Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  296. tölublað  103. árgangur  SKÁLDIÐ Á BRÝNT ERINDI VIÐ SAMTÍÐ SÍNA FRAMTÍÐIN ER FYNDIN 12 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM HERRAMENN LEITIN AÐ TILGANGI UNGLINGSINS 10 ILMANDI HERRATÍSKAVIÐ LANDAMÆRI 43 Um 400-500 manns mættu þegar flóðljós fótboltavallar Valsmanna að Hlíð- arenda voru vígð og þar með völlurinn í heild sinni. Að gefnu tilefni brá unga kynslóðin á leik á upplýstum vellinum. Kjöraðstæður eru nú til fót- boltaiðkunar á vellinum allan ársins hring en gervigrasið er upphitað. Valsmenn vígðu flóðljós og völlinn í leiðinni Morgunblaðið/Golli  Útlendingastofnun hafa á þessu ári borist umsóknir fjögurra ein- staklinga með ríkisfang í Banda- ríkjunum og Kanada um hæli hér á landi. Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendinga- stofnunar, segir búið að afgreiða þrjár þessara umsókna, en til þessa hafa einstaklingar frá þessum ríkj- um ekki fengið hæli á Íslandi. Alls hafa einstaklingar með ríkis- fang í fjórum ríkjum sem eru á lista stofnunarinnar yfir örugg ríki lagt inn umsókn á árinu eða eiga um- sókn í vinnslu. »4 Íbúar öruggra ríkja sækja um hæli hér Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála komst að þeirri nið- urstöðu í gær að deiliskipulag á flug- vallarsvæðinu í Vatnsmýrinni, sem samþykkt var á síðasta ári, væri ógilt vegna formgalla í málsmeðferð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að niðurstaða nefndarinnar breyti í engu áformum á Hlíðarenda- svæði og breyti jafnframt engu um fyrirhugaða lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta varðar deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar en ekki þeirrar uppbyggingar sem er í gangi á Hlíðarendasvæði […] Þetta breytir því ekki að innanrík- isráðuneytið þarf að leggja niður þriðju flugbrautina,“ segir Dagur. Ekkert samband ByggáBirk, hagsmunasamtök eig- enda bygginga á Reykjavíkurflug- velli, lagði fram kæruna. „Borgin hefur hunsað okkur sem erum með eignir á svæðinu. Það hefur aldrei verið haft samband við okkur eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Alfhild Peta Nielsen, formaður samtakanna. »4 Deiliskipulag flugvallar gert ógilt í úrskurðarnefnd  Breytir ekki áformum í Vatnsmýrinni, segir borgarstjóri Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvöllur Deiliskipulagið var úr- skurðað ógilt í nefndinni.  Tækifærin leynast á vefsíðunni LinkedIn, bæði fyrir þá sem leita að nýju starfi og þá sem vantar starfs- fólk. Þetta segir Hjalti Rögnvalds- son, sérfræðingur í markaðs- setningu á netinu hjá Íslandsbanka. Hann bendir þó á að lykilatriði sé að vera með uppfærða ferilskrá og nýja mynd fyrir þá sem afla upplýs- inga gegnum vefinn. »18 Nota LinkedIn til að leita að starfsfólki  Launakostnað- ur íslenskra sveitarfélaga mun hækka um 21,1 milljarð 2015 og 2016 en skatttekjurnar aukast um 27,9 milljarða. Þetta kemur fram í úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gerð var að beiðni Morgun- blaðsins. Karl Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir kjarasamninga og endurskoðun á starfsmati helstu skýringar þess að launakostnaður- inn er á uppleið. »12 Auknar skatttekjur fara að mestu í laun Karl Björnsson 6 GLUGGAR TIL JÓLA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ásmundur Friðriksson alþingis- maður leggur til að fengnir verði óháðir sérfræðingar í sandhöfnum til að meta stöðuna í Landeyjahöfn. Farið verði í gegnum það hvað þurfi að gera til að hún verði heils- árshöfn fyrir ferjusiglingar. Ef nið- Sérfræðingar meti höfnina urstaðan verði að það sé ekki hægt þurfi að smíða ferju sem einnig henti til siglinga til Þorlákshafnar að vetri. „Menn hafa verið að vaða þarna áfram án þess að á bak við það væru nákvæmar rannsóknir. Eftir að hafa grafið fyrir rúma tvo millj- arða eru menn ekkert betur stadd- ur en áður,“ segir Ásmundur. Steinar Magnússon, fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi, segir að lítið gagn sé í nýju skipi nema aðkoman að Landeyjahöfn sé bætt. Lengja þurfi hafnargarðana og þó að það sé dýr framkvæmd, þá sé hún fljót að borga sig ef eyða þurfi hálfum millj- arði á ári í dýpkun hafnarinnar.  Þingmaður vill óháða sérfræðinga í sandhöfnum til að meta Landeyjahöfn MLandeyjahöfn verði metin »6 Landeyjahöfn » Hönnun nýrrar Vest- mannaeyjaferju er lokið. » Rætt er um að bjóða smíði skipsins út fyrir áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.