Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 2

Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hæstiréttur dæmdi í gær að Sýrlend- ingur, sem framvísaði fölsuðu vega- bréfi við komu til Íslands, skuli ekki sæta refsingu. Héraðsdómur Reykjaness hafði áð- ur dæmt manninn í 30 daga fangelsi í samræmi við dóma, sem áður hafa fallið í svipuðum málum. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að maðurinn, sem er 43 ára gamall sýrlenskur ríkisborgari, framvísaði albönsku vegabréfi með nafni annars manns þegar hann kom hingað til lands í apríl frá París. Í framhaldi af því var gerð leit í far- angri hans og fundust ýmis gögn á ar- abísku með öðru nafni. Þegar gengið var á manninn tók hann upp úr jakka- vasa sýrlenskt vegabréf á sínu nafni. Sagðist hann eiga systur á Íslandi og hefði ætlað að koma inn í landið, hitta systur sína og gefa sig svo fram og sækja um hæli sem flóttamaður. Maðurinn afplánaði fangelsisrefs- inguna sem héraðsdómur dæmdi hann í en áfrýjaði samt dómnum. Hann hefur síðan fengið hæli hér á landi og dvalarleyfi til fjögurra ára. Hæstiréttur vísar til þess að sam- kvæmt ákvæði alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna, sem íslenska ríkið gerðist aðili að 30. nóvember 1955, skuli aðildarríkin ekki beita refsingu gagnvart flóttamönnum vegna ólög- legrar komu þeirra til landsins ef þeir koma beint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi hafi verið ógnað, enda gefi þeir sig tafarlaust fram við stjórnvöld og beri fram gildar ástæð- ur fyrir ólöglegri komu sinni. Samn- ingurinn hafi hins vegar ekki lagagildi hér á landi og í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framvísað fölsuðu vega- bréfi er sakfelling hans staðfest. Við ákvörðun refsingar mannsins sé hins vegar unnt að taka tillit til samningsins í ljósi þeirrar megin- reglu íslensks réttar að leitast skuli við að skýra lög til samræmis við þjóðréttarskuldbindingar ríkisins. Í því sambandi verði að gæta að því að samkvæmt málflutningi af hálfu ákæruvaldsins fyrir Hæstarétti sé ekki dregið í efa að telja megi mann- inn til flóttamanna og að lífi hans eða frelsi hafi verið ógnað. Því sé ekki rétt að gera honum refsingu. Ekki refsað fyrir falsað vegabréf  Hæstiréttur taldi manninn hafa stöðu flóttamanns Leifsstöð Vegabréfaskoðun. Hollvinir eikarbátsins Húna II EA-740 buðu í gærkvöldi til skötuveislu um borð í bátnum, sem legið hefur við Torfunefsbryggju á Akureyri. Alls mættu um 80 manns og reiknað er með öðr- um eins fjölda í kvöld, þegar seinni hluti veisl- unnar fer fram. Auk þess að bjóða velunnurum Húna í skötuna fékk hollvinafélagið glaðning frá fyrirtækinu Blikkrás til að hafa upp í rekstur og viðhald bátsins. Skatan var soðin uppi á dekki, með tjaldi yfir, og um soðninguna sáu þeir Karl Steingrímsson og Gylfi Guðmarsson, sem fylla hér kampakátir á eitt fatið. Reiknað með alls 160 manns í skötuveislu um borð í Húna II við Torfunefsbryggju á Akureyri Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Hollvinir Húna taka forskot á Þorláksmessusæluna Framkvæmdaaðilar bera allan kostnað við verndun hafnargarðs á Austurbakka. Þetta kemur fram í yf- irlýsingu frá Minjastofnun í nafni Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar. Ástæðan er frétt sem birtist á Vísi um að áætlaður kostnaður við að færa hafnargarðinn sé hálfur millj- arður króna. Segir þar eftir for- stjóra fyrirtækisins Landstólpa að ríkið verði krafið um bætur vegna þessa. Í yfirlýsingu Minjastofnunar segir hins vegar að fyrirtækið geti ekki hafa talist eiga lögmætar væntingar um að geta byggt á lóðinni án þess að í ljós komi menningarminjar sem kunni að verða verndaðar. Þá segir að í samkomulagi Minjastofnunar og Landstólpa sé ekki að finna nein ákvæði um að kostnaður falli á ríkið. Kostnaður ríkisins af samkomu- laginu er því enginn að undan- skildum launakostnaði starfsmanna við eftirlit með verkefninu. Morgunblaðið/Golli Hafnargarður Ríkið mun ekki bera kostnað af því að færa garðinn. Engin ákvæði um kostnað fyrir ríkið Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Niðurskurðaraðgerðir eru ekki á teikniborðinu hjá stjórnendum Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að útvarpsgjald lækki úr 17.800 kr. niður í 16.400 kr. fyrir árið 2016. Lækkun útvarpsgjaldsins gæti haft í för með sér tekjumissi RÚV sem nemur tæpum 500 millj- ónum kr., og er jafnframt reiknað með því að RÚV verði af auglýsinga- tekjum þar sem skera þurfi niður í dagskrárgerð. Þetta kom fram í svörum stjórn- enda og fjögurra stjórnarmanna Ríkisútvarpsins, sem kallaðir voru fyrir fjárlaganefnd í gærkvöld. Fundurinn var opinn fjölmiðlum þegar málefni RÚV voru tekin fyrir, en afar sjaldgæft er að fundir fjár- laganefndar séu opnir fjölmiðlum. Hallarekstri verið snúið við Í svörum RÚV kom fram að stjórnendur og stjórnarmenn hafi margoft fengið þau skilaboð frá Ill- uga Gunnarssyni menntamálaráð- herra að framlög til RÚV yrðu óbreytt á milli ára. „Við vinnum mið- að við það,“ sagði Magnús Geir Þórð- arson útvarpsstjóri. Þó kom það fram í svörum bæði Magnúsar og Guðlaugs G. Sverrissonar, stjórnar- formanns RÚV, að hallarekstri fé- lagsins hefði verið snúið við á undan- förnum árum og hefði reksturinn verið jákvæður á síðasta ári og í slíkt hið sama stefni í ár. Í svörum kom fram að ef til niður- skurðar komi vinni stjórnendur að því að reka RÚV án halla, en niður- skurðurinn kæmi fyrst og fremst niður á dagskrárgerð og kjarnaþjón- ustu sökum mikils niðurskurðar í allri umgjörð á undanförnum árum. „Það verður erfitt verk að velja og ég er sannfærður um að margir myndu sjá eftir ýmsu sem þyrfti að fara út,“ sagði Magnús og bætti við að mennta- og menningarmálaráðherra hugnaðist ekki sú mynd sem blasti við eftir slíkan niðurskurð. Ekki farin að huga að niðurskurði  Stjórnendur RÚV boðaðir á fund fjárlaganefndar  Unnið samkvæmt óbreyttu framlagi á milli ára  „Sannfærður um að margir myndu sjá eftir ýmsu,“ segir útvarpsstjóri um fyrirhugaðan niðurskurð Morgunblaðið/Styrmir Kári RÚV Stjórnendur og stjórnarmenn RÚV voru boðaðir á fund fjárlaganefnd- ar Alþingis í gær. Gengið er út frá því að framlög haldist óbreytt milli ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.