Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 ✝ Unnur S. Ósk-arsdóttir fædd- ist á Akureyri 14. október 1934. Hún lést 7. desember 2015. Hún var elsta dóttir hjónanna Óskars Tryggva- sonar, f. 27. júlí 1911, d. 23. nóv- ember 1959, og Sig- rúnar Kristjáns- dóttur, f. 29. september 1908, d. 6. júlí 1989. Systkini Unnar eru þau Oddný S. Óskarsdóttir, f. 22. mars 1936, og Kristján Guð- mundur Óskarsson, f. 18.2. 1938. Eiginmaður Unnar var Ingimar Davíðsson mjólk- urfræðingur, f. 13. nóvember 1920, d. 3. september 1990. Sonur þeirra var Rúnar Haukur, f. 12. september 1964, d. 14. október 2015. Dóttir hans er Rebekka Unnur, f. 21. október 2002. Stjúpdóttir hans er Telma Glóey Jónsdóttir, f. 21. apríl 1986, og dóttir hennar er Áróra Kristín Ólafsdóttir. Útför Unnar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 18. desem- ber 2015, kl. 10.30. Elskuleg móðursystir mín, Unnur Óskarsdóttir, lést hinn 7. desember síðastliðinn, en hún missti einkason sinn, Rúnar Hauk Ingimarsson, hinn 14. október sl. á 81 árs afmælis- daginn sinn. Sonardóttir hennar, Rebekka Unnur Rúnarsdóttir, þarf nú að sjá á eftir föðurömmu sinni aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að faðir hennar lést langt fyrir aldur fram og er mikið lagt á unga sál. Unnur var endalaust stolt af sonardóttur sinni en Rebekka Unnur, þessi frábæra og flotta stelpa, er dug- leg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Unnur sjálf var mikil handa- vinnukona og hún bæði saumaði og prjónaði á mig föt þegar ég var lítil. Einnig prjónaði hún húf- ur og sokka á strákana mína og barnabarnið mitt. Hún prjónaði líka og saumaði föt fyrir dúkkur og bangsa og man ég sérstaklega eftir listilega prjónaðri kápu sem hún prjónaði fyrir Barbie-dúkk- una mína, en þessa kápu hefur hreint ekki verið auðvelt að prjóna. En handavinnusnilling- urinn hún Unnur fór létt með það eins og annað sem hún gerði. Hún var mikil kvenfélagskona og hún sagði mér eitt sinn að eitt það skemmtilegasta sem hún gerði í kvenfélaginu væri að klæða fermingarbörnin í ferm- ingarkyrtlana, en kvenfélags- konurnar sáu einmitt um það. Henni fannst líka gaman að ferðast og fór ótal sinnum með foreldrum mínum til Kanaríeyja eftir að Ingimar, maðurinn henn- ar, lést. Einnig fannst henni mjög gaman að fara á kaffihús og spjalla svolítið yfir góðu kaffi og meðlæti. Þá var matarsmekk- ur hennar svolítið í ætt við það hvað unga fólkið vill í dag, en hún var hrifin af hamborgurum, pítsum, fiski og frönskum og var alltaf til í að fá þann mat sendan heim. Unnur kom oft til mín til Njarðvíkur og var hjá mér í viku eða tíu daga og einnig passaði hún strákana mína þegar við Pétur, maðurinn minn, fórum til útlanda. Þegar ég skellti mér í skóla og vantaði pössun í próf- unum þá var Unnur strax komin og reddaði málunum. Rúnar Haukur heitinn bjó hjá okkur Pétri í tvo vetur þegar hann fór í skóla í Reykjavík og var Unnur okkur afar þakklát fyrir það. Þegar Rúnar Haukur lést þá vorum við frænkurnar ásáttar um að heyra hvor í annarri á hverjum degi og er ég afar þakk- lát fyrir öll símtölin okkar á milli. Ég á eftir að sakna mikið elsku Unnar frænku minnar sem mér þótti ofurvænt um. En ljósið í myrkrinu er að nú er hún kom- in til þeirra sem hún elskaði og voru farnir á undan henni, eig- inmanns og einkasonar. Guð blessi minningu elsku Unnar minnar. Sigrún Ósk. Elskuleg móðursystir mín, Unnur Óskarsdóttir, sem lést hinn 7. desember síðastliðinn var stór partur af lífi mínu alla tíð. Hún bjó lengst af í næstu götu og nú undir það síðasta voru að- eins tvö hús á milli okkar. Sem barn var ég mikið hjá henni og hún passaði mig um tíma á með- an foreldrar mínir voru í fríi á Kanaríeyjum. Þá var nú aldeilis dekrað við mig og ég fékk að leika mér með bangsana hans Rúnars Hauks frænda sem mér fannst þeir allra flottustu því þeir voru í svo fallegum fötum sem Unnur hafði prjónað. Unnur var nefnilega handavinnusnill- ingur og allt sem hún gerði var bæði fallegt og vandað. Hún bjó til alls konar föt á Barbie-dúkk- urnar mínar og töfraði fram dragtir, kápur, kjóla og auka- hluti með munstrum og hvað eina. Allt þetta á ég enn þann dag í dag og passa mjög vel upp á. Kannski varð þetta líka kveikjan að því að ég lærði fata- hönnun seinna. Á meðan ég var í skólanum, og var stundum að sauma einhver ósköp, þá vissi ég að alltaf gat ég leitað til Unnar til að fá hjálp við það sem ég var að gera og var sú hjálp alveg ómetanleg. Nú í seinni tíð var hún dugleg við að prjóna svo undur falleg föt á drengina mína og minnist ég hennar sitjandi í sófanum sínum alltaf með eitt- hvað nýtt til að sýna mér þegar ég kom í heimsókn. Ég man líka vel hvernig hún brosti til mín og fór að kalla mig litlu Hugljúfu sína þegar ég var á unglingsár- unum, en sennilega hef ég verið með snert af unglingaveikinni þá og Unnur gerði bara smá grín að mér. Unnur hafði mjög gaman af því að fara til Kanaríeyja og fór ég einu sinni með henni þangað. En þar sem mamma mín átti af- mæli eftir nokkra daga og mátti því ekkert vita af okkur, þá þurftum við frænkurnar að læð- ast út um allt og láta lítið á okkur bera. Þar þekktu allir alla og við gistum á hóteli sem var rétt hjá þar sem foreldrar mínir dvöldu. Þetta leynimakk var alveg ótrú- lega skemmtilegt. Ég man líka eftir því að við Unnur vorum aft- ur saman á Kanaríeyjum, og þá í kringum jólin, og á aðfangadag fórum við í göngutúr niður á strönd þar sem við fengum okk- ur MacDonalds í hádegismat. Það fannst okkur hreint ekkert leiðinlegt. Margir héldu að Unn- ur væri mamma mín af því við vorum svo líkar og ansi oft heyrði ég fólk segja að það hefði séð mömmu mína rétt í þessu, en þá sagði ég við viðkomandi að það hefði örugglega verið hún Unnur frænka en ekki mamma. Unnur missti svo mikið þegar einkasonur hennar, Rúnar Haukur, lést langt um aldur fram nú fyrir skemmstu og það læddist að mér sá grunur að það myndi ekki líða á löngu þar til hún færi til hans því sorgin var svo mikil. Og nú eru þau mæðg- inin sameinuð á ný. Ég á alltaf eftir að sakna Unnar frænku og á eftir að hugsa mikið til hennar um ókomna tíð. Nú á sonardóttir Unnar, Rebekka Unnur, um sárt að binda og sendi ég henni, og einnig Telmu og Áróru, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Unnur frænka, við eig- um eftir að sakna þín endalaust, enda varstu elskuð af mörgum. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjölskylduna mína. Þín, Eidís Anna. Unnur S. Óskarsdóttir ✝ Unnur KristínSumarliðadótt- ir var fædd í Reykjavík 5. júlí 1934. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 7. desember 2015. Foreldrar Unnar Kristínar voru þau Bóthildur Jónsdótt- ir húsfreyja, f. að Ragnheiðarstöðum, Gaulverja- bæjarhreppi í Árnessýslu, 18. október 1897, d. 31. janúar 1989, og Sumarliði Gíslason, f. í Bakkabúð, Akranesi, 14. mars 1892, d. 15. mars 1969. Systkini Unnar eru: Guðrún Jóna (sam- mæðra), f. 1921, d. 1997, Stein- unn Lára, f. 1923, d. 2005, Gísl- ína, f. 1926, Gunnar, f 1927, d. 2015, Sigríður, f. 1931, Hildur (Stella), f. 1932, Ingibjörg, f. 1936, Gísli, f. 1938, Ásgeir, f. 1939, og Birgir, f. 1943. Unnur Kristín giftist 2. maí 1959 Hreini Sig- urðssyni, f. 20. febrúar 1930, d. 18. apríl 1993, fóstur- sonur þeirra er Sig- urgeir Ernst, f. 11. júlí 1959. Hann er kvæntur Birnu Baldursdóttur, f. 8. september 1961, þau eiga tvær dæt- ur 1) Viktoríu, f. 1985, sambýlis- maður hennar er Jón Ingiberg Jónsteinsson, f. 1982, og börn þeirra eru Róbert Elí, f. 2011, og óskírð Jónsdóttir, f. 2015, 2) Unnur Kristín, f. 1990. Unnur ólst upp á Hverfisgötu 104a í Reykjavík í stórum systk- inahópi. Hún starfaði sem verkakona við fiskvinnslu, en rak á tímabili bensínstöðina við Vitatorg ásamt Hreini manni sínum. Útför Unnar Kristínar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 18. desember 2015, kl. 15. Með djúpri virðingu og þökk fyrir allt og allt, kveð ég elsku- legu tengdamóður mína Unni Kristínu. Megi Guð geyma hana og vernda. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, Þín tengdadóttir, Birna Baldursdóttir. Elsku amma, nú þegar við kveðjum þig í hinsta sinn er okk- ur efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir að hafa alltaf átt þig að og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur. Eftir sitja allar góðu minningarnar. Eins og allar ferð- irnar í sumarbústaðinn við Hafravatn þar sem við eyddum miklum tíma með þér og afa á okkar yngri árum. Einnig fórum við í skemmtilegar ferðir til Am- eríku þar sem búðaleiðangrar einkenndu ferðirnar og þér fannst nú ekki leiðinlegt að elta okkur búð úr búð. Í þínum augum var allt sem við gerðum svo frábært. Þú varst alltaf svo stolt af okkur og af þeim afrekum sem við höfum náð í lífinu. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Það skipti ekki máli hvað það var, hvort sem það var að skutla okkur hingað og þangað um bæinn eða koma með mat til okkar þegar við vorum veikar heima, allt var þetta meira en sjálfsagt. Þegar við komum í heimsókn varst þú alltaf tilbúin með mat fyrir okkur og var það alltaf ís- lenskur heimilismatur, það er þér að þakka að við kunnum að meta góða kjötsúpu, slátur og grjóna- graut. Það verður erfitt að feta í þín fótspor þegar það kemur að matargerð. Þú varst með góðan og hnytt- inn húmor. Þú náðir alltaf að lauma að gullmolum. Þú varst alltaf svo mikill töffari. Þú kvart- aðir aldrei og sýndir alltaf svo mikla hörku og það skein í gegn þegar þú veiktist. Þú varst alltaf að hlífa okkur gagnvart veikind- um þínum. Talaðir alltaf um að það væru aðrir sem hefðu það verra en þú, svo þú gætir ekki kvartað. Þú sást ekki sólina fyrir lang- ömmubarninu þínu, honum Ró- berti Elí, og stjanaðir þú í kring- um hann eins og þú gerðir við okkur alla tíð. Þú varst svo spennt að fá nýtt langömmubarn og þegar daman fæddist í nóv- ember þá skein gleðin úr augum þínum. Það er svo dýrmætt að þú fékkst að kynnast henni. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en minningin um þig lifir í hjörtum okkar alltaf. Viktoría og Unnur Kristín. Elsku Unnur. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja elskulegu systur mína og þakka fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum saman. Ég sakna þín mikið elsku systir enn ég veit að guð tekur vel á móti þér. Ég kveð þig með þessu ljóði sem hann afi, Jón Arason orti svo fallega. Vægðu mér, svo veðrin hörð vængja stefnu ei breyti, ódauðleikans inn í fjörð er ég flugið þreyti. Heilög veri höndin þín hjálp mín lífs á kveldi, syndaskjölin svo að mín sviðni í kærleikseldi. Það fær sálu mína mett, merkta kjörum nauða, vona sé ég bjartan blett bak við gröf og dauða. Þegar hinztu ferð ég fer feigðar gegnum traðir, taktu þá á móti mér, miskunnsami faðir. (Jón Arason.) Þín systir, Sigríður (Sigga). Það fyrsta sem kemur upp í huga mínum, þegar Unnur Krist- ín er öll, er þegar heyjað var á El- liðakoti og slegið var með orfi og ljá. Það var gaman að sjá Hreinsa höndla orfið og ljáinn og Unni með hrífuna. Þar fékk ég að ferja heyið á hestvagni alla leið að Gunnarshólma, eftir að Unnur sýndi mér hvernig ætti að stýra hesti með heyvagni. Búið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsunum fram til 1948 eða 1949. Brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði. Fyrsti, og eini, reiðtúrinn sem ég fór var með Unni á hestinum Lýsingi frá Gunnarshólma, þar sem Unnur og Hreinsi stungu saman nefjum og trúlofuðust skömmu seinna. Það var oft glatt á hjalla í sum- arhúsinu Austurholti með Ingu, Unni, Gísla og Ásgeiri. Lára, Gunnar, Gilla, Sigga og Stella voru flutt að heiman þegar hér var komið. Þegar að mér sverfur sorg og sortnar í mínu geði, lít ég upp í ljóssins borg ljómar allt af gleði. (Jón Arason.) Heillandi umhverfið, Nátt- hagavatn, Hólmsá og Gudduós, afrennsli Selvatns var leikvangur krakkanna í Austurholti. Unnur var aldrei langt undan þegar poll- inn fór til veiða í Hólmsá og í Gudduóspyttinum og var hún með, sem oft áður, þegar á land kom einn stærsti urriði sem veiðst hefur á þessum slóðum. Unnur bað pabba sinn að fara til Gústa rakara, sem bjó skammt frá og var mikill veiðimaður, til að láta vigta fiskinn en hann reynd- ist vera átta pund. Það var þá sem ég sá rétta handbragðið við flökun þegar Unnur flakaði fisk- inn! Upp við tímans lækjarnið stoð og stytta okkar hlið sem heitir Unnur Kristín stoltur, því hún er systir mín. Birgir. Unnur Kristín Sumarliðadóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Nú ertu farin upp til himna. Þú varst alltaf svo góð við mig og það var alltaf svo gaman að heimsækja þig í Hraunbæinn. Takk fyrir allar pönnukökurnar, takk fyrir ísinn og takk fyrir grjónagrautinn. Ég á eftir að segja litlu systur frá því hvað þú varst góð langamma. Þinn Róbert Elí. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HREFNA RAGNARSDÓTTIR, Hraunbæ 44, sem lést föstudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 21. desember klukkan 13. . Axel Sölvason, Axel Sölvi Axelsson, Guðrún Harðardóttir, Sigrún Axelsdóttir, Ragnar Guðni Axelsson, Björk Hreiðarsdóttir, Bergur Axelsson, Jóna Guðrún Ívarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA SÓLVEIG EINARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 15. desember. Jarðsungið verður frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 21. desember klukkan 14. . Sigurhans Þorbjörnsson, Örn Sigurhansson, Susannah Jane Hume, Aðalsteinn Sigurhansson, Helga E. Kristjánsdóttir, Hákon Sigurhansson, Brynhildur Þ. Gunnarsdóttir, Málfríður Sigurhansd., Sverrir Benjamínsson, Þórir Sigurhansson, Ester R. Unnsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JEPPESEN, kennari, lést þann 15. desember síðastliðinn á líknardeild LSH í Kópavogi. Útför verður tilkynnt síðar. . Grímur Leifsson, Emil Grímsson, Rikke Elkjær Knudsen, Leifur Grímsson, Elsa Hrönn Reynisdóttir, Sigríður Sif Grímsdóttir, Árni Arnórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.