Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 17.01.1991, Blaðsíða 9
Fréttir Guðfinna Steins- dóttir ÁR í Garðinn -Stjörnutindur tekinn á leigu Útgerðarfyrirtækið Njáll hf. í Garði hefur fest kaup á 127 tonna stálskipi, smíðuðu á Seyðisfirði 1978. Heitir skipið Guðfinna Steinsdóttir ÁR. Fær skipið einkennisstafina GK 101 þegar Garðmenn taka við því í þessari viku, en leynd hefur hvflt yfir nafni bátsins. Vonin If GK 136, sem er í eigu Njáls hf., hefur verið tekin til úreldingar og er nú komin í slipp í Njarðvík. Sama útgerð hefur tekið á leigu Stjömutind frá Djúpavogi og gerir því út fjóra báta um þessar mundir. Fjórði báturinn er Baldur GK 97, sem Njáll hf. á einnig. Skipið Stjörnutindur frá Djúpavogi við bryggju í Sandgerði, en Njáll hf. í Garði hefur skipið á leigu og gerir út fjóra báta. Ljósm.:hbb Hafsteinn situr áfram í íþróttaráði með skilyrðum Félagsmálaráðuneytið hefur veitt álit sitt um kjörgengi Haf- steins Guðmundssonar for- stöðumanns Sundhallar og Sundmiðstöðvar Keflavíkur- bæjar í íþróttaráði Keflavíkur. En sem kunnugt er óskuðu full- trúar meirihlutans eftir áliti ráðuneytisins í kjölfar kjöri minnihlutans á honum í ráðið. Taldi meirihlutinn að um hags- munaárekstra gæti verið að ræða þar sem ráðið hefði yfir- stjóm viðkomandi stofnana til meðferðar. Hefur meirihluti bæjar- stjómar Keflavíkur fallist á það álit ráðuneytisins að Hafsteinn víki af fundum þegar fjallað er um þær stofnanir sem hann veiti forstöðu, en setji að öðru leiti í ráðinu. Er tillaga þess efnis kom til afgreiðslu á fundir bæjar- stjómar Keflavíkur í síðustu viku sátu fulltrúar minnihlutans hjá, en tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum meiri- hlutans. VÍkurfróttir 17 janúar1991 Skrifstofu- og ritaraskólinn á Suðurnesjum Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur í samvinnu við Stjómunarfélag íslands hf. starfrækt skrifstofu og ritaraskólann frá seinni hluta janúar s.l. ár, og út- skrifuðust þann 9. des. s.l. fyrstu 19 nemendurnir. Þann 21. janúar n.k. hefst nýtt námstímabil í almennum skrif- stofustörfum. Þeir nemendur, sem höfðu sótt um áður auglýsta haustönn, vinsamlega staðfestið umsóknirnar að nýju. Allar upplýsingar um námsefni, náms- tíma, kostnað og fleira eru veittar af Halldóri Hermannssyni í síma 92- 14027 eða á skrifstofu félagsins, Hafn- argötu 90, Keflavík. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf. Rammi hf í Njarðvík: Sameinaður hafn firsku fyrirtæki? Hugmyndir eru uppi um að sameina hurða- og glugga- verksmiðjuna Ramma í Njarð- vík og Trésmiðju BÓ í Hafn- arfirði. Hafa viðræður staðið yfir að undanfömu. Staðfesti Einar Guðberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. að viðræður hefðu átt sér stað. Eins og kunnugt er þá er Rammi eitt þekktasta fyrir- tækið hér á landi í smíði glugga og hurða. Trésmiðja BÓ er einnig þekkt á sínu sviði, fyrir smíði á hurðurn, gluggum, auk framleiðslu á listum, s.s. gólf- listum og kverklistum. TILKYNNING Nesgarður í Keflavík er hættur sem umboðsaðili Flugleiða hf. Vinsamlegast hafið samband við söluskrifstofu Flugleiða hf. í Leifstöð. FLUGLEIÐIR fií Leifsstöð, sími 50200

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.