Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
af öllum snyrtivörum,
ilmum og gjafakössum fyrir
dömur og herra í desember
TAX FREE
Velúrgallar
fyrir konur á öllum aldri
Nýir litir
Stærðir S-XXXXL
Jólabomba
Mývatn | Allt stefnir í að gestir
Jarðbaðanna við Mývatn verði 149
þúsund á þessu ári, að sögn Gunn-
ars Atla Fríðusonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins.
Á síðasta ári var fjöldi baðgesta
um 121 þúsund, þannig að aukn-
ingin á milli ára gæti orðið um 23%.
Jarðböðin eru einnig með veit-
ingasölu þar sem ýmsar vörur eru
seldar ferðamönnum. Stór hluti
gesta er erlendir ferðamenn, eink-
um yfir vetrartímann.
Opið er frá morgni fram á kvöld,
alla daga ársins, sem hefur mikið
gildi því ætíð eru einhverjir á ferð-
inni sem þurfa hvíld eða hressingu,
eða hvort tveggja.
Fram hefur komið í Morgun-
blaðinu að eigendur Jarðbaðanna
íhugi að stækka aðstöðuna, í ljósi
aukinnar aðsóknar ár frá ári.
Fjöldi baðgesta gæti
farið í 149 þúsund
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Mývatn Baðgestir tékka sig inn hjá Sigurbirni Reyni Björgvinssyni, afgreiðslumanni Jarðbaðanna.
Metaðsókn í Jarðböðin við Mývatn
Hæstiréttur
hefur staðfest
15 mánaða
fangelsidóm
Héraðsdóms
Vestfjarða yfir
karlmanni á
sjötugsaldri
fyrir að hafa í
fórum sínum
mikið magn barnakláms.
Tólf mánuðir af fangelsisrefsing-
unni eru skilorðsbundnir og er
ástæða þess sú, að rannsókn máls-
ins tók afar langan tíma. Rann-
sóknin hófst í febrúar árið 2013 en
ákæra var gefin út í janúar á þessu
ári.
Við húsleit á heimili mannsins
fundust hátt í 35.000 ljósmyndir og
hátt á sjötta hundrað hreyfimynda
sem sýndu börn eða fullorðna ein-
staklinga í hlutverki barna á kyn-
ferðislegan og klámfenginn hátt.
Maðurinn viðurkenndi að mestu
leyti að hafa haft myndirnar í
vörslu sinni en neitaði engu að síð-
ur sök fyrir dómi.
Geisladiskar, myndbandsspólur,
harðir diskar og tölvur, sem mynd-
irnar fundust á, voru gerð upptæk,
nema ein tölva þar sem myndir
fundust einungis í tímabundinni
möppu fyrir netvafra.
Fangslsis-
dómur fyrir
barnaklám
Í dag, föstudaginn 18. desember kl.
18, verður vígður minningarreitur
um snjóflóðin í Neskaupstað. Reit-
urinn er innan við þéttbýlið á þeim
slóðum er Mánahús stóð áður og er
helgaður minningu þeirra sem far-
ist hafa í snjóflóðum í Neskaupstað.
Reitinn prýðir minnisvarði úr
járni og íslenskum steini, hannaður
af Robyn Vilhjálmsson, listakonu í
Listasmiðju Norðfjarðar og smíð-
aður af Beate Stormo, eldsmið á
Akureyri. Minnisvarðinn sýnir 17
bláklukkur í skál, sem tákna þau
sautján mannslíf sem snjóflóð hafa
tekið í Neskaupstað.
Minningarreiturinn hefur verið
gerður samhliða uppbyggingu snjó-
flóðavarnarmannvirkja ofan Urð-
arteigs og Hlíðargötu. Mannskæð
snjóflóð hafa í þrígang fallið á
byggðina eða á árunum 1885, 1974
og 1978. Mannskæðustu flóðin féllu
árið 1974, en þá týndu 12 manns
lífi.
Minningarreit-
ur í Neskaup-
stað vígður
Minning Teikning af minnisvarð-
anum sem vígður verður í dag.