Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
! "#
!"#
!#
$
%#
%#
$!#
$
"%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
!"
!"%%
!%#
"!"
!#
$
"%
"
!
!"
!%
"!!%
%"%
!
$$$
$%
"$
!%#!!!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Seinagangur vegna regluverks,
skipulagsmála eða endurskipulagningar
er hugsanlega ein ástæða þess að
íbúðafjárfesting mældist 7,6% minni á
fyrstu 9 mánuðum ársins en yfir sama
tímabil í fyrra, að mati greiningardeildar
Arion banka. Þá sé óraunhæft að ætla
að byggingargeirinn hafi getað séð fyrir
30% fjölgun ferðamanna í ár og á sama
tíma mætt aukinni eftirspurn eftir íbúð-
arhúsnæði. Mikill uppgangur í byggingu
gististaða geti haft ruðningsáhrif á
íbúðamarkaðnum, þegar verktakar séu
uppteknir við slíkar framkvæmdir og
geti því ekki byggt íbúðir á sama tíma.
Fjölgun gististaða hefur
áhrif á framboð íbúða
● Stjórn VÍS hefur ákveðið að stefnt
verði að útgáfu á víkjandi skuldabréfi
fyrir allt að 2,5 milljarða króna á næsta
ári, náist ásættanleg kjör. Í tilkynningu
frá því í ágúst í tengslum við hálfsárs
uppgjör VÍS var greint frá því að þáver-
andi stjórn hygðist ekki fara í útgáfu á
víkjandi skuldabréfi á þeim tímapunkti
en að lagt yrði mat á fýsileika útgáfu
með reglulegum hætti. Ný stjórn sem
kjörin var á hluthafafundi VÍS 10. nóv-
ember hefur nú tekið ákvörðun um að
stefna að útgáfunni.
VÍS stefnir að útgáfu
víkjandi skuldabréfs
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Það eru tækifæri á LinkedIn fyrir
þá sem eru að leita að nýju starfi og
fyrir þá sem vantar starfsfólk. En
það er lykilatriði að vera með upp-
færða ferilskrá og nýja mynd fyrir þá
sem eru að afla upplýsinga,“ segir
Hjalti Rögnvaldsson, sérfræðingur í
markaðssetningu á netinu hjá Ís-
landsbanka. Í vikunni hélt hann nám-
skeið um samfélagsmiðilinn
LinkedIn hjá Félagi viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga.
LinkedIn fór í loftið í maí 2003 og
eru nú yfir 300 milljónir manna
skráðar á vefinn. Hjalti segir að ekki
sé hægt að fá upplýsingar um fjölda
Íslendinga í þeim hópi en þeir séu
fjölmargir. „Nánast allir í atvinnulíf-
inu eru skráðir en eiginlega mjög fáir
sem kunna að nota þetta og eru virk-
ir. Það eru fjölmargar leiðir til að
nýta sér þennan miðil, hvort sem er
til að halda utan um tengslanetið,
finna störf eða styrkja ásýndina á
netinu.“
Hann segir miðilinn sérstaklega
sterkan fyrir þá sem eru að leita sér
að nýju starfi. „Það eiga allir að vera
á LinkedIn og með uppfærðan prófíl.
Þetta er það fyrsta sem kemur upp
þegar leitað er að viðkomandi nafni í
Google en allir helstu ráðningarstjór-
ar í landinu fletta upp nöfnum þar.
Því er mikilvægt að vera með glænýj-
ar upplýsingar á LinkedIn.“
Hjalti segir að LinkedIn sé
tengslanet fyrir vinnuna en Face-
book sé meira fyrir vini og fjölskyldu.
„Við hjá Íslandsbanka höfum verið
að auglýsa eftir fólki á LinkedIn með
mjög góðum árangri og kostnaðurinn
er brot af því sem það kostar að aug-
lýsa í atvinnublöðunum. Þó að það
séu færri augu sem sjá auglýsinguna
þá er hægt að ná til rétta fólksins.
Þetta er möguleiki sem allir mann-
auðsstjórar ættu að kynna sér.“
Hjalti segir að áhuginn á LinkedIn
sé að aukast mikið. „Sérstaklega
núna þegar landið er að rísa og fólk
er í meiri samskiptum við útlönd. Það
eru fleiri að fara til útlanda á ráð-
stefnur þar sem
er alltaf mögu-
leiki að ná nýjum
viðskiptasam-
böndum og þá er
þetta mikilvægt
tæki.“
Hægt að horfa
víðar en til Ís-
lands
Jakobína Árna-
dóttir, hópstjóri ráðninga hjá Capa-
cent, segir LinkedIn komið af fullum
þunga til Íslands. „Við notum þetta
mjög mikið og auglýsum nánast öll
störf þarna. Í auknum mæli eru fyr-
irtæki ekki endilega að auglýsa held-
ur að biðja okkur að finna fólk í störf-
in. LinkedIn er því orðið mjög góð
viðbót við okkar gagnagrunn þó við
séum örugglega með einn stærsta
gagnagrunn landsins.“
Hún tekur sem dæmi að ef fyrir-
tæki vantar fjármálastjóra þá er leit-
að á LinkedIn eftir þeim kröfum sem
fyrirtækið setur. „Það eru orðnar
fjölbreyttari leiðir til að ná í fólk sem
vantar. Ég hef velt því fyrir mér
hvort þetta víkki jafnvel út mögu-
leika á að ná í starfsfólk til landsins
frá alþjóðlegum vinnumarkaði. Með
komu LinkedIn er hægt að horfa víð-
ar en bara til Íslands.“
Jakobína á ekki von á að þetta
komi í stað auglýsinga í blöðum.
„Samkvæmt fræðunum er það aðferð
sem virkar og gefur alltaf umsækj-
endur sem okkur hafði ekki dottið í
hug áður. Þá má benda á að lögin um
opinberar ráðningar gera kröfu um
að auglýsa í blaði sem hefur dreifingu
á landsvísu.“
LinkedIn notað í auknum mæli
Helga Rún Runólfsdóttir, ráðgjafi
hjá Intellecta, segir LinkedIn hafa
ákveðna kosti. „Við höfum í auknum
mæli heyrt af fyrirtækjum sem nýta
sér þetta og þá helst upplýsinga-
tæknifyrirtækin.“ Hún segir að
Intellecta auglýsi bæði á netinu og í
blöðum eftir starfsfólki. „En við er-
um að skoða viðveru okkar á þessum
tiltekna miðli eins og á öðrum sam-
félagsmiðlum. Heimurinn er svo
hraður að við þurfum alltaf að endur-
skoða hvað við tileinkum okkur og
hvaða leiðir eru bestar. Ef þetta
hjálpar til við að finna fleiri fram-
bærilega umsækjendur þá er sjálf-
sagt að skoða hvernig við gætum
nýtt þetta í meira mæli.“
Helga Rún segir erfitt að segja til
um hvort auglýsingar á LinkedIn
komi beinlínis í staðinn fyrir atvinnu-
auglýsingar í blöðum. „En það er erf-
itt að segja fyrir um hver þróunin
verður.“
LinkedIn orðið mikilvægt
í ráðningarferli á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Ráðningar LinkedIn er í auknum mæli notað til að finna störf eða ráða fólk.
Miðill til að leita að nýjum störfum og starfsfólki Yfir 300 milljónir skráðar
Hjalti
Rögnvaldsson.
Helga Rún
Árnadóttir.
Jakobína
Árnadóttir.
„Það er tilfinning okkar að forsvars-
menn Norðuráls á Grundartanga
séu á opinberum vettvangi að beita
kjaradeilunni í Straumsvík í samn-
ingaviðræðum sínum við Lands-
virkjun,“ segir Hörður Arnarson,
forstjóri fyrirtækisins, í samtali við
Morgunblaðið. Nú standa yfir við-
ræður milli Norðuráls og Lands-
virkjunar um nýjan raforkukaupa-
samning en sá sem nú er í gildi
rennur út árið 2019.
„Við höfum hvergi séð forsvars-
menn Rio Tinto Alcan í Straumsvík
beita raforkukaupasamningi sínum
við Landsvirkjun fyrir sig í þeirri
viðkvæmu deilu sem þeir standa í
þessa dagana. En það er mat okkar
að Norðurál sé að draga kjaradeil-
una inn í málið til að veikja umboð
Landsvirkjunar til að semja um sem
best verð fyrir rafmagnið sem fyr-
irtækið framleiðir,“ bætir Hörður
við. Í fréttatilkynningu sem Lands-
virkjun sendi frá sér í gær kemur
fram að vilji fyrirtækisins standi til
að endursemja við Norðurál og
tryggja álframleiðandanum rafmagn
í nýjum samningi. Í tilkynningunni
er ítrekað að það sé gert með það að
leiðarljósi að hann verði hagstæður
fyrir báða aðila.
Hörður segir að Norðurál geti
greitt hærra verð fyrir rafmagnið en
fyrirtækið gerir í dag. „Norðurál er
rekið með mjög miklum hagnaði og
því er það í stakk búið til að greiða
hærra verð fyrir orkuna. Það voru
röksemdir fyrir því að bjóða Norður-
áli, eins og öðrum sambærilegum
fyrirtækjum, lægra verð þegar verið
var að koma verksmiðjunum á lagg-
irnar, til þess að hægt væri að koma
þeim upp. Nú eru aðstæður hins veg-
ar allt aðrar og eðlilegt að þeir borgi
sambærilegt verð og aðrir eru að
semja um í dag,“ segir Hörður.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segist mjög undrandi á
orðum Harðar en mun að öðru leyti
tjá sig nánar um málið í dag.
ses@mbl.is
Segja Norðurál
nýta sér kjaradeilu
Forstjóri Norð-
uráls undrast um-
mæli Harðar
Hörður
Arnarson
Ragnar
Guðmundsson