Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Sölustaðir: Hagkaup • Debenhams • Intersport • Jói Útherji • Herrahúsið • Karlmenn • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Bjarg – Akranesi • Joe´s – Akureyri • Pex – Reyðarfirði og Neskaupsstað • Axeló – Vestmannaeyjum Sportbær Skóbúð – Selfossi • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag Skagfirðinga • Siglósport – Siglufirði K-Sport – Keflavík • Barón – Selfossi • Verslunin Tákn – Húsavík • Sentrum – Egilsstöðum Blómsturvellir – Hellissandi • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Ísafirði • Efnalaug Dóru – Höfn Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Gefðu í jólagjöf Morgunblaðið/Júlíus Erkiunglingar Arnór og Óli Gunnar leiða lesendur inn í hugarheim unglinganna, hversdagslíf þeirra og drauma. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Frumleg, fyndin, furðuleg ogforvitnileg. Eflaust póst-módernísk líka ef farið væriút í fræðilegar skilgrein- ingar. Fullorðnum, sem fyrir löngu eru búnir að gleyma hvernig var að vera unglingur, kann að þykja bókin Leitin að tilgangi unglingsins eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og ung- lingana Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson, fremur ruglings- leg til að byrja með. Þar ægi öllu sam- an; meginmáli, mismunandi let- urtýpum, textainnskotum, neðanmáls útskýringum, teikningum, skissum og guð má vita hverju – sem er alveg laukrétt. Um miðbik bókarinnar er svo hlé. Eins og í bíói. Í hléinu fara höfund- arnir ungu yfir stöðu mála – trúlega með Bryndísi á bak við tjöldin, ósýni- lega en allt um lykjandi ritstjóranum. „Við eigum öll jafnmikið í bók- inni, en Bryndís var líka í því hlutverki að beisla hugarflug okkar,“ upplýsa þeir Arnór og Óli Gunnar, þegar þeir gefa sér tíma í smáspjall. Þessa dag- ana eru þeir önnum kafnir að lesa upp úr bókinni úti um allar trissur. Með verðlaunahöfundi Bryndís er margverðlaunaður rithöfundur, sem í fyrra fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Hafn- arfjarðarbrandarann í flokki barna- og ungmennabóka, svo fátt eitt sé talið. Arnór og Óli Gunnar eru 17 og 16 ára nemendur í Verslunarskóla Íslands, Arnór á alþjóðabraut og Óli Gunnar á nýstofnaðri lista- og nýsköpunarbraut. Fyrir tveimur árum unnu þeir sér til frægðar að skrifa leikritið Ungling- urinn, sem sett var upp í Gaflaraleik- húsinu með þeim sjálfum í hlutverki unglingsins. Hvers vegna fóruð þið að skrifa bók með Bryndísi? „Hún hringdi, hrósaði okkur fyrir leikritið og spurði síðan hvernig gengi með bókina. Við sögðumst ekki vera að skrifa neina bók og þá stakk hún upp á að við þrjú skrifuðum hana sam- an út frá leikritinu. Innblásnir sem við vorum eftir starfið í leikhúsinu, sögð- um við „sorrý“, og að við vildum skapa eitthvað nýtt,“ svara þeir félagar. Og það varð úr. Í bókinni er að- eins ein sena úr leikritinu, annað frumsamið. Marglaga hugarheimur Þegar lesendur hafa áttað sig á marglaga uppbyggingu bókarinnar eru þeir óðar komnir inn í hugarheim unglinganna, þeirra Arnórs og Óla Gunnars. Og söguhetjunnar, Stefáns, sem er nokkurs konar alter egó eða samnefnari fyrir þá báða. Eða alla unglinga, hversdagslíf þeirra og drauma. Höfundarnir eru með ýmsar leiðbeiningar fyrir Stefán og blanda sér inn í öll hans mál í milliköflum og innskotum. Þeir breyta aðstæðum hans og viðbrögðum ef þeim svo sýn- ist. Í rauninni segir bókin frá Arnóri og Óla Gunnari að skrifa söguna um Stefán. Á stundum er (fullorðinn) les- andinn alveg gáttaður. Er markmiðið að koma Stefáni til manns? „Klárlega að þroskast. Mér finnst svo sorglegt að segja að koma ein- hverjum til manns, því þá er hann ekki lengur unglingur. Ritgreddan réði för, við vildum bara skrifa góða sögu,“ seg- ir Arnór. Óli Gunnar hváir. „Rit- gredda?“ „Að vera graður í að rita, eða Fullorðnir eru að fatta að unglingar eru framtíðin Leitin að tilgangi unglingsins eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og unglingana Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson er skrifuð fyrir unglinga og alla sem þekkja unglinga og hafa áhuga á undarlegri hegðun þeirra, ástum, sorgum og sigrum. Þrjár listakonur, Aimee Odum frá Bandaríkjunum, Mariske Broeck- meyer frá Belgíu og danshöfundurinn og dansarinn Kerryn McMurdo frá Nýja-Sjálandi, frumsýna í kvöld, 18. desember, verkið Golden Blobess í Menningarmiðstöðinni Mengi við Óð- insgötu. Aimee Odum og Mariske Broeckmeyer hafa verið í masters- námi við Listaháskóla Íslands. Kerryn McMurdo býr á Skagaströnd og er einn listrænna stjórnenda lista- miðstöðvarinnar Nesen. Í Golden Blobess fléttast saman vídeóinnsetn- ing Aimee, sviðshreyfingar og dans Kerryn og tónlist Mariske. Laugardagskvöldið 19. desember koma Bára Gísladóttir, tónskáld og kontrabassaleikari, og Helgi R. Heið- arsson saxófónleikari fram á tón- leikum í tilefni útgáfu nýrrar plötu Báru, Different Rooftops. Mánudagskvöldið 21. desember stígur President Bongo (Stephan Stephenssen) á svið ásamt sveitinni The Emotional Carpenters. Menningarmiðstöðin Mengi við Óðinsgötu Vídeóinnsetning, dans og tónlist Ný plata Different Rooftops - nefnist fyrsta plata Báru Gísladóttur. Þessi jól eru fyrstu jólin semsonur minn fær í skóinn.Við hátíðlega athöfn settiég skóinn út í glugga og sagði drengnum að ef hann yrði góður myndi jólasveinninn kannski setja eitthvað gott í skóinn hans. Ég hef beðið spennt eftir þessu augna- bliki enda eru þetta mikilvæg tíma- mót í lífi hvers barns, þegar jóla- sveinninn fer að skipta máli. Viðbrögð sonarins við þessari hugmynd, að setja skóinn út í glugga voru ekki alveg eins og ég hafði ímyndað mér þau. Hann horfði á mig eins og ég væri komin á einhvern undarlegan stað í lífinu. Fannst þetta eiginlega bara fárán- legt og ósnyrtilegt, enda erum við að tala hérna um notaða strigaskó, komna út í stofuglugga. En ég lét þetta viðhorf ekki á mig fá og spratt upp morguninn eftir, og dró barnið á eftir mér. Nú yrði það sko hissa. Í skónum var gullfallegt, eldrautt epli. Ég hoppaði hæð mína af gleði á meðan sonurinn nældi sér í eplið, tók stóran bita og sagði: „Mamma setti epli í skóinn,“ eins og það væri daglegur viðburður. Núna eru liðnir nokkrir dagar og sama hvað jóla- sveinninn setur í skóinn eru alltaf sömu við- brögðin. Jújú, honum finnst þetta fínt en er alveg fastur á því að það var ekki neinn aldraður mað- ur í ullarfötum sem smellti gjöfunum í skóinn, heldur var það bara mamma gamla. En það má ekki gleyma því að barnið hefur átt í einum samskiptum við jóla- sveininn þessa að- ventuna, á jólaballi vinnustaðarins. Það endaði ekki betur en svo að það þurfti að fara með hann á aðra hæð hússins á meðan þessir rauðklæddu, skeggj- uðu villimenn luku sér af. Hræðslan var það mikil. Það er oft sagt að fyrstu kynni skipti höfuðmáli. Fyrstu kynni sonarins og jólasveina voru þau að þeir börðu á rúðu þar sem drengurinn sat og það fylgdu þvílík öskur að Tarsan sjálfur hefði verið stoltur. Þegar ég spurði hann síðar sama dag hvernig honum hefði litist á jólasveininn svaraði hann einfald- lega: „Ég kann ekki jólasveininn.“ Eftir þessa upplifun er það kannski ekkert skrýtið að barnið vilji ekki kannast við það að jólasveinninn sé að snigl- ast í kringum svalirnar á heimilinu á næturnar. Finnst þetta gróf árás á einkalífið. Eða kannski er hann að þykjast ekki fatta jólasveininn og bíður hefnda. Muldrar: „Þetta er geymt en ekki gleymt, sveinki“ og kjams- ar á eplinu. »Hann horfði á migeins og ég væri komin á einhvern undarlegan stað í lífinu. Fannst þetta eig- inlega bara fáránlegt og ósnyrtilegt, enda erum við að tala hérna um notaða strigaskó, komna út í stofu- glugga. HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.