Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdómslögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttarlögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Árni Páll Árnason, formaðurSamfylkingarinnar, nýtir hvert tækifæri til að reyna að end- urvinna það traust sem hann hefur glatað. Eðlilega hvílir þungt á mönnum að sitja aðeins í krafti eins atkvæðis og þegar þannig háttar til er sennilega skiljanlegt að menn vitni helst í skoðanakannanir máli sínu til stuðnings.    Ekki er það þóvænlegt til ár- angurs, því að það er ekki síst eltinga- leikur við þær sömu kannanir sem hafa kostað Árna Pál traustið og Sam- fylkinguna fylgið.    Nýjasta dæmið um vandræða-ganginn í kjölfar traustsmiss- isins kom fram í atkvæðaskýring- um um miðnætti í fyrrakvöld. Þá reyndi Árni Páll að útskýra hvers vegna það sem eftir er af flokki hans væri nú á móti því að hafa heimildarákvæði um sölu á hlut í Landsbankanum í fjárlögum næsta árs.    Hann sagði flokkinn hafa stuttþetta á síðasta kjörtímabili, en ekki nú, þar sem stjórnarflokk- unum væri ekki treystandi, og svo leiddi hann talið út í skoðanakann- anir eins og við var að búast.    En það er ekki aðeins að skoð-anakannanaröksemdin sé aum. Hin röksemdin, um að ríkis- stjórn Jóhönnu og Steingríms hafi verið treystandi fyrir bankasölu, er jafnvel aumari.    Sú stjórn einkavæddi bankana íhendur erlendum kröfuhöfum. Getur verið að fyrrverandi stjórn- arliðar sjái ekkert athugavert við málflutning eins og þann sem Árni Páll bauð upp á? Árni Páll Árnason Hann treystir sér til að meta traust STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 alskýjað Bolungarvík -5 skafrenningur Akureyri -2 snjókoma Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 0 skúrir Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 2 skúrir Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 12 skýjað Brussel 15 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 12 alskýjað London 15 léttskýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 3 súld Moskva -7 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -8 snjókoma Montreal 6 skúrir New York 14 skúrir Chicago 0 alskýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:07 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:51 14:34 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi og til að greiða stúlku 250.000 krónur í skaða- bætur fyrir kyn- ferðisbrot. Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi verið úti að skemmta sér ásamt vinkonu sinni. Vinkonan bauð mann- inum, sem þær þekktu báðar, heim með sér. Stúlkurnar sváfu saman í rúmi í svefnherbergi en vinkonan bauð manninum að gista á sófa. Stúlkan sagðist síðan hafa vaknað við það að maðurinn lá við hliðina á henni í rúminu. Hann hefði káfað á rassi hennar og lærum utanklæða á meðan hann fróaði sér. Lét hann ekki af því athæfi þrátt fyrir að hún reyndi að ýta honum af sér. Maðurinn sagðist, í yfirheyrslu hjá lögreglu, ekki minnast þess að þetta hefði gerst og fyrir dómi neit- aði hann sök. Hann hefði ekki hug- mynd um hvernig ásakanirnar á hendur honum væru komnar fram. Dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot  Refsingin skilorðs- bundin í Hæstarétti Mesti annatími ársins er hjá Póst- inum um þessar mundir og hefur verið bætt við um 250 til 300 starfs- mönnum til þess að bregðast við auknu álagi, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, forstöðumanns markaðsdeildar Póstsins. Til þess að tryggja að jólakort og jólapakkar berist til viðtakenda fyr- ir jól gefur Pósturinn út upplýs- ingar um síðustu skiladaga. Þeir eru flestir liðnir en síðasti skil- greindi, öruggi skiladagurinn vegna sendinga á jólapökkum innanlands, jólakortum í A pósti innanlands og TNT til Evrópu er á mánudag, 21. desember. „Það er stærsti skiladag- urinn okkar,“ segir Brynjar Smári. Mikil örtröð hefur verið á póst- húsum undanfarna daga en við- skiptavinir hafa tekið henni með æðruleysi. Undanfarin ár hafa landsmenn sent um 2,5 milljónir jólakorta á ári. Brynjar Smári segir að Pósturinn leggi áherslu á að reyna að koma öllum sendingum á áfangastað fyrir jól. Unnið verði við flokkun allan sólarhringinn um helgina og pakkar verði afhentir til klukkan 14 á aðfangadag. „Við reynum að koma öllu til skila fyrir jól,“ segir hann. Mesti annatíminn hjá Póstinum  Bætt hefur verið við um 250 til 300 starfsmönnum til að mæta álaginu Morgunblaðið/Golli Póstur Landsmenn senda um 2,5 milljónir jólakorta í pósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.