Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
Vandaðir ítalskir göngu- og
útivistarskór fyrir alla
fjölskylduna
29.995
22.995
Verð 24.995
Verð
Verð
19.995Verð
26.995
24.995Verð
Verð
Níu styrkir til klínískra rannsókna
ungra vísindamanna á Landspítala
voru afhentir úr vísindasjóði spít-
alans miðvikudaginn 16. desember
sl. Styrkþegarnir gerðu þar grein
fyrir rannsóknum sínum. Hver
styrkur nemur einni milljón króna.
Meðal viðstaddra var Illugi Gunn-
arsson menntamálaráðherra.
Styrkþegarnir eru: Daði Helgason
læknir, lyflækningasviði Landspít-
ala, Elín Björk Tryggvadóttir lækn-
ir, skurðlækingasviði Landspítala,
augndeild, Elva Dögg Brynjars-
dóttir læknir, skurðlækningasviði
Landspítala, Guðrún María Jóns-
dóttir læknir, svæfinga- og gjör-
gæsludeild, Landspítala Fossvogi,
aðgerðasviði, Hera Jóhannesdóttir
læknir, flæðisviði Landspítala, Sig-
ríður Zoëga hjúkrunarfræðingur,
skurðlækningasviði Landspítala,
Tinna Harper Arnardóttir læknir,
skurðlækningasviði Landspítala,
Þórarinn Árni Bjarnason læknir, lyf-
lækningasviði Landspítala, og Þórir
Einarsson Long læknir, lyflækn-
ingasviði Landspítala.
Ungir vísindamenn fá
styrki til rannsókna
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Alls bárust 90 umsóknir um 6-7
störf háseta og 2-3 stöður stýri-
manns á skipum Hafrannsókna-
stofnunar. 58 vildu starfa sem há-
setar á Bjarna Sæmundssyni eða
Árna Friðrikssyni og 32 sóttu um
sem stýrimenn. Umsóknarfrestur
var til 14. desember og er verið að
vinna úr umsóknum.
Á heimasíðu Hafró segir að
ástæða þessara ráðninga sé að mik-
ill samdráttur hafi verið á úthaldi
rannsóknaskipanna á síðustu
tveimur árum með tilheyrandi
fækkun starfa. Á afmælisári muni
starfsemin eflast, m.a. með ráðn-
ingu nýrra starfsmanna.
Í hópi umsækjenda er bæði ungt
og reynslulítið fólk sem vill reyna
fyrir sér í sjómannsstörfum sem og
umsækjendur með áratuga reynslu.
aij@mbl.is
Margir vilja á sjó
á skipum Hafró
Rannsóknaskip Margir vilja um borð.
Ný Skipaskrá og sjómannaalmanak
fyrir árið 2016 er komin út. Bókinni
er dreift frítt til útgerða skipa og
báta sem eru í rekstri, einnig til
framkvæmda- og útgerðarstjóra
stærri fyrirtækja auk fleiri aðila.
Útgefandi er fyrirtækið Árakló slf.
og er þetta tíunda útgáfa þess. Aug-
lýsingar kosta bókina.
Skipaskráin og sjómannaalm-
anakið er hefðbundin handbók sjó-
manna með ýmsum upplýsingum:
sjávarföll, vita- og sjómerki, veður
og sjólag, fjarskipti, öryggismál og
fleira. Í skipaskrá eru öll skip og
bátar sem eru á skrá hjá Sam-
göngustofu. Í myndaskrá eru skip
og bátar sem eru í rekstri. Í texta-
skrá eru upplýsingar um önnur
skip og báta. Dreifingu bókarinnar
lýkur fyrir áramót.
Árakló með
sjómannaalmanak
Glöggir smábátaeigendur hafa haft
samband við skrifstofu Landssam-
bands smábátaeigenda undanfarið
og tilkynnt óvæntan gest í netin.
Gesturinn er hrognkelsi, bæði rauð-
magi og grásleppa. Spurnir af þess-
ari óvæntu heimsókn í svartasta
skammdeginu koma á óvart og rek-
ur menn ekki minni til að þeir hafi
upplifað slíkt, segir á smabatar.is
Aðspurðir segja menn gráslepp-
una vel á sig komna og hrogn byrj-
uð að myndast. Dæmi munu vera
um að veiðst hafi hrognafullar grá-
sleppur. Svæðið sem um ræðir er
allt frá Ísafjarðardjúpi og að Skjálf-
anda. Vakin er athygli á að skipum
sem stunda netaveiðar er skylt að
sleppa allri grásleppu sem er lif-
andi í netum þegar þau eru dregin.
Hrognkelsi óvænt
farin að sjást í netum