Víkurfréttir - 08.05.1991, Blaðsíða 1
Vogar hf. kaupa Sjöstjörnuhúsiö
Gengið hefur verið frá
kaupum Voga hf. í Vogum á
frystihúsi þrotabús Sjö-
stjömunnar h.f. í Njarðvík.
Keypti fyrirtækið frystihúsa-
hlutann og skrifstofubygg-
inguna af Höfninni Keflavík-
Njarðvík á 60 milljónir
króna.
Tók fyrirtækið við húsinu
þann 1. maí sl. Vogar hf. hef-
ur sem kunnugt er rekið fisk-
verkun í Vogum, auk þess
sem Fiskverkun Garðars
Magnússonar h.f. í Njarðvík
sameinaðist fyrirtækinu urn
áramót. Eru aðaleigendur
Voga h.f. feðgaiTiir Garðar
Magnússon og Sigurður
Garðarsson og fjölskyldur
þeina.
Að sögn Péturs Jóhanns-
sonar hat'narstjóra Hafn-
arinnar Keflavík-Njarðvík, er
Sjöstjörnueignin þar með öll
komin í hendur nýn'a eigenda,
en skemmumar fyrir neðan
frystihúsið mun Höfnin leigja
til Fiskmarkaðar Suðurnesja,
auk þess sem þar verður að-
staða fyrir hafnarverði í
Njarðvík.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Suðunesjamenn að jöfnu
við aðra landshluta
Á fundi stjómar Sambands
sveitarfélaga á Suðumesjum
fyrir alþingiskosningar var til
umræðu fulltrúaráðsfundur
Santbands íslenskra sveit-
arfélaga.
I framhaldi af umræðum
unt fundinn var rætt um hlut
Suðumesjamanna í nefndum
og ráðunr á vegum Sambands
ísl. sveitarfélaga, Alþingi og
ráðuneytum. Samþykkti
stjóm SSS að senda öllum
þingflokkum bréf að af-
loknum Alþingiskosning-
unum 20. apríl sl.
I bréfinu kom fram ósk um
að Suðumesjamenn verði til-
nefndir í hinar ýmsu nefndir
og ráð til jafns við aðra
landshluta. Einnig var sam-
þykkt að senda stjórn Sam-
bands ísl. sveitarfélaga sam-
hljóða bréf.
Frá krvningu Fegurðardrottningar íslands á Hótel íslandi. Lengst til vinstri er Sigrún Eva
Kristinsdóttir og Telma Birgisdóttir beint fyrir aftan hana. Það er síðan Sigríður Asta Ein-
arsdóttir sem krýnir Svövu Haraldsdóttur, Fegurðardrottningu Islands 1991.
Ljósm. Morgunblaðið KGA.
STÆRSTA FRETTA- OG AUGLYSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM
LANDSB'OKASAFK
safnahdsinu
hverfisgötu
101 REYKJAV
19. tölublað 12. árgangur
Miðvikudagur 8. maí 1991
AUGLÝSINGAR • RITSTJÓRN • AFGREIÐSLA • ® 14717,15717 • FAX^ 12777
Leikskólagjöld í Njarðvík:
IBUUM MISMUNAD
EFTIR BÚSETU
- Bæjaryfirvöld endurgreiða gjöldin á Holti, en ekki á Gimli
□ æjarráð Njarðvíkur
hefur tekið af skar-
ið og hafnað því að
sami afsláttur sé
veittur fyrir böm á leik-
skólanum Gim li og er á
leikskólanum Holti. Höfðu
foreldrar bama á Gimli óskað
eftir því að bæjarfélagið
greiddu mismuninn, en bæj-
aryfirvöld óskuðu eftir því að
mismunurinn yrði greiddur af
þeim einkaaðila sem rekstur
leikskólann.
Þegar rekstraraðilinn treysti
sér ekki til að verða við erindinu
ákvað bæjarráðið að hafna því.
I framhaldi af höfnun ráðsins
birtust bókanir bæði frá meiri-
hlutanum og minnihluta bæj-
arstjómar Njarðvíkur á fundi í
bæjarráði. Þessum bókunum
og fleira um málið er gert
nánari skil á blaðsíðu 17 í
blaðinu í dag.
Stóð til að taka málið til
endanlegrar afgreiðslu á
fundi bæjarstjómar Njarð-
víkur síðdegis í gær. En þar
sem blaðið var farið í prentun
áður en sá fundur hófst, bíða
nánari fréttir af málinu þar til
síðar.
IÞROTTAHUSINNAN ÞRIGGJA ARA
Gerðahreppur mun í byrjun
næsta árs opna útboð í bygg-
ingu íþróttahúss og sund-
laugar í byggðarlaginu. Er nú
verið að vinna að gerð teikn-
inga. Samkvæmt áætlun
Gerðahrepps skal verkinu
vera lokið á innan við þremur
árum frá því að verktaki hefur
framkvæmdir, sem verður í
mars á næsta ári.
Mjög aðkallandi er að
byggingu þessara mannvirkja
verði lokið á sem skemmstum
tíma, þar sem sú þjónusta sem
þama fer fram stendur byggð-
arlaginu fyrir þrifum hvað
varðar fjölgun íbúa. Þessu
stórverkefni Gerðahrepps er
gert betri skil inni í blaðinu í
dag og þar eru jafnframt
teikningar að mannvirkinu.
Feguröarsamkeppni Islands:
FRABÆR ARANGUR!
- sjá viötöl við Sigrúnu Evu, Telmu
og Ágústu Jónsdóttur í miðopnu