Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 11

Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 11
þannig,“ útskýrir samhöfundurinn. „Við fórum eftir uppskrift af full- kominni sögu. Reyndum okkar besta til að gera Stefán óhamingjusaman og lögðum á hann ýmsar raunir svo við gætum gert hann hamingjusaman í lokin. Góðar sögur fjalla um þrauta- göngu og sigra. Rauði þráðurinn hjá okkur er að unglingar eigi ekki alltaf að hugsa um hvað öðrum finnst, held- ur taka sjálfstæðar ákvarðanir og standa með sjálfum sér og vinum sín- um,“ segja þeir. Tókst ykkur að koma Stefáni til slíks þroska? „Að lokum, já, á mjög drama- tískan hátt,“ svara þeir leyndardóms- fullir. Nenna varla að verða full- orðnir Hvað finnst ykkur erfiðast við að vera unglingur? „Það að allir koma fram við mann eins og barn, en búast við að maður bregðist við og hegði sér eins og full- orðinn.“ Óli Gunnar er með þetta á hreinu. „Prófin“, dæsir Arnór, nýbúinn með bóklega bílprófið og jólaprófin í skólanum. „Líka að kveðja spang- irnar, þær voru mitt bling – skart meina ég. Spangirnar táknuðu sak- leysi mitt. Erfiðir tímar fóru í hönd þegar þær voru fjarlægðar.“ „Mér finnst erfitt að hafa æ minni þolinmæði og verða pirraður á alls konar seinagangi. Ég nenni til dæmis ekki að lesa eða vera í ferming- arveislum,“ bætir Óli Gunnar við. Þeir segjast eiginlega ekki nenna að full- orðnast. En hvað er skemmtilegast við að vera unglingur? „Á bókakynningum og -upplestr- um er litið á okkur sem svona krútt- araleg krúsímúsí af því við erum yngstir og þá er gaman að koma á óvart, flippa. Það er ógeðslega gaman að flippa. Flippið fylgir unglingunum, en svo dvínar flippið innra með manni þegar maður fullorðnast.“ Þeir virðast svolítið daprir í bragði við tilhugsun- ina. Hvenær verðið þið fullorðnir? „Þegar ég er fertugur og á jepp- ling. Í mínum huga er pabbi minn dæmigerður fullorðinn maður og hann keyrir jeppling. Ætli ég verði ekki unglingur til tvítugs,“ segir Arnór. „Sumir halda bara áfram að vera unglingar,“ segir Óli Gunnar. „Maður verður fullorðinn þegar maður byrjar að elda fyrir sjálfan sig í stað þess kannski að panta sér pitsu. Um leið og maður segir: „Nei, takk, ég ætla að fara í Bónus að kaupa hakk, þegar vin- irnir stinga upp á pitsu“ þá er maður raunverulega orðinn fullorðinn.“ Algjörlega óþolandi Arnór er hjartanlega sammála. Hann hlakkar meira til að verða gam- all en fertugur – svona 60 til 65 ára afi sem segir barnabörnum sínum sögur. Óli Gunnar er heldur ekki frá því að lífið sé alveg ágætt svona undir lokin. „Fólk á að lifa í núinu,“ mælir hann spakur. Hvað finnst ykkur leiðinlegast við unglinga? „Fikt með snjallsíma og stöðugt snapp [snapchat] alls staðar af öllu og öllum. Algjörlega óþolandi,“ svara þeir einum rómi. Erkiunglingarnir virðast vera að fullorðnast. „Líka þegar þeir nota of mikið af emoji, kannski fimm broskalla og jafnmörg hjörtu, alveg eins og þeir elski mann út af lífinu. Og stælar, unglingar með stæla eru líka leiðinlegir, en við þekkjum ekki marga svoleiðis. Við erum umkringdir góðum unglingum.“ Þeir þola ekki tillitsleysi, frekju og dónaskap fullorðinna í garð ung- linga. „Unglingum er kennt að bera virðingu fyrir fullorðnum, sem er ekki hægt ef virðingin er ekki gagnkvæm. Fullorðnir eiga ekki að missa kúlið. Allir eiga bara að vera góðir við alla.“ Hvort haldið þið að sé skemmti- legra að vera unglingur núna eða þeg- ar foreldrar ykkar voru ungir? „Örugglega í gamla daga því núna eru unglingar svo mikið á netinu. Níundi áratugurinn er ábyggilega sambærilegur við gullöld Rómverja nema auðvitað nútímalegri,“ segir Óli Gunnar og bætir við að þá hafi allt ver- ið náttúrulegra og unglingarnir ekki alltaf í þessum „djöflatækjum“ sem snjallsímarnir eru. Annars telja þeir félagar að unglingum bjóðist fleiri tækifæri nú en þá og sífellt sé verið að koma þeim á framfæri á ungmennahá- tíðum og víðar. „Fullorðnir eru að fatta að unglingarnir eru framtíðin,“ eins og þeir orða það. Hvernig er að vera frægur ung- lingur? „Við erum ekkert frægir, kannski þekktir í Hafnarfirði þegar við vorum með leikritið og núna rétt á meðan við erum úti um allt að kynna bókina. Síð- an hverfum við alveg og enginn man eftir okkur lengur.“ Unglingarnir eru farnir að ókyrr- ast. Þegar þeir eru spurðir hvað þeir ætli að verða þegar þeir eru orðnir fullorðnir svara þeir stutt og laggott: „Eitthvað skapandi og skemmtilegt.“ Viðtalið er búið. Hjúkkett … Arnóri og Óla Gunnari fannst nauðsynlegt að myndir af höf- undum væru í bókinni og sáu enga meinbugi á að láta reyna á teiknihæfi- leika sína. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Stundum er gott að gera sér dagamun Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur. …hvert er þitt eftirlæti? 1 5 -2 5 7 3 -H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Undir undirskriftinni Gefum & gleðj- um mun Olís styrkja Geðhjálp um 5 kr. af hverjum seldum bensínlítra hjá Olís og ÓB í dag, 18. desember. „Við erum ótrúlega ánægð með að Olís velji að styrkja Geðhjálp ásamt fernum öðrum góðgerðarsamtökum. Framtakið sýnir að Olís telur sam- tökin hafa náð árangri. Styrkurinn er mikil hvatning,“ segir Anna Gunn- hildur Ólafsdóttur, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar. Margt er á prjón- unum í ársbyrjun, m.a. verður tveimur sjálfshjálparhópum ýtt úr vör. „Carlotta Tate Olafson stendur fyrir stofnfundi hóps fyrir innflytj- endur 13. janúar kl. 16.00. Markmiðið er að stuðla að seiglu, draga úr fé- lagslegri einangrun og hættu á and- legum erfiðleikum meðal innflytj- enda,“ segir Anna Gunnhildur. „Tvær mæður ætla að stofna stuðningshóp fyrir aðstandendur barna með geð- röskun. Þegar nær dregur verða upp- lýsingar um báða hópana á www.ged- hjalp.is.“ Ofgreiningar og ofnotkun lyfja Fleira er á döfinni. „Við erum ný- flutt í húsnæði með Drekaslóð og langar að halda málþing með sam- tökunum um tengsl áfalla og ofbeldis við geðraskanir. Við munum standa fyrir fyrirlestri um Samning Samein- uðu þjóðanna um réttindi fatlaðra og raddheyrn og rúsínan í pylsuend- anum er málþing með aðkomu bandaríska geðlæknisins Allen Fran- ces í vor, en hann berst gegn ofgrein- ingum og ofnotkun lyfja, m.a. með útgáfu bókarinnar Saving Normal,“ segir Anna Gunnhildur. Gefum & gleðjum – Olís styrkir Geðhjálp um 5 kr. af hverjum seldum bensínlítra Styrkurinn er okkur mikil hvatning Geðhjálp Samtökin verða öflug í hagsmunabaráttunni. Unglingurinn kom fyrst fram á fjölunum í Gaflara- leikhúsinu haustið 2013. Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson skrif- uðu verkið, þá 15 og 14 ára, og fóru létt með að túlka Unglinginn. Leikritið var sýnt fjörutíu sinnum fyrir fullu húsi auk þess sem það var síðar sýnt á RÚV og gefið út á DVD. Gagnrýnendur lofsungu frammistöðu ungu leik- aranna sem og verkið, sem þeir sögðu þrælfynd- ið og upplýsandi. „Snill- ingar“ sagði einn um tví- menningana og að þeir vissu nákvæmlega hvað þeir væru að tala um þegar þeir lýstu lífi unglingsins. Unglingurinn hlaut tvær tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2014 og var sýndur í Wroclaw í Póllandi, á barna- og ungmennahátíð í Tianjin í Kína og á fjórum stöðum í Noregi. FJÖRUTÍU SÝNINGAR FYRIR FULLU HÚSI Höfundarnir Óli Gunnar og Arnór ungir að árum. Unglingurinn sem var á fjölunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.