Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 20

Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið virkadaga 10-18 - Laugardaga 11-18 Falleg og mjúk handklæði í jólapakkann Ný sending af handklæðum Úrval - gæði - þjónusta London. AFP. | Síðustu djúpu kola- námunni í Bretlandi verður lokað í dag og þar með lýkur námugreftri sem var eitt sinn álitinn mikilvæg- asta atvinnugrein landsins. „Bestu námumenn Bretlands vinna í Kellingley,“ stendur á skilti fyrir utan síðustu kolanámuna í norðausturhluta Englands. „Ég er miður mín, eins og allir aðrir hérna,“ sagði Tony Carter, einn af 450 námumönnum sem hafa starfað í námunni og missa atvinnuna þegar henni verður lokað í dag. „Þetta markar endalok sögulegs tímabils. Síðasta djúpa náman á Englandi heyrir nú sögunni til. Landið okkar var byggt á kolum – iðnbyltingunni.“ Í grennd við Kellingley-kolanám- una eru þrjú orkuver sem eru knúin með kolum, m.a. Drax-orkuverið sem framleiðir um 7-8% af allri raf- orku sem notuð er í Bretlandi. Drax hyggst nú nota kol sem eru flutt inn frá löndum á borð við Kólumbíu og Rússland sem selja eldsneytið á lægra verði. Með 1,2 milljónir starfsmanna Breska stjórnin stefnir að því að loka kolaknúnu orkuverunum, sem menga mest, ekki síðar en árið 2025 til að draga úr losun lofttegunda sem taldar eru valda hlýnun jarðar. Af orkuverunum þremur í grennd við Kellingley verður Drax-verið það eina sem notar kol eftir næsta ár. Alls störfuðu um 1,2 milljónir manna í kolanámunum í Bretlandi árið 1920 þegar námugröfturinn náði hámarki. Starfsmönnunum fækkaði í 4.000 á síðasta ári. Kolavinnslan var mest árið 1913 þegar 292 milljónir tonna af kolum voru framleiddar í Bretlandi. Á sjötta áratug aldarinnar sem leið voru reknar meira en 1.330 djúpar kolanámur í landinu. Kolavinnslan markaði djúp spor í sögu bresku verkalýðshreyfingarinnar. Bresku kolanámurnar voru þjóð- nýttar eftir síðari heimsstyrjöldina. Atvinnugreinin varð fyrir miklu áfalli árið 1985 vegna langvinns verkfalls námumanna og þeirrar ákvörðunar stjórnar Margaret Thatcher að loka mörgum námum. 0 200 400 600 800 1000 1200 0 200 100 300 20141984 201020001990198019701960195019401930 Kolanámur Bretlands 1920 1913 Heimildir: Breska ríkisstjórnin, Coalmining History Resource Centre 1700 93 1750 267 1850 3.486 1900 Breski kolanámuiðnaðurinn leggur upp laupana 1950 16.599 Síðustu djúpu námunni verður lokað í dag Kellingley, Yorkshire Dauðsföll í námum Námumenn (í þúsundum) Milljónir tonna Verkfall námu- manna 1984-85 2000 1800 59.680 84.331 Síðustu djúpu kolanám- unni í Bretlandi lokað  Kolavinnsla eitt sinn álitin mikilvægasta atvinnugreinin Þing Svíþjóðar hefur samþykkt um- deilt lagafrumvarp um að skoða beri vegabréf allra þeirra sem ferðast með lestum og rútum yfir Eyrar- sundsbrúna frá Danmörku og einnig þeirra sem ferðast til Svíþjóðar með ferjum, meðal annars frá Þýska- landi. Alls greiddu 175 þingmenn at- kvæði með frumvarpinu, 39 á móti og 117 sátu hjá. Lögin taka gildi á mánudaginn kemur en koma til framkvæmda 4. janúar. Samkvæmt lögunum eiga fyrir- tæki sem reka lestir, rútur og ferjur að annast vegabréfaeftirlitið. Fyrir- tækin hafa gagnrýnt þetta og stéttarfélög eru andvíg því að fé- lagsmönnum þeirra verði gert að sinna störfum sem þau telja að hið opinbera eigi að sjá um. Gert er ráð fyrir að fyrirkomulagið gildi í þrjú ár, að því er fram kemur á frétta- vefnum Thelocal.se. Svíþjóðardemókratar studdu stjórnina Þingmenn Hægriflokksins (Mod- eratarna), Frjálslynda flokksins og Kristilegra demókrata sátu hjá eftir að breytingartillaga þeirra um að lögin giltu í sex mánuði í stað þriggja ára náði ekki fram að ganga. Mið- flokkurinn og Vinstriflokkurinn greiddu atkvæði gegn lagafrum- varpinu. Það var hins vegar sam- þykkt með atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna tveggja, Jafn- aðarmannaflokksins og Umhverfis- flokksins Græningja, og Svíþjóðar- demókrata. „Við getum ekki staðið við alþjóð- lega sáttmála um réttinn til hælis með þessu frumvarpi. Þetta er graf- alvarlegt mál. Við erum að leggja til lokun landamæra innan Evrópusam- bandsins,“ sagði Torbjörn Björlund, þingmaður Vinstriflokksins, í ræðu sem hann flutti þegar frumvarpið var rætt á þinginu. Nokkrir þingmenn Umhverfis- flokksins Græningja gagnrýndu lagafrumvarpið fyrir atkvæða- greiðsluna en aðeins einn þeirra greiddi atkvæði gegn því og annar sat hjá. Einn þingmanna jafnaðar- manna ákvað einnig að sitja hjá. Sænska blaðið Aftonbladet hafði eftir Morgan Johansson, ráðherra dóms- og innflytjendamála, að hann teldi ekki ástæðu til að fagna því að frumvarpið var samþykkt og hann hefði ekki samþykkt slíkt frumvarp fyrir þremur mánuðum. „Þetta er ekki eitthvað sem menn vilja gera, en þegar menn eru í ríkisstjórn þurfa þeir stundum að gera það sem þeir vilja ekki. Ástæðan er einfald- lega sú að þetta er nauðsynlegt og hinn kosturinn er verri.“ bogi@mbl.is Svíar taka upp landa- mæraeftirlit  Sænska þingið setur lög um vega- bréfaskoðun í lestum, rútum og ferjum 150.000 hælisleitendur » Um 150.000 flóttamenn og aðrir farandmenn hafa farið til Svíþjóðar í ár til að óska eftir hæli og sænsk yfirvöld hafa átt í erfiðleikum með að útvega húsnæði fyrir fólkið. Dregið hefur úr flóttamanna- straumnum á síðustu vikum. » Hælisumsóknum hefur fjölgað mjög í landinu á síð- ustu árum. Ríkisstjórn mið- og hægriflokka ákvað á síðasta kjörtímabili að veita öllum hælisleitendum frá Sýrlandi dvalarleyfi í Svíþjóð. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fór hörðum orðum um stjórnvöld í Tyrklandi á árlegum blaðamanna- fundi í Moskvu í gær. Forsetinn áréttaði ásökun sína um að Tyrkir hefðu grandað rússneskri herþotu af ásettu ráði við landamæri Sýrlands og Tyrklands til að ögra Rússum og kvaðst ekki sjá neinn möguleika á að samskipti Tyrkja og Rússa bötnuðu á næstunni. „Tyrkir hafa ákveðið að sleikja Bandaríkjamenn á ákveðnum stað,“ sagði hann. Pútín fór hins vegar lofsamlegum orðum um Sepp Blatter, forseta Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, og lagði til að hann yrði sæmdur friðar- verðlaunum Nóbels. Blatter hefur verið bannað að starfa fyrir sam- bandið vegna rannsóknar á ásökun- um um spillingu. Pútín hældi einnig auðkýfingnum Donald Trump, frambjóðanda í for- kosningum repúblikana vegna for- setakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári. „Hann er mjög fram- úrskarandi maður, tvímælalaust hæfileikaríkur,“ sagði rússneski for- setinn. Hann kvaðst vera „reiðubú- inn að vinna með hverjum þeim sem bandaríska þjóðin velur í forseta- embættið“. AFP Málin rædd í þaula Vladímír Pútín svaraði spurningum fréttamanna í rúm- ar þrjár klukkustundir á árlegum blaðamannafundi í Moskvu í gær. Fordæmir Tyrki en hælir Blatter og Trump

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.