Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 28

Morgunblaðið - 18.12.2015, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 ✝ Erla Gróa Guð-jónsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1932. Hún lést á Landspít- alanum Landakoti 7. desember 2015. Hún var elsta dóttir hjónanna Guðrúnar Þor- steinsdóttur hús- móður, f. að Hamri í Álftafirði 1. júní 1900, d. 12. mars 1981, og Guð- jóns Gíslasonar, f. að Höfða í Dýrafirði 15. júní 1902, d. 24. júlí 1983, sjómanns og verkamanns í Reykjavík. Systkini hennar eru Jóna Guðjónsdóttir, f. 1933, Björg Lilja Guðjónsdóttir, f. 1935, og Aðalsteinn Guðjónsson, f. 1942. Erla giftist 15. febrúar 1958 eftirlifandi eiginmanni sínum Kristjáni Búasyni, fv. sókn- arpresti og dósent við Háskóla Íslands, f. í Reykjavík 25. októ- ber 1932, syni hjónanna Jónu Er- lendsdóttur húsmóður, f. að Hvallátrum við Látrabjarg 4. febrúar 1903, d. 30. desember 1993, og Búa Þorvaldssonar mjólkurfræðings, f. í Sauðlauks- dal, V-Barðastrandasýslu 20. Guðlaugsdóttur, sonur þeirra er Viktor Örn, d) Kristín M. B. Johnsen, e) Telma Sif og f) Hild- ur Björk. 4) Guðjón Kristjánsson, f. 1962 í Ólafsfirði, læknir á Akureyri, kvæntur Ragnheiði Hörpu Arn- ardóttur. Börn þeirra eru: a) Örn, kvæntur Elfu Björk Krist- jánsdóttur, b) Erla og c) Atli. 5) Erlendur Kristjánsson, f. 1966 í Reykjavík, rafmagnsverk- fræðingur í Bandaríkjunum, kvæntur Elínu Önnu Bjarnadótt- ur. Erla ólst upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarbarnaskólann, lauk verslunarskólaprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1950, námi í Húsmæðraskólanum í Reykjavík, stundaði verslunar- störf 1950-1953 og var gjaldkeri Kirkjugarða Reykjavíkur 1953- 1956. Hún sinnti margs konar fé- lags- og mannúðarstörfum m.a. í KFUK. Hún var lögregla á ár- unum 1956-1958 og var önnur lögreglukonan sem ráðin var í Reykjavík. Árið 1958 fluttist Erla til Ólafsfjarðar með eig- inmanni sínum, sem þar var sóknarprestur. Árin 1966-1975 bjó hún í Uppsölum í Svíþjóð, en hún réðst þá til starfa á skrif- stofu Sálfræðideildar skóla í Reykjavík og starfaði þar til 2001. Útför Erlu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 18. desem- ber 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. október 1902, d. 20. október 1983. Börn þeirra eru: 1) Jóna Kristjáns- dóttir, f. 1958, í Ólafsfirði, sálfræð- ingur. Börn hennar og f.v. eiginmanns, Ahmad Nasiri, eru: a) Salome Þuríður Remén, gift Folke Remén, en þeirra börn eru: Ofelia Sig- rid og Miranda Dagny, og b) Sara Arndís Nasiri, í sambúð með Petter Telning. 2) Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1959 í Ólafsfirði, hjúkrunarfræð- ingur gift Rúnari Vilhjálmssyni. Börn þeirra eru: a) Kristján, kvæntur Sólveigu Sigurð- ardóttur. Þeirra börn eru: Krist- inn og Erlendur, b) Vilhjálmur og c) Þorvaldur. 3) Búi Kristjánsson, f. 1961 í Ólafsfirði, myndlistarmaður í Reykjavík. Eiginkona Búa er Sif Sigfúsdóttir. Börn þeirra og stjúpbörn eru: a) Haukur Þór, í sambúð með Kolbrúnu Mist Páls- dóttur, b) Birgir Hrafn, kvæntur Sæunni Ýri Marinósdóttur, son- ur þeirra er Daniel Leó, c) Arnar Már, kvæntur Aðalheiði Ósk Elsku móðir okkar, við kveðj- um þig nú með söknuði og sorg í hjarta. Við eigum þér svo margt að þakka, þú varst okkar stærsta gæfa og stoð og stytta í lífinu. Mamma var mikil jafnréttis- og mannréttindakona. Fyrir henni var það mikilvægt að barn- ið væri í fyrirrúmi og hlúa skyldi að mæðrum, fjölskyldum til að skapa börnum heilbrigð lífsskil- yrði. Framar öllu ættu börn sjálfstæðan tilvistarrétt óháð þörfum eða högum foreldra sinna. Fyrir mömmu voru jólin mik- ilvæg hátíð. Aðventan var að- dragandinn og mamma lagði mikið í undirbúning jólanna. Eft- irvæntingin var mikil. Hún sat fram á nótt við að sníða og sauma. Skyldi það vera kjóll, skyrta, buxur, föt handa dúkk- unni eða bangsanum. Allir bangsar fengu rauða slaufu um hálsinn. Allt sem fór frá hennar höndum var gert af vandvirkni og snilld. Verk hennar skreyttu heimilið og dýrindis bakkelsi var undirbúið. Íslenskir jólasiðir fengu að ráða. Fyrir framan jöt- una raðaði hún fimm sænskum rauðum kúlukertastjökum sem skreyttu heimilið í Uppsölum, okkar heimabæ á uppeldisárun- um, og síðar í Reykjavík. Kveikt var á öllum kertunum fyrir fram- an jötuna klukkan sex á aðfanga- dag áður en sest var að jólaborð- inu. Innst frá hjartans innstu rótum eru ljóðin gerð til þín, innst frá sálar innsta djúpi, elskulega mamma mín. Alla daga og allar nætur endurminningin um þig liður eins og ljúfur draumur ljósvakans í kringum mig. Fyrir alla elsku þína, yl og hjartans gæðin þín, þúsundfalt ég þakka vildi, þér af hjarta mamma mín og fyrir bljúgar bænir þínar, er baðstu guð að leiða mig. Það eru verndarverur mínar sem vaka til að minna á þig. Alltaf vil ég eiga jólin einhvers staðar nálægt þér, eins og barn að brosa og dreyma, og blessa allt, sem lífið er, vaka yfir vonum nýjum, vernda hverja helga stund, svæfa, þagga sorgaröldur svo þær geti tekið blund. Jólin nálgast, jólin koma, ég er enn þá barn í kvöld, bý mig upp til bernsku leika bak við minninganna tjöld; heiðstirndur er himinn fagur, hylur jörðu hvítur snær, hugurinn mér heldur kyrri hjá þér, gamli sveitabær. Ég hef engin orð að sinni, aðeins bæn og helga þökk fyrir alla æskudaga, er ég jafnan minnist klökk. Þegar eitthvað lundu lamar, leita ég í gömul skjól, ætíð því ég held í huga hátíðleg hjá mömmu jól. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Elsku móðir okkar, takk fyrir að gera æskuárin okkar að ham- ingjuríku ævintýri fullu af ást þinni og gjafmildi. Takk fyrir að vera alltaf til staðar þegar á reyndi. Alltaf gafst þú þér næg- an tíma þegar einhver þurfti að- stoð, hvort heldur með heima- námið, yfirlestur ritgerða, til að gefa góð ráð í lífsins leik eða til að ljá okkur eyra þitt eða nær- veru. Takk fyrir að gefa okkur gildi þín í veganesti. Gildi kær- leika, réttsýni, fyrirgefningar, samkenndar, jafnréttis og virð- ingar. Kæra mamma, við elskum þig. Guð geymi þig, þökk fyrir allt og allt! Þín börn, Búi, Guðjón, Erlendur og systurnar. Mamma fæddist á vordegi í Reykjavík 1932. Foreldrar henn- ar voru dugnaðar- og hugsjóna- rfólk sem var annt um alla og helst þá sem minna máttu sín. Hún fór reglulega sem barn með föður sínum á Grund til að lesa og syngja með gamla fólkinu og fór einnig með honum til Kefla- víkur um hverja helgi þar sem hann var með sunnudagaskóla. Þegar mamma stálpaðist var hún honum einnig innan handar með gítarspilið og skipulagið. Hún tók þátt í starfi KFUK í Reykja- vík og Hafnafirði og varð þar for- ingi í æskulýðstarfinu. Hún var einnig foringi og forstöðukona í sumarstarfinu í Vindáshlíð og Kaldárseli. Eftir nám í Verzlunarskóla Ís- lands fór hún í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík og sótti einnig námskeið í sálfræði og heimspeki hjá prófessor Símoni Jóhanni Ágústssyni. Mamma varð síðan fjármálastjóri í Kirkjugörðum Reykjavíkur. Svo var það árið 1954 að búið var að ráða Vilhelm- ínu Þorvaldsdóttur sem fyrstu lögreglukonuna eftir stríð og fleiri konur þurfti henni til að- stoðar. Mælt var með mömmu og hún skráði sig til aðstoðar við lögregluna í Reykjavík meðfram starfi sínu hjá Kirkjugörðunum og vann oft á kvöldin og um helg- ar. Hennar framganga í starfi og lagni í samskiptum við ungt fólk og fólk í vanda varð til þess að hún var síðan ráðin sem önnur kvenlögreglan í Reykjavík 1956 og starfaði í lögreglunni þar til hún fluttist með pabba til Ólafs- fjarðar haustið 1958. Þessi tími átti eftir að móta hana mikið og vera henni veganesti í síðari störfum. Á aðfangadag 1953 trúlofaðist mamma pabba og þau giftust 15. febrúar 1958. Tími þeirra í Ólafs- firði, 1958-1965, var mömmu ætíð ofarlega í huga og góðar minningar voru þaðan, bæði í samfélagi vina og verkefnum með pabba í fermingar- og æsku- lýðsstarfinu. Mamma naut virð- ingar sem prestsfrú og var heim- ilið ætíð opið gestum innlendum sem erlendum. Ýmsir komu til skemmri eða lengri dvalar vegna ýmissa erinda og embættisverka, en í þá daga þóttu prestssetrin eðlilegur viðkomu- og dvalar- staður. Í Ólafsfirði fæddumst við fjögur systkinin, en Erlendur fæddist 1966 í Reykjavík. Pabbi hafði fengið alþjóðlegan styrk til framhaldsnáms í guðfræði við Uppsalaháskóla og flutti fjöl- skyldan þangað. Í Uppsölum tóku miklir vinir foreldra okkar, Bengt Thure og Eva Molander fyrst um sinn á móti okkur. Í þeim góða bæ áttum við minn- isstæðan tíma þar sem foreldrar okkar lögðu sig fram um að gefa okkur góðan undirbúning fyrir lífið með því að styðja okkur í skóla- og tónlistarnámi, íþróttum og félagsstarfi. Mamma studdi einnig við pabba í námi hans og starfi. Hún fann ætíð svigrúm til að koma náunganum til hjálpar og oft var margt um manninn á heimilinu. Eftir níu ára dvöl í Uppsölum hafði Sigríður Sumarliðadóttir, vinkona hennar, samband við hana og taldi starfsreynslu henn- ar sem lögreglu og starf að æskulýðsmálum gagnlegt við ný- stofnaða sálfræðideild skóla í Reykjavík. Þar starfaði hún sem ritari og fulltrúi á árunum 1976- 2001 og átti þar farsælan starfs- feril. Góður Guð blessi minningu móður okkar og styrki föður okk- ar í hans mikla missi. Jóna og Guðrún. Tengdamóðir mín var einstök kona sem mig langar að minnast að leiðarlokum. Þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili fjölskyld- unnar í Torfufelli 20, snemma árs 1987, tók hún mér um leið sem einum úr fjölskyldunni – al- veg fyrirhafnarlaust og án þess að hafa orð á því. Það var góð til- finning. Traustið og hlýjan sem hún miðlaði kom fram í notalegri nærveru og hvers kyns þjónustu innan og utan heimilis sem hún taldi aldrei eftir sér né miklaðist af. Hún gerði lítið af því að tala um sjálfa sig og þaðan af síður um afrek sín, en ég komst að því gegnum aðra hvað hún hefði lagt af mörkum til kristilegs æsku- lýðsstarfs og forvarnar- og lög- gæslustarfs, og hve vel hún hefði stutt við sálfræðiþjónustu skóla- barna í Reykjavík með verkum sínum og störfum. Og sem hús- móðir á stóru heimili sá hún um að fæða og klæða, annast um og fræða. Það bar aldrei neinn skugga á okkar samskipti. Þegar erfiðleik- ar komu upp á mínu heimili um tíma var Erla mætt til aðstoðar og einnig til að styrkja mig til virkara heimilishalds – meðal annars með því að kenna mér að strauja eins og átti að gera það, ef það var á annað borð almenni- lega gert. Þetta lýsti Erlu vel. Hún reiknaði ekki með að menn tækju að sér verk með ólund eða hangandi hendi. Tækju menn þau að sér ynnu menn þau sómasamlega, gerðu hreinlega sitt besta. Öll verk hennar sjálfrar voru vitnisburð- ur um þetta. Hún gat oft slegið á létta strengi og gamanið var græskulaust – kom oftast fram með stuttum og vel tímasettum innskotum. Ekki höfðum við al- veg sama skopskynið, en það breytti litlu, því Erla gat hlegið með svo líkamlegri innlifun að það fékk alla til að hlæja með, líka þá sem ekki höfðu náð grín- inu. Síðustu árin reyndu mjög á Erlu þegar mjaðmir og hné tóku að bila og skammtímaminni að hraka. Hún ætlaðist þó ekki til umstangs eða fyrirhafnar af öðr- um sín vegna, þótt hún þyrfti vissulega stuðning og aðstoð. Henni var einfaldlega eiginlegra að hugsa til annarra. Elsku tengdamamma. Ég kveð þig með miklu þakk- læti og söknuði en ylja mér við kærar minningar um þig og þinn góða málstað. Megi góður Guð blessa þig og varðveita. Rúnar Vilhjálmsson. Nú hefur mín kæra tengda- móðir sofnað svefninum langa, en eftir standa ljúfar minningar. Lífshlaup Erlu var margbreyti- legt. Hún vann mikið í kristilegu starfi, var ein af fyrstu lögreglu- konum landsins, flutti af mölinni norður í Ólafsfjörð, bjó í Svíþjóð í níu ár, en síðari helming ævinnar bjó hún og starfaði í uppeldis- borg sinni, Reykjavík. Oft var í mörg horn að líta á stóru heimili og ófá erum við sem höfum notið þess að eiga hana að. Erla var einstaklega um- hyggjusöm, hlý og nærgætin við mig frá því ég fyrst kom inn í fjölskylduna. Ég sá fljótlega að hún hugsaði alltaf fyrst um aðra en sjálfa sig og var sérstaklega næm á þarfir barna og þeirra sem minna máttu sín. Í einni af sögunum um múmínálfana er sagt frá lítilli stúlku sem varð ósýnileg og raddlaus sökum ást- leysis, en vegna blíðrar umönn- unar Múmínmömmu kom hún smám saman aftur í ljós og end- urheimti rödd sína. Kærleiksrík framkoma Múmínmömmu í sög- unni minnir mig mjög á fram- komu Erlu, hún vildi öllum vel og sýndi ávallt aðgát í nærveru sál- ar. Börnin mín fundu vel hinn gefandi kærleika ömmu sinnar og nutu þess að vera í návist hennar. Tengdamóðir mín tran- aði sér aldrei fram, hafði ekki hátt, var jafnlynd en ekki skap- laus og lét skoðun sína í ljós þótt orðfá væri. Hún var mikil smekkmanneskja og hafði yndi af að búa sér og sínum fallegt og notalegt umhverfi. Hún var einnig rausnarleg og valdi af kostgæfni gjafir handa okkur öllum á jólum og afmæl- um. Það var gott að leita til henn- ar og drjúg reyndust mér ráð hennar, t.d. þegar við hjónin fluttum ung til Svíþjóðar. Ljúfari tengdamóður hefði ég ekki getað átt. Elskulegur tengdafaðir minn hefur misst mikið, hartnær 60 ára sameiginleg ganga þeirra hjóna er nú á enda. Heilsu margra hrakar á efri árum og hjá Erlu stóðu fyrir dyr- um vistaskipti vegna heilsu- brests. Ekki varð þó af fyrirhug- uðum vistaskiptum, því hún flutti beint til himna í staðinn. Erla lifði og mun lifa að eilífu í ljósi Krists. Gott er að við megum treysta orðum hans: „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi“ (Jóh. 11:25) Blessuð sé minning elsku Erlu. Algóður Guð styrki og huggi alla sem hana syrgja. Ragnheiður Harpa Arnardóttir. Elsku amma okkar. Að setjast niður og skrifa þessa síðustu kveðju okkar til þín hefur verið ljúfsár reynsla. Eins sárt og það er að leiðir okkar sé að skilja munum við alltaf geta yljað okk- ur við dýrmætar minningar um hlýju, umhyggjusömu ömmu Erlu sem vildi allt fyrir okkur gera. Skrítið hvernig litlir ómerki- legir hlutir eins og poppkorn í plastmáli, leikir í snjónum og búðarferðir eru manni ofarlega í huga þessa dagana, en þegar við vorum unglingar var alltaf gott að fara að kaupa föt með ömmu. Ólíklegt er að margir óöruggir 16 ára unglingar geti sagst treysta ömmu sinni fullkomlega til að velja á sig föt, en amma Erla var með þetta allt á hreinu. Hún vissi stærðirnar, fór í réttu búðirnar og hristi höfuðið ef einhverjum datt í hug að benda henni á föt sem hún vissi að myndu ekki fara okkur vel. Þegar við fórum að eldast tóku samskiptin að breytast og við fengum að kynnast annarri hlið á ömmu. Í stað þess að hlaupa um húsið í ýmsum leikjum meðan amma hugsaði um okkur gátum við sest niður með ömmu í eld- húsinu og rætt við hana um lífið og tilveruna. Amma hafði sýn á lífið sem við ættum öll að taka okkur til fyrirmyndar. Henni tókst að halda ró og reisn í öllum aðstæðum og minnti fólk á hvað það var sem skipti raunverulega máli; fjölskyldan. Hún naut þess nefnilega umfram allt að hugsa um fólkið sitt. Amma, hvort sem þú áttaðir þig á því sjálf eða ekki varst þú límið sem hélt þessum ólíku börnum þínum og barna- börnum saman og gerðir okkur að fjölskyldu. Fyrir það verðum við alltaf þakklát. Þessa dagana er líka erfitt að hugsa ekki til jólanna, sem manni finnst að helst þurfi að fresta, því hvað eru jól ef maður fer ekki til ömmu og afa í Breið- holtið á jóladag. Að lokum langar okkur að kveðja þig eins og þú kvaddir okkur svo oft. Guð blessi þig, elsku amma. Haukur, Birgir, Arnar og Kristín. Elsku amma okkar. Minningar um ömmu okkar eru margar og fallegar. Ilmur hennar, mjúka húðin hennar og rósótti morgunsloppurinn, hár- rúllurnar og fallegu slæðurnar eru meðal ótal minninga um hana úr æsku. Þótt ægishaf skildi okkur að var hún alltaf nálæg. Hún kom oft til að vera hjá okkur og faðma. Faðmur, glöggt auga og sanngjörn áheyrn var ætíð skammt undan. Fátt fór framhjá henni og hún vissi alltaf hvað við vorum að gera. Hún arfleiddi okkur að þekk- ingu og hefðum. Hún var vitur, vel menntuð og nútímaleg í hugs- unarháttum. Hún hafði auga fyr- ir smáatriðum og skapaði í kring- um sig andrúmsloft sem miðlaði jafnvægi og fegurð. Með frá- bærri kímnigáfu sinni, gat hún lýst upp umhverfið. Frá henni höfum við erft það að geta hlegið þar til tárin flæða. Frá henni höfum við erft það að taka vel eftir í umhverfi okk- ar. Minningar um líf hennar með okkur eru margar og ómetanleg- ar og söknuðurinn er sár. Salome Þuríður og Sara Arndís. Fyrir rúmum fjörutíu árum þóttu það stórtíðindi þegar kon- ur klæddust lögreglubúningum í fyrsta sinn og fóru að starfa við löggæslu við hlið karla. Saga kvenlögreglu er þó mun eldri því árið 1933 var viðruð hugmynd í þá veru. Ekkert gerðist þó í þeim málum fyrr en á fimmta áratugn- um, en þá störfuðu tvær konur í lögreglunni í Reykjavík, en sú sem starfaði lengur hætti 1948. Þremur árum síðar var málið tekið upp á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík og mikilvægi þess áréttað að ráða konur til starfa í lögreglunni. Enn liðu um tvö ár þangað til kona var ráðin til starfa og var hún enn hjá lög- reglunni í Reykjavík haustið 1956 þegar Erla Gróa Guðjóns- dóttir réðst þangað líka. Erla Gróa, sem hafði lokið prófi frá Verzlunarskóla Íslands og áður unnið við verslunarstörf, var því sannarlega í hópi frum- herja þegar kvenlögregla er ann- ars vegar. Mikið hefur breyst frá þessum árum, en Erla Gróa og starfssystur hennar voru t.a.m. óeinkennisklæddar. Kvenlög- regluþjónar höfðu enn fremur ekki aðstöðu á lögreglustöðinni, sem þá var til húsa í Pósthús- stræti í Reykjavík, heldur sinntu verkum sínum frá skrifstofu á Klapparstíg. Verkefnin voru af ýmsum toga og vinnutíminn gat verið óreglu- legur. Þannig var kvenlögreglan t.d. stundum kölluð út að næt- urlagi eða um helgar án þess að greitt væri fyrir það eitthvað sérstaklega. Oft var þá verið að kanna með stúlkur sem höfðu farið á ball og orðið áberandi drukknar, en þær þurfti að að- stoða við að komast heim. Eins þurfti að fara í Hegningarhúsið ef kona var þar í haldi því hún mátti ekki fara einsömul út í fangelsisgarðinn. Þar voru iðu- lega fyrir karlfangar og því þurftu kvenfangar lögreglufylgd, ef svo má segja, ef þær vildu viðra sig. Erla Gróa hætti í lögreglunni árið 1958 og fluttist til Ólafs- fjarðar, en þar var hún prestsfrú og húsmóðir. Nokkrum árum seinna fór hún til Svíþjóðar og bjó þar alllengi, en sneri síðan aftur til Íslands og árið 1975 hóf hún störf við nýstofnaða sál- fræðideild skóla í Reykjavík. Það var ekki síst fyrir áeggjan fyrr- verandi samstarfskonu úr lög- reglunni að Erla Gróa tók að sér hið nýja starf, en því gegndi hún síðan um árabil. Árin í lögregl- unni voru Erlu Gróu dýrmæt og höfðu áhrif á lífsviðhorf hennar, en hún talaði ávallt um sam- starfsfólk sitt í lögreglunni af mikilli virðingu. Guð blessi minningu Erlu Gróu Guðjónsdóttur. Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Erla Gróa Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.