Morgunblaðið - 18.12.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Sveit Ferils vann Íslandsmótið í
parasveitakeppni
Tólf sveitir tóku þátt í Íslands-
mótinu í parasveitakeppni sem fram
fór um helgina og sigraði sveit Ferils
með 143,47 stigum. Í sveitinni
spiluðu Dröfn Guðmundsdóttir, Ás-
geir Ásbjörnsson, Hrund Einars-
dóttir og Hrólfur Hjaltason.
Í öðru sæti er sveit Hörpu með
139,46 stig og í því þriðja sveit PwC
með 138,15 stig.
Gullsmárinn
Spilað var á 12 borðum í Gull-
smára mánudaginn 14. desember.
Úrslit í N/S:
Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 202
Vigd. Sigurjónsd. – Sigurður Dagbjartss.197
Örn Einarsson – Friðrik Hermannss. 190
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 182
A/V
Hjörtur Hanness. – Gunnar M. Hansson 220
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 184
Ragnar Jónsson – Lúðvík Ólafsson 183
Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðsson 179
Síðasti spiladagur þessa árs var í
gær, fimmtudagurinn 17. desember.
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 8. desember var spil-
aður tvímenningur með þátttöku 24
para.
Efstu pör í N/S (% skor):
Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnss. 61,8
Örn Einarsson – Friðrik Hermannss. 60,6
Kristín Óskarsd. – Unnar Atli Guðmss. 57,6
Ragnar Jónsson – Björn Árnason 55,8
A/V
Óskar Ólafsson – Sigfús Skúlason 56,5
Sigurður Láruss. – Sigurður Kristjss. 55,3
Auðunn Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 54,9
Kristján Þorlákss. – Ásgeir Sölvason 53,0
Föstudaginn 11. nóvember spiluðu
22 pör tvímenning.
Bestum árangri náðu í N/S:
Örn Einarsson – Friðrik Hermannss. 59,8
Vigdís Sigurjónsd. – Þorl. Þórarinss. 55,9
Örn Isebarn – Birgir Sigurðsson 55,8
Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnss. 53,3
A/V
Auðunn Guðmss. – Guðm. Sigursteinss. 60,8
Sigfús Skúlason – Óskar Ólafsson 56,6
Guðm. Brandss. – Þorst. Hálfdánars. 53,7
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 53,6
Síðasti spiladagur fyrir jól er 18.
desember. Fyrsti spiladagur eftir
áramót er 8. janúar.
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum í Hraunholti, Flata-
hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13.
Allir spilarar, vanir sem óvanir,
eru velkomnir og er tekið vel á móti
öllum.
Fámenni hjá FEBR í fárviðri
en fjölmenni í matarveislu
Mánudaginn 7. desember var spil-
að á aðeins sjö borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Eðlilega slæm mæting enda spáð
fárviðri
Efstu pör í N/S
Logi Þormóðss. – Kristinn Sölvason 147
Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 136
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 128
A/V
Hreiðar Þórhallss. – Halldór Kristinss. 163
Óli Gíslason – Kristján Guðmundss. 147
Hrólfur Guðmss. – Axel Lárusson 128
Fimmtudaginn 10. desember kvað
við allt annan tón, enda gott veður og
matarveisla kennd við jólin.
33 pör mættu til leiks. Efstu pör í
N/S
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 397
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 380
Logi Þormóðss. – Kristinn Sölvason 353
A/V
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 375
Bergljót Gunnarsd. – Jón H. Jónsson 371
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 357
Jón Baldursson og Sigurbjörn
Haraldsson Íslandsmeistarar
í Butler
Jón Baldursson og Sigurbjörn
Haraldsson eru Íslandsmeistar í
Butlertvímenningi en keppnin fór
fram um helgina. Þeir enduðu með
90,4 impa í plús og í öðru sæti urðu
Kristján Már Gunnarsson og Gunn-
laugur Sævarsson með 80,5 og þriðju
urðu Stefán Jóhannsson og Kjartan
Ásmundsson með 67,5 impa.
Árvakur leitar að einstaklingum
í 50% hlutastarf
Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4 tímar í senn,
sex daga
vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir
duglegt fólk.
Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða.
Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal
tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn
umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra Árvakurs,
Örn Þórisson í síma 569 1356 eða á ornthor@mbl.is
Aukavinna
fyrir orkubolta
Sparisjóðirnir voru akkeri byggð-
anna. Þeir voru nokkurs konar sam-
félagsbankar ef mönnum leyfist að
nota það orð. Þar stjórnuðu heima-
menn öllu innan stokks. Aðalfundur
einu sinni á ári. Spilin lögð á borðið.
Þegar ekki var hægt að fá fimmeyr-
ing í stóru bönkunum, þá lánuðu
sparisjóðirnir sínu heimafólki, til
dæmis þegar menn voru að koma
þaki yfir höfuðið. Peningar fólksins
sjálfs voru í vinnu heimafyrir. Það
var ekki um að tala að stóru bank-
arnir vildu lána fólki út á íbúðarhús í
einhverjum krummaskuðum. Þetta
er okkur minnisstætt. Allur hagnður
sparisjóðanna fór í uppbyggingu í
heimahéraði. Það var mikil hand-
vömm þegar við glopruðum flestum
þeirra niður. Erum að bíta úr nálinni
með það þessi misserin.
Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og
alþingismaður, líklega Hornstrend-
ingur í einn kantinn, skrifar stundum
flottar greinar í Moggann. Þær er oft
gaman að lesa. Um daginn skrifar
hann um Samfélags hvað? Sam-
félagsbanki miðlar gæðum til gæð-
inga segir Villi. Hann heldur að slík
stofnun muni gefa vondu köllunum
peninga og ekki vera rekinn með
hagnað í huga.
Kollegi Vilhjálms, Gísli Guð-
mundsson, fann upp hugtakið jafn-
vægi í byggð landsins fyrir mörgum
áratugum. Ýmsir höfðu þetta að
skotspæni að ófyrirsynju og hentu
jafnvel gaman að. Þetta má vel rifja
upp því stór hluti þjóðarinnar vill
einmitt slíkt jafnvægi, en ekki bara
að allir kúldrist í Stór-Reykjavík.
Spyrja má: Væri ekki upplagt að
Landsbankinn hefði það hlutverk eitt
að stuðla að jafnvægi í byggð lands-
ins? Við eigum öll þennan banka
saman, eða svo er sagt. Af hverju
ekki að hafa sparisjóðina sem fyrir-
mynd að slíkri lánastofnun, Vil-
hjálmur? Hvaða goðgá er það?
Hverju er bankinn að tapa?
Við könnumst við orðið hagræð-
ing. Mikil hagræðing hefur til dæmis
orðið innan bankakerfisins með svo-
nefndum heimabanka. Það vita allir.
En þeim sem ekki hafa slíkt apparat í
höndum er bara hagrætt út af borð-
inu. Til dæmis 1⁄3 íbúanna í Dýrafirði,
sem margir eiga háar upphæðir í
bankanum sínum.
Fróðir menn segja að vaxtamunur
á Íslandi í dag sé 5% til 6%. Jæja.
Setjum sem svo að Dýrfirðingar eigi
500 milljónir króna sem Landsbank-
inn er að sveitast í að ávaxta fyrir þá.
Ef við miðum við 5% vaxtamun þá er
bankinn að hala inn á Dýrfirðingum
25 milljónir. Ef við miðum við 1.000
milljónir, sem er nú satt að segja lík-
legri tala, fær hann 50 milljónir fyrir
snúð sinn. Miðað við sömu forsendur
og talnaleik með fyrirvara. Svo segist
bankinn tapa á Dýrfirðingum. Gam-
an væri að sjá það tap sundurliðað.
En trúlega fellur það undir svokall-
aða bankaleynd! Svo er auðvitað
mikil þjóðhagsleg hagræðing fólgin í
því að aka 100 km leið ef menn vant-
ar skotsilfur. Kannski í snarvitlausu
veðri og ófærð. Við sveitamenn höf-
um ekki gáfur til að skilja slíka ofur-
hagræðingu. Lái okkur hver sem vill.
Hagræðing og hagvöxtur
eru skemmtileg orð
Með viku fyrirvara er ákveðið að
skella í lás á Þingeyri og reyndar
Suðureyri og Bolungarvík líka án
þess að tala við nokkurn mann. Svo
neyðist bankinn eftir á til að opna
eina klukkustund í viku, þegar hann
sér hve vitlaust þetta er. Þetta eru
náttúrlega stórmerkilegir starfs-
hættir hjá almannafyrirtæki. Allt í
nafni hagræðingar. Já, hagræðing og
hagvöxtur. Skemmtileg orð. Skyldi
þetta vera arðbært? Það er hin klass-
íska spurning. En jafnvægi í byggð
landsins? Má ekki. Það á að flytja
þetta lið eins og það leggur sig á möl-
ina. Miklu ódýrara. Það væri sko
hagræðing í lagi!
Enginn banki – engin byggð
Það er ekki nokkur maður að tala
um að þessi blessaði banki eigi að
beygja sig í duftið fyrir einhverja
móhíkana, gamalmenni og útlend-
inga í fiskvinnslu vestur á fjörðum og
gefa þeim peninga. En hann á að
sýna þessum eigendum sínum og við-
skiptavinum virðingu og koma fram
við þá á mannlegan hátt. Hafa opið
tvisvar-þrisvar í viku. Og ekkert ves-
en. Við erum að tala um góða við-
skiptavini sem sumir eiga tugi millj-
óna inni í bankanum sínum. Það
hljóta m.a. að vera slíkir hlutir sem
menn eiga við með orðinu samfélags-
banki. En ef meiningin er að allir
flytji til Reykjavíkur þá þurfum við
náttúrlega engan slíkan samfélags-
banka. Enginn banki, engin byggð.
Kannski það sé handan við hornið?
Aumingjarnir í krumma-
skuðunum geta bara farið suður
Þegar Matthías Bjarnason var við-
skiptaráðherra 1986 veitti hann
bönkunum harðar átölur vegna
hækkana þeirra á þjónustugjöldum.
Hann harðbannaði þeim að hækka
þau gjöld á almenning. Þá kom
verkalýðsforystan og færði kallinum
blómvönd. Í dag taka ráðherrar ekki
af skarið í einu eða neinu. Þess vegna
er traustið í lágmarki.
Það var aldrei svo lélegt pláss í
Villta Vestrinu að ekki væri þar lítils-
háttar bankaþjónusta. Og er kannski
enn. En vondu kallarnir og kellíng-
arnar úti á landi á Íslandi mega ekki
hafa smá bankaholu hjá sér. Nú skal
hagræða svo hinir stóru geti orðið
stærri. Græða meira og verða ríkari!
En aumingjarnir í krumma-
skuðunum geta bara farið suður.
Við þurfum jafnvægi í byggð landsins
og ekkert múður, Vilhjálmur
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Bjarna G. Einarsson og
Guðmund Ingvarsson
» Þegar ekki var hægt
að fá fimmeyring í
stóru bönkunum, þá lán-
uðu sparisjóðirnir sínu
heimafólki. Peningar
fólksins sjálfs voru í
vinnu heimafyrir.
Hallgrímur
Sveinsson
Hallgrímur er bókaútgefandi og létta-
drengur á Brekku í Dýrafirði, Bjarni
er fv. útgerðarstjóri á Þingeyri og
Guðmundur er fv. stöðvarstjóri Pósts
og síma á Þingeyri.
Bjarni Georg
Einarsson
Guðmundur
Ingvarsson
Ekki er ein báran
stök, orti gamli Grím-
ur. Þessi orð vakna í
hug þegar fréttir ber-
ast af tillögugerð á Al-
þingi hinu háa. Nú er
lagt til að húsnæði
Þjóðskjalasafns Ís-
lands verði selt og safn-
inu fundinn annar stað-
ur. Lóðin er víst svo
verðmæt. Kannski vilja
hótelmenn byggja þar? Vestur á Mel-
um er minnismerki um hús íslenskra
fræða, hol augnatóft í ásjónu lands-
ins. Kannski verður þar einhvern
tíma byggt hótel? Náttúrugripasafn
þjóðarinnar er geymt í kössum. Ekk-
ert þessu líkt þekkist í þeim Evrópu-
löndum sem ég kann skil á. Kannski
eigum við von á því að Þjóðleikhúsið
verði flutt upp í Ögurhvarf af því að
það stendur á svo dýrri lóð? Öll ofan-
greind söfn varðveita einstakan sögu-
legan arf. Í safnkosti þeirra er fólginn
sjálfur grundvöllur þjóðmenning-
arinnar. Þessi söfn eiga að vera í al-
faraleið, okkur ber
skylda til þess að búa
fallega um þau og opna
greiðlega almenningi og
erlendum gestum. Til
þess þarf að kosta
nokkru til; Þjóðskjala-
safn Dana er t.d. í Krist-
jánsborg og smekklega
að því hlúð. Sú tillaga
sem nú er til umræðu
lýsir einstöku metnaðar-
leysi. Hún er vottur um
verðmætamat sem
sæmir ekki menningarþjóð – en
kannski langar okkur ekkert til að
teljast með slíkum þjóðum?
Söfn í kössum?
Eftir Sölva
Sveinsson
Sölvi Sveinsson
» Sú tillaga sem nú er
til umræðu lýsir ein-
stöku metnaðarleysi.
Hún er vottur um verð-
mætamat sem sæmir
ekki menningarþjóð.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.