur. Eldeyjarsúla
eða Eldeyjarröst. Þó eru til þeir
sem vilja kalla skipið Eldeyjar-
Jón f höfuðið á Jóni Norðfjörð
eða Eldeyjar-Örn í höfuðið á
hinum duglega framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins Erni Trausta-
syni.
Eurosport í
Coax-kerfið
Coax-kerfið í Njarðvík sem sér
um „útsendingar" Stöðvar 2 til
margra Njarðvíkinga hefur bætt
við þjónustu sína. Coax býður nú
viðskiptavinum sínum upp á
Eurosport íþróttarásina en hún er
send út frá Astra gerfihnettinum.
Þetta er hvalreki á fjörur
íþróttaáhugamanna sem eru
margir í Njarðvík því á Eurosport
er sýnt íþróttaefni frá snemma
morguns til miðnættis.
Víöismenn slappir
Eins og fram kemur á
íþróttasíðu „töpuðu'' Kell-
víkingar 250 þúsund krónum er
þeim tókst ekki að verða í einum
af et'stu þremur sætunum í Is-
landsmótinu í innanhússknatt-
spyrnu um síðustu helgi. Þessari
upphæð söfnuðu leikmenn liðsins
í áheitaformi, dagana fyrir
keppnina. Þegar fjáröflunin var í
bígerð höfðu Keflvíkingar sam-
band við Víðismenn hvort þeir
væru ekki til í sameiginlega á-
heitasöfnun, sem kæmi báðum
liðum til góða. Ekki náðist sant-
staða hjá Garðmönnum um þetta
verkefni en annað var uppi á ten-
ingnum hjá leikmönnum IBK. því
25 þeirra tóku sig til og söfnuðu
fyrrnefndri upphæð á tveimur
dögum...
Heppnir Aöal-
sföövarmenn
Við höfum stundum sagt frá
því þegar Suðurnesjamenn hafa
dottið í „Lottó-pottinn". Um síð-
ustu helgi lóku nokkrir þeirra sig
saman og „lottuðu" fyrir dágóða
upphæð. Því er skemmst frá að
segja að þeir höt'ðu heppnina með
sér Aðalstöðvarmenn og unnu
góða upphæð á 5 rétta....
12777
ER FAXNÚMERIÐ
OKKAR
VÍKURFRÉTTIR
Tónlistarskólinn í Keflavík
Námskeið
TVl\ á næstunni
Vinnukonugrip á gítar, leiöbeinandi Kjartan
Már Kjartansson.
Hljómborðsleikur og nótnalestur, leiöbein-
andi Steinar Guömundsson.
Raddbeiting og einsöngur, leiðbeinandi Hlíf
Káradóttir o.fl.
Tölvur og tónlist, leiöbeinandi Ari Daníels-
son.
Innritun fer fram í Tónlistarskólanum í
Keflavík laugardaginn 19. janúar n.k. kl.
10.00-14.00 eöa í símum 11153 og 11119
á sama tíma. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður.
Sjá nánar grein annars staöar í blaöinu.
Skólastjóri
Útsala í Dropanum