Víkurfréttir - 17.01.1991, Blaðsíða 20
JHf T STÆRSTA FRÉTTA-QG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUDURNESJUM
Vikuríréttir
Fimmtudagur 17. janúar 1991
Auglýsingasímarnir eru 14717
og 15717. FAXnúmer blaðsins
er 12777.
• DAGVEXTIR • YFIRDRÁ TTA RHEIMIL D
• LAUNAREIKNINGUR • LAUNALÁN
Flugstöð Leifs
Eiríkssonar:
ÞRETTÁN
VINDSTIG
MÆLDUST
Það gekk mikið á við Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar aðfara-
nótt sl. sunnudags er kröpp
lægð gekk yfir suðvesturhom-
ið.
I mestu vindhviðunum er
gengu yfir mældist vindhraði
allt að 70 hnútar. sem er um
þrettán vindstig. Starfsmenn
áttu erfitt með að hemja tæki og
sjálfa sig. Ekki var hægt að af-
greiða flugvélar, þar sem ekki
var talið þorandi að opna lest-
arlúgur þeirra sökum veðurs.
Sprenging varð við olíutank í Helguvík fyrir síðustu helgi. Mikil spenna ríkir á Keflavík-
urflugvelli vegna ástandsins við Persaflóa og vildu menn ganga úr skugga um að hér væri ekki
um hryðjuverk að ræða. Svo reyndist ekki vera og slökkvistarf gekk vel. - Sjá nánar á blaðsíðum
2 og 8. ljósm.:hbb
Snögg og rétt viöbrögö réöu úrslitum:
Giftusamleg
björgun úr eldi
Á baksíðu síðasta tölublaðs
var greint frá kertaskreytingu
sem brann til kaldra kola í
íbúð við Ásabraut í Keflavík
á dögunum. Einnig var greint
frá að þrennt hafi verið statt í
íbúðinni er atburðurinn kom
upp og verið sofandi. Ekki
var nánar greint frá fólkinu.
Nú hefur hins vegar komið
í Ijós að þama vann tuttugu og
tveggja ára gömul stúlka
giftusamlega björgun. En
vegna hógværðar hennar vildi
hún ekki koma fram í viðtali
eða láta nafn síns getið.
Var hún gestkomandi í
húsinu og vaknaði við mik-
inn reyk, reyndi hún þegar að
vekja stúlku er svaf í sama
herbergi en gat það ekki og
tók þá til þess ráðs að draga
hana út undir bert loft. Fór
hún síðan aðra ferð inn og nú
i' herbergi þar sem karlmaður
svaf og þegar ekki tókst
heldur að vekja hann greip
hún til hins sama og dró hann
út. Þá fór hún inn á ný og nú
tókst henni að finna slökkvi-
tæki og slökkva þá elda sem
loguðu í íbúðinni.
Að þessu loknu kallaði
hún til slökkvilið og lögreglu.
Er það talið fullvíst að snögg
og rétt viðbrögð hennar hafi
bjargað því fólki sem svaf í
íbúðinni og varð nánast ekk-
ert meint af eldsvoðanum.
RESTAURANT
i0i
Fyrsta flokks veitingasalur,
ekki bara fyrir hótelgesti
- heldur líka fyrir þig!
SlMI 92-15 222
FISG HöliL
LESIÐ
UPPTIL
AGNA!
VÍKURFRÉTTIR
Símar 14717 og 15717
Hermaður krafði blaðamann
um skilríki utan girðingar
-Ijósmyndara meinaö
aö koma nálægt
varöskýli lögreglu
Mikill viðbúnaður hefur ver-
ið í Grænáshliði og aðalhliði
undanfama daga að ótta við
hryðjuverkamenn. Hafa allir
þurft að framvísa passa og gera
grein fyrir ferðum sínum til að
komast inn á völlinn.
Ljósmyndara blaðsins var
ekki vel tekið í aðalhliðinu á
þriðjudagsmorgun. Þar meinaði
íslenskur lögregluþjónn honum
að koma nálægt varðskýli lög-
reglunnar og vísaði frá á rudda-
legan hátt. Jafnframt krafði
bandarískur hermaður ljós-
myndarann um skilriki utan
girðingar og • spurði til hvers
ljósmyndarinn væri þama á
ferð.
Er þetta lýsandi dæmi fyrir þá
taugaspennu sem ríkir á Kefla-
víkurflugvelli.
STÆKKUN
- fylgir hverri
framköllun
KlTrKlŒmtFCsXLlX
I_____________I
Halnargötu 52 - Simi 14290
Hermaður kannar hvort nokkuð
óeðlilegt eigi sér stað í bíl á leið
inn á Keflavíkurflugvöll.
Ijósm.:hbb
SPÓNPARKET
ÁALLT
HÚSiÐ...
Hrúts-
pungar
sívinsælir
-segir Axel Jóns-
son veitinga-
maöur um þorra-
mat, en nú eru
aðeins átta dagar
þar til þorri byrjar
Undirbúningur fyrir
komu þorrans og þorrablót
er honum fylgja er nú í há-
marki. Þegar hafa þorrablót
farið fram og næstu daga
má búast við að kæliborð
verslana fyllist af Ijúffengu
súrmeti eða þorramat.
Axel Jónsson, veitinga-
maður. hefur í þrettán ár
lagt í súr og engin breyting
er þar á núna. Það var í okt-
óber í fyrra sem afurðimar
voru settar í sýru og segir
Axel að súrmaturinn hafi
ailtaf þótt góður, en hann
hafi aldrei verið eins góður
og núna.
Hrútspungamir og lunda-
baggamir eru vinsælir hjá
fólki, segir Axel, og einnig
njóta sfldarréttir mikilla
vinsælda. Hákarlinn stendur
alitaf fyrir sfnu en hvalurinn
er ófáanlegur - eða hvað? Þá
njóta soðkökur og saltkjöt
alltaf vinsælda. Axel hefur
upp á að bjóða 25 tegundir,
en allur matur frá honum er
afgreiddur í trogum.
Axel lætur sérekki nægja
að halda þorrablót hér á
Suðumesjum, því á næstu
dögum teggur hann land
undir fót og heldur keflvískt
þorrablót hjá íslendingum í
Stuttgart í Þýskalandi og er
þetta þriðja árið sem Axel
fer þangað til veisluhalda á
þessum árstíma.
Hrútspungar <>j» hákarlar,
viö hcimamenn gæla.
Hryöjuverk og herkarlar,
Hussein er meö stæla.