Víkurfréttir - 08.05.1991, Side 19
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍÐIR
19
Víkurfréttir
8. maí 1991
Stjórn Víðis
Stjóm Knattspymufélags-
ins Víðis skipa eftirtaldir
aðilar. Formaður er Sig-
urður Gústafsson, varaformað-
ur Jónatan Ingimarsson, ritari
Jón Ögmundsson og gjaldkeri
Heiðar Þorsteinsson. Með-
stjómendur eru Astþór Sig-
urðsson, Guðmundur Knútsson,
Matthildur Ingvarsdóttir og
Halldór Einarsson.
LEIKIR
VÍDISÍ
SUMAR
1. UMFERÐ
VÍÐIR - KR
mánudaginn 20. maí kl. 20
2. UMFERÐ
ÍBV - VÍÐIR
fimmtudaginn 30. maí kl. 20
3. UMFERÐ
VÍÐIR - UBK
laugardaginn 8. júní kl. 14
4. UMFERÐ
STJARNAN - VÍÐIR
miðvikudaginn 12. júní kl. 20
5. UMFERÐ
VÍÐIR - FRAM
miðvikudaginn 19. júníkl. 20
6. UMFÉRÐ
KA - VÍÐIR
þriðjudaginn 25. júní kl. 20
7. UMFERÐ
VÍÐIR - VALUR
sunnudaginn 30. júní kl. 20
8. UMFERÐ
VÍÐIR - FH
Fimmtudaginn 4. júlí kl. 20
9. UMFERÐ
VÍKINGUR R. - VÍÐIR
sunnudaginn 14. júlíkl. 20
10. UMFERÐ
KR - VÍÐIR
mánudaginn 22. júlí kl. 20
11. UMFERÐ
VÍÐIR - ÍBV
sunnudaginn 28. júlí kl. 20
12. UMFERÐ
UBK - VÍÐIR
miðvikudaginn 31. júlfkl. 20
13. UMFERÐ
VÍÐIR - STJARNAN
sunnudaginn 11. ágúst kl. 19
14. UMFERÐ
FRAM - VÍÐIR
miðvikudaginn 14. ágúst kl. 19
15. UMFERÐ
VÍÐIR - KA
mánudaginn 19. ágúst kl. 19
16. UMFERÐ "
VALUR - VÍÐIR
laugardaginn 31. ágúst kl. 14
17. UMFERÐ "
FH - VÍÐIR
laugardaginn 7. sept. kl. 14
18. UMFERÐ
VÍÐIR - VÍKINGUR R.
laugardaginn 14. sept. kl. 14
Einu fulltrúar Suðurnesja í 1. deild, Víðir. Myndin var tekin eftir að liðið tryggði sér sigur í 2. dcildinni í fyrra.
Ljósm.: hbb
Steinar Ingimundarson:
„Náum stigi í fyrsta leik“
Daníel Einarsson:
„Þetta
verður
jöfn
deildar-
keppni“
/
g á von á því að
keppnin í deildinni í
sumar eigi eftir að vera
nokkuð jöfn, þó svo stóm
Reykjavíkurfélögin eigi eftir
að sýna nokkra sérstöðu. Það
er gaman að vera kominn í 1.
deildarslaginn að nýju eftir
þriggja ára fjarveru og við
strákarnir emm ákveðnir í að
gera okkar besta“.
-Nú hefur liöinu gengið
afleitlega í vorleikjunutn.
Hvaða skýring er á því?
„Vorleikimir gefa alls ekki
rétta mynd af Víðisliðinu. þar
sem í liðið hefur vantað niarga
af sterkari leikmönnum liðs-
ins. Meiðsli hafa verið að hrjá
mannskapinn. en ég á ekki von
á öðru en við komum í topp-
formi í deildarslaginn. Ef
liðsandinn verður góður í
sumar og við náum að sýna
baráttu, þá á ég von á því að
þegar upp verður staðið verður
liðið um miðja deildina,"
sagði Daníel að endingu.
Steinar Ingimundarson hóf að
leika með Víðismönnum á
síðasta keppnistímabili, en
hann gekk til liðs við knattspyrnuna
í Garði úr KR. Hann var spurður út
í það hverjir væru möguleikar Víðis
gegn KR í fyrsta leik sumarsins.
„KR-liðið er orðið mun sterkara
heldur en þegar Víðismenn léku
síðast í 1. deild. Ég er hins vegar
ekkert hræddur við liðið og á allt
Okkur hefur gengið vel með
KR-ingana hingað til. Við
töpuðum að vísu vígslu-
leiknum gegn þeim hér á grasinu í
Garðinum fyrsta árið sem við vor-
um í 1. deild fyrir sex árum, en síð-
an þá höfum við ekki tapað leik
gegn þeim í Islandsmótinu og hvers
vegna ættum við að fara að breyta
því nú?
Þetta er kannski engin óska-
byrjun að fá KR í fyrsta leik og ég
hefði alveg viljað fá eitthvað lakara
lið í fyrstu viðureign sumarsins. Við
munum mæta hressir og kátir í
eins von á því að við náum af þeim
stigi eða stigum í fyrsta leik fs-
landsmótsins".
-Hverju viltu spá um frant-
vindu sumarsins?
„Stóru Reykjavíkurfélögin þrjú
eiga eftir að skera sig svolítið úr
keppninni, en hin félögin eiga eftir
að sigla í kjölfarið í einum hnapp,“
sagði Steinar.
þennan leik og leika til sigurs,“,
sagði Guðjón Guðmundsson fyr-
irliði.
„Það má alveg búast við því að
þetta verði barningur t' sumar. Ég
held að deildin skiptist í tvennt og
það er spurning hvað liðin í neðri
hlutanum ná að klóra mörg stig af
sterkari félagsliðunum. Við gerum
okkur grein fyrir því hvað við erum
að fara út í og ef við höfnum fyrir
ofan miðja deild þegar lokaúrslit
sumarsins eru ljós, þá verðum við
hæstánægðir með það,“ sagði Guð-
jón Guðmundsson að endingu.
Guöjón Guðmundsson, fyrirliöi:
„Okkur hefur
gengið vel með
KR-ingana“
ÓSKAR INGIMUNDARSON, ÞJÁLFARI VÍÐIS:
„Agætt að Ijúka erfiðari leikjunum strax“
/
g held að menn geti verið
sammála um það að þetta er
erfið byrjun á Islandsmót-
inu að taka á móti einu sterkasta liði
deildarinnar í fyrsta leik. Við mun-
um síðan sækja Eyjamenn heim í
öðrum leik og þar má búast við að
Vestmannaeyingar verði eins og
grenjandi Ijón. Hins vegar tel ég
það ágætt að ljúka hinum erfiðari
leikjum strax og það mun gefa
strákunum nokkuð góða mynd af
því hvemig þeir standa,“ sagði
Óskar í samtali við blaðið.
-Hvcrnig lýst þjálfnranum á
sumarið í heild?
„Það er ómögulegt að spá
nokkru. Þarna eru þó nokkur lið
sem eru ekki eins sterk og ég hafði
haldið í fyrstu, en einnig eru þarna
mjög sterk lið.
Eftir að hafa skoðað deildarliðin
nú á vormánuðum þá hef ég þá til-
finningu að Valur, KR og Fram hafa
möguleika á að stinga önnur fé-
lagslið af, en annars verði deildin
nokkuð jöfn. Það þarf lítið útaf að
bregða til þess að við missum af
lestinni og á sama hátt getur þurft
lítið til þess að við höldum í við
risana. Það er hins vegar erfitt að
spá. Fólk má þó alveg vita það að
við erum staðráðnir í að verja sæti
okkar í 1. deild., enda væri allt
annað aumingjaskapur,“ sagði
Óskar Ingimundarson að endingu.
ÖLL MÖRKIN
MYNDUÐ
Viðar Oddgeirsson,
kvikmyndatökumaður
Sjónvarpsins á Suð-
urnesjum, hefur fengið það
verkefni að mynda öll mörk
sem skoruð verða í Garðinum
í sumar. íþróttadeild Sjón-
varps hefur hug á að reyna að
ná öllum mörkum sumarsiris í
1. deild á mynd.
Þessi samningur hefur það
í för með sér að nú er „slegisl"
um auglýsingapláss við völl-
inn í Garði og herma fregnir
að þegar sé búið að selja aug-
lýsingar meðfram báðum
hliðum knattspyrnuvallarins.
Björn Vilhelmsson:
„Fyrsti leik-
urinn verður
erfiður“
Fyrsti leikur deildarinn-
ar gegn KR verður
okkur erfiður, enda
erum við þar að eiga við
sterkasta lið fyrstu deildar
sem ég spái að standi uppi
sem Islandsmeistarar þegar
deildarkeppninni lýkur“,
sagði Björn Vilhelmsson í
samtali við blaðamann.
„Ég hef trú á því að við
eigum eftir að spjara okkur í
surnar ef samstaðan verður
góð innan hópsins. Ég óttast
það helst að Víðisliðið sé ekki
í nógu góðri æfingu, þar sem
töluvert hefur verið um
meiðsli í okkar hóp. Þetta fer
kannski hægt af stað hjá okk-
ur, en iagast örugglega strax í
fyrstu leikjunum".
-Verður þetfa skemmti-
legt knattspyrnusumar?
„Knattspymuáhugamenn
eiga eftir að sjá skemmtilega
knattspymu í sumar. Ég á von
á því að deildin eigi eftir að
skiptast í tvo hluta, þ.e. topp
og botnbaráttu. Við munum
koma til með að vera um
miðja deild og okkar stuðn-
ingsmenn eiga ekki að þurfa
að verða fyrir vonbrigðum.
Ég vona að Suðurnesja-
menn komi og standi við bak-
ið á okkur, því við höldum
uppi heiðri knattspyrnunnar á
Suðurnesjum," sagði Björn
Vilhelmsson að endingu.