Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 17.01.1991, Qupperneq 18
18 Þakkir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður og bróður Þorsteins Eiríkssonar Borgarvegi 11 Ytri Njarðvík Hanna Hersveinsdóttir Árný Þorsteinsdóttir Sigurður Sigurðsson Margrét Þorsteinsdóttir Þóra Guðmundsdóttir Ævar R. Kvaran yngri Gyða Eiríksdóttir Meinert Nílssen Sigurður Eíríksson Ása Ásmundsdóttir Almennar kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefnd Gerðahrepps óskar eftir umsóknum um tvær almennar kaup- leiguíbúðir. Ibúðir þessar eru að Heiðartúni 4, Garði. Allar nánari upplýsingar gefa Jón Hjálm- arsson, formaður húsnæðisnefndar, sími 27050 og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, sími 27150. Umsóknarfrestur er til 5. feb. 1991. Þeir sem eiga eldri umsóknir staðfesti þær. Húsnæðisnefnd Gerðahrepps. Stjórnarkreppu í Grindavík lokið Stjóm sú sem fyrir skemmstu var kosin hjá Knattspyrnudeiid U.M.F.G. hefur nú skipt með sér störfum og þar með ætti stjórn- arkreppu deildarinnar að vera lokið. Skiptu menn þannig með sér störfum: Formaður: Gunnar Vil- bergsson. Varafonnaður: Svavar Sigurðsson. Gjaldkeri: Jón Guð- mundsson. Ritari: Pétur Pálsson og meðstjómendur: Jónas Þór- hallsson, Ragnar Ragnarsson og Jón Þór Hallgrímsson. Ekki reyndist auð'velt að fá nýjan formann. Að endingu á- kvað fráfarandi formaður að vera eitt ár enn. Því er ekki þannig farið að menn sækist cftir því að gegna formannsembættinu, enda ærin vinna. Þeir sem hal'a hvatt til þess að formaður segði af sér, ættu að gefa þessu örlítinn gaum. íþróttir Víkurfréttir 17 janúar1991 Stjórn GS 1991: F.v. Jóhann Bcncdiktsson og Gísli Torfason í varastjórn, Jón Olafur Jónsson, Sigurður Jónsson, Jón Pálnii Skarphéðinsson, Hjörtur Kristjánsson, Ásta Pálsdóttir og Sig- urður Albertsson. ljósm. pket. Púttsalurinn í Röst: Keppt um Rastarskjöld- inn um helgina Fyrsta stórpúttmótið verður í nýja púttsalnum í Röstinni unt helgina og verður þá keppt um „Rastarskjöldinn". Þátt- tökurétt hafa karlar 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri. Keppni hefst kl. 13 báða dag- ana. Á laugardaginn fer fram 36 holu undankeppni og á sunnu- dag fara fram úrslit og þá leik- in holukeppni. Aöalfundur Golfklúbbs Suöurnesja: Tveggja milljóna króna hagnaður hjá GS -Jón Pálmi Skarphéöinsson, endurkjörinn formaöur „Það má segja að við séum á guiu ljósi. Það þýðir ekki að nú skuli halda veislu, vegna þess að þetta gula ljós á eftir að loga næstu tvö árin“ sagði Jón Pálrni Skarphéðinsson, formaður Golf- klúbbs Suðurnesja á aðalfundi félagsins í golfskálanum sl. sunnudag. Nýtt æfingasvæöi og fleira Fram kom á fundinum að starfsemi klúbbsins gekk vel á síðasta ári. Tæplega tveggja milljón króna hagnaður varð af rekstri klúbbsins sem var not- aður til að greiða niður skuldir. Ekki voru neinar stór- framkvæmdir á síðasta ári. Markverðast var að byrjað var á nýju æfingasvæði fyrir ofan veg og má búast við að þarna verði um talsvert mannvirki að ræða þegar því verður lokið. Þá voru holræsamál löguð og boraðar tvær nýjar borholur fyrir vatni. Verða holurnar fóðraðar og ætti þannig kostnaður við vatnsöflun að lækka verulega. Félagar í Golfklúbbi Suður- nesja eru nú 311. Árgjöld eru hin sömu og voru síðastliðið ár, í anda þjóðarsáttar. Góöur árangur Félagar í G.S. náðu góðum árangri í keppnum á liðnu ári. Hæst ber þar auðvitað árangur Karenar Sævarsdóttur. Hún varð klúbbmeistari kvenna hjá G.S. , Islandsmeistari í stúlknaflokki og Islandsmeistari í meistara- flokki kvenna. Þá náði hún frá- bærum árangri á Norður- landamótinu en þar varð hún í 3.sæti. En G.S. eignaðist fleiri meistara. Davíð Jónsson varð íslandsmeistari í piltaflokki og þá átti klúbburinn þrjá efstu menn í Öldungameistaramóti Islands. Sigurvegari varð Sig- urður Albertsson. Staöarhaldari og nýr golfkennari Ráðinn hefur verið nýr golf- kennari sem tekur til starfa 1. febrúar. Hann heitir Phillip Hunter og hefur starfað hjá GR sl. 3 ár. Phillip mun byrja með innigolfskóla í garnla húsnæði Ramma í Njarðvík við Bakka- stíg 1. febrúar. Þá hefur klúbburinn ráðið Sigurð Herbertsson sem verk- legan staðarhaldara. Hann mun liafa umsjón með hirðingu á vellinum og öðruni eignum klúbbsins. Jón Pálmi áfram formaöur Jón Pálnti var endurkjörinn formaður klúbbsins. Með honum í stjóm eru: Hjörtur Kristjánsson, Sigurður Jónsson, Ásta Pálsdóttir, Sigurður Al- bertsson, Jón Ólafur Jónsson og Einar Aðalbjörnsson. Mikill áhugi Mikill áltugi er í golf- klúbbnum. Á síðasta ári voru mót mjög vel sótt og fjöldi með- lima fjölgar jafnt og þétt. Á milli 60 og 70 manns rnættu á aðal- fundinn sem er mesti fjöldi sem vitað er til. Helstu verkefni sumarsins má nefna Evrópumeistaramót öld- unga í ágúst en það fer fram í Leiru og í Grafarholti. Fyrsta mótið í staðlaðri skammbyssukeppni Þann 12. desember s.l. fór fram fyrsta innanfélagsmótið í staðlaðri skammbyssukeppni hjá Skotfélagi Keflavíkur og nágrennis. Mótið var haldið í gamla Rammahúsinu í Njarðvík og alls mættu sex keppendur. Mótið tókst í alla staði vel og voru úrslit sem hér segir: 1. Haukur Sigurðsson- 495 stig 2. Hannes H. Gilbert 420 stig 3. Sveinbjörn Guðmunds- son 359 stig Til fróðleiks þá fer stöðluð skammbyssukeppni þannig fram að skotið er 60 skotum í þrentur áföngum. Sá fyrsti fer þannig fram að menn skjóta fjórum sinnum á 150 sekúndum og svo er fimm skotum, skotið á 20 sekúndum, fjórum sinnum og loks er fimm skotum, skotið á 10 sekúndum, fjórum sinn- um. Mikill áhugi hefur verið fyrir skotíþróttinni í vetur og margir nýir menn bæst í hópinn á inni- æfingum hjá okkur. En nú er útlitið ekki gott fyrir skot- íþróttamenn á Suðurnesjum því okkur hefur verið sagt upp því húsnæði sem við höfum haft til þessa og gert að tjarlægja allt okkar dót út úr Ramma. Við erum í mikilli þakkarskuld við eigendur Ramma sem hafa leyft okkur að stunda okkar íþrótt um nokkurra ára skeið án end- urgjalds og sérstaklega ber að þakka Einari Guðbergi, alla þá velvild sem hann hefur sýnt okkur. Það stóð til að Skotfélagið fengi æfingaraðstöðu í nýju Sundmiðstöðinni, en nú virðist einhver afturkippur vera kom- inn í það mál. Svo virðist að einhverjir telji okkar starfsemi ekki æskilega þarna innan veggja. Það er skrýtið að hægt L-4C-XS' Þátttakcndur í fyrsta innanfélagsmóti í staðlaðri skanim- byssukeppni hjá Skotfélagi Ketlavíkur og nágrennis. sé að úthluta okkur sal í þessu nýja íþróttamannvirki og svo þegar við ætlum að fara að inn- rétta þann sal og setja okkar búnað í hann, að þá skuli allt sigla í strand. Þau leyfi sem við fengum hafa verið tekin til endurskoðunar hjá bæjarráði eftir að íþróttaráð og bæj- arstjóm höfðu samþykkt að veita okkur þessa aðstöðu. Ég vona að íþróttaráð og bæj- arstjórn haldi sig við að leyfa okkur að fá þennan sal til um- ráða. Það er ansi hart ef við þurfum að leita að náðir annarra skot- félaga með okkar æfingar. Ég vona að úr þessum málum rætist sem fyrst. IVTeð fyrirfram þökk Hannes H. Gilbert.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.