Víkurfréttir - 08.05.1991, Qupperneq 4
4
Gerðahreppur ræðst í stórframkvæmdir í byrjun næsta árs:
Víkurfróttir
8. maí 1991
Byggingu íþróttahúss og sund-
laugar lokiö á þremur ánim
I byrjun næsta árs verður boðin
út á vegum Gerðahrepps bygging
nýs íþróttahúss og sundlaugar í
byggðarlaginu. Aætlaður kostnaður
við byggingu mannvirkisins er um
100 milljónir króna. Mun sveit-
arsjóður verja allt að 25-30 millj-
ónum til verksins næstu þrjú árin,
en á þeim tíma er áætlað að bygg-
ingu mannvirkjanna ljúki.
Það er Suðumesjamaðurinn
Valdimar Harðarson, hjá Arki-
tektum sf., sem vinnur að hönnun
hússins. Uppsteypu sundlaugar-
byggingarinnar er lokið og á aðeins
eftir að setja niður sundlaugina,
sem að öllum líkindum verður
sömu tegundar og laugin sem fyr-
irhugað er að byggja í Grindavík.
Samkvæmt frumteikningum sem
nú liggja fyrir, er gert ráð fyrir að
íþróttasalurinn verði 44x25,3 metr-
ar að stærð og rúmi þannig löglega
keppnisvelli í öllum íþróttum sem
almennt eru stundaðar á fslandi.
Iþróttasalurinn er teiknaður sam-
kvæmt kröfum Alþjóða handknatt-
leikssambandsins, þannig að
keppnisvellir annarra íþrótta rúmast
allir innan þeirra marka, bæði í
hæð, breidd og lengd. Salurinn á að
rúma að jafnaði um 450 áhorf-
endur. Ef um stórviðburð í körfu-
knattleik verður að ræða, verður
með góðu móti hægt að koma 800-
1000 áhorfendum í salinn.
Gert er ráð fyrir að sundlaugin
verði tæpir 17 metrar að lengd, með
steyptum botni, en hliðar og bakkar
verði úr stáli með ásoðnum PVC
dúk. Einnig verða a.m.k. tveir heitir
pottar og vaðlaug. I húsinu verður
einnig veitingasalur sem rúmar 60
manns í sæti svo eitthvað sé nefnt.
1 kjallara undir afgreiðslu og bún-
ingsklefum verður síðan gert ráð
fyrir erobikk- og þreksal, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sigurður Ingvarsson er formaður
byggingarnefndar og sagði hann í
samtali við blaðamann að bygging
iþróttahúss og sundlaugar væri orð-
in nauðsynleg fyrir byggðarlag eins
og Garðinn og stæði í raun byggð-
arlaginu fyrir þrifum hvað varðar
fjölgun á íbúum. Þessa þjónustu
þarf alla að sækja út fyrir svæðið,
þar sem t.a.m. fþróttahús skólans er
fyrir löngu orðið allt of lítið og
áhugi á íþróttum, svo sem körfu-
knattleik og sundiðkun er vaxandi
meðal íbúa hreppsins. Kennsla í
íþróttum á vegum Gerðaskóla hefur
í vaxandi mæli verið flutt til Sand-
gerðis.
Bygginganefnd iþróttamann-
virkja í Garði skipa auk Sigurðar,
þeir Einvarður Albertsson, Ólafur
Kjartansson, Sigurður Gústafsson
og Kristjón Guðmannsson.
Fasteignasalan
Hafnargötu 27 - Keflavík - Símar 11420-14288
Ásabraut 11, Keflavík
2ja herb. neðri hæð með sér-
inngangi. Laus strax. Góðir
greiðsluskilmálar. 2.300.000.-
Víkurbraut 50, Grindavík
Neðsta hæð með sérinngangi.
Tilboð
Smáratún 34, Keflavík
Efri hæð ásamt bílskúr. Nýleg
eldhúsinnrétting. Sérinngangur.
Mjög lítil útborgun. Möguleiki á
að yfirtaka hagstæð lán.
6.800.000,-
Melteigur 12, Keflavík
130 ferm. einbýlishús ásamt bíl-
skúr og 37 ferm. baðstofulofti.
Húsið er í mjög góðu ástandi.
Eftirsóttur staður. Tilboð
Brekkugata 14, Vogum
124 ferm. e.h. ásamt 48 ferm.
bílskúr. Hagstæðir greiðsluskil-
málar. 6.500.000,-
Hátún 1, Keflavík
2ja herb. risíbúð á góðum stað.
Góðir greiðsluskilmálar.
2.200.000.-
Keflavík-Njarðvík:
Höfum úrval af 2ja, 3ja og
4ra herb. íbúðum í við;
komandi sveitarfélögum. I
mörgum tilfellum er hægt
að gera hagkvæm viðskipti.
Nánari upplýsingar á skrif-
stofunni.
ATHUGIÐ!
Aðeins örfáar íbúðir óseldar í Sambýlishúsinu
Heiðarholti 36, Keflavík. Seljandi: Húsagerðin h.f.
Ibúðirnar eru fullfrágengnar og mjög glæsilegar.
Eru til sýnis og afgreiðslu strax.
Allar nánari upplýsingar um söluverð og greiðslu-
skilmála á skrifstofu Fasteignasölunnar.
Gefnarborg:
Afmælisfagnaður
á laugardag
Leikskólinn Gefnarborg í
Garði er 20 ára um þessar mund-
ir. Af því tilefni verður boðið til
afmælisdagskrár í Samkomu-
húsinu í Garði nk. laugardag kl.
14:00.
Böm af leikskólanum munu
vera með skemmtiatriði, listaverk
eftir bömin verða sýnd og ým-
islegt gert til skemmtunar. Ollum
er heimill aðgangur. Boðið verð-
ur upp á veitingar. Aðgangseyrir
er kr. 300.
Kleinusala á föstudag
Slysavamadeild kvenna í
Garði mun nk. föstudag efna til
kleinusölu. Er þetta orðinn ár-
legur viðburður hjá slysavam-
ardeildarkonum að selja kleinur
daginn fyrir lokadag.
Á föstudaginn verður kleinu-
salan við Sparisjóðinn í Garði og
mun hefjast kl. 11 um morg-
uninn. Það er betra að vera tím-
anlega á ferðinni og tryggja sér
kleinupoka áður en allt verður
uppselt.
Firma-
Hin árlega firmakeppni hestamannafélagsins
Mána verður haldin laugardaginn 11. maí kl.
14.00 á svæði félagsins í Grindavík.
Þökkum þeim fyrirtækjum sem taka þátt, fyrir
stuðninginn.
Stjórn Mána