Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015
Elsku besti afi
minn með stóra og
fallega hjartað sitt
hefur kvatt þennan
heim. Hann hefur fengið hvíldina
sína langþráðu þar sem líkaminn
var orðinn lúinn og þreyttur en
alltaf var hann klár í kollinum og
munnurinn var svo sannarlega
alltaf á réttum stað; fyrir neðan
nefið. Ég á honum svo margt að
þakka, hann var svo miklu meira
en bara afi minn, hann hugsaði vel
um stóru kisuna sína eins og hann
kallaði mig allta tíð. Afi sagði mér
oft að þegar ég fæddist þá hefði
hann viljað breyta lífi sínu til hins
betra og gera allt fyrir barnabörn-
in sín. Hann stóð svo sannarlega
við það. Mínar fyrstu minningar
eru úr Benzanum hans afa en oft
fórum við í ísbíltúr í Eden í Hvera-
gerði eða í kaffi í Kvíarholt. Afa
fannst gaman að ferðast og átti
hann það til að panta sér far út
samdægurs og amma kom heim
að tómum kofanum og þá hringdi
afi frá Þýskalandi eða Ameríku í
ömmu. Ég man einnig eftir afa
keyra með mig og ömmu á hrað-
braut um allt Þýskaland og síðar
að keyra í margar klukkustundir
til Rikka í Ameríku en að keyra
um á fallegum og hraðskreiðum
bílum þar var afi kóngurinn! Það
var erfitt fyrir afa að þurfa að
Sverrir
Guðjónsson
✝ Sverrir Guð-jónsson fæddist
17. október 1933.
Hann lést 29.
nóvember 2015.
Útför Sverris fór
fram 14. desember
2015.
hætta að keyra, það
var hans ástríða. Afi
var líka langafi
barnanna minna og
þá sérstaklega
reyndist hann mér
góður þegar dóttir
mín var yngri og
dvaldi hún hjá afa og
ömmu eftir skóla
þangað til ég var bú-
in með vinnudaginn.
Afi var stoð mín og
stytta í gegnum tíðina og allt til
síðasta dags, ég gat alltaf leitað til
hans og fyrir það er ég óendan-
lega þakklát. Elsku afi minn, þú
varst og munt alltaf vera kóngur-
inn í mínu lífi! Ó, það sem ég á eftir
að sakna þín mikið.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Þín
Guðrún.
Elsku afi minn (langafi) og
besti vinur minn, með stærsta
hjartað sem ég veit um. Minning-
ar okkar eru margar saman og
þeim mun ég aldrei gleyma því þú
varst stór partur í lífi mínu. Ég er
endalaust þakklát fyrir allan tím-
ann sem ég fékk með þér og
skemmtilegu stundirnar okkar
saman. Þú hefur kennt mér svo
margt og alltaf verið til staðar fyr-
ir mig, takk fyrir allt saman. Orð
geta ekki lýst því hversu mikið ég
mun sakna þín. Þín
Sara.
Afi Árni, eða afi
skegg eins og hann
er kallaður í
Bjarmalandi, var
mikill vinnuþjarkur. Hann var
yngstur í stórum systkinahópi
sem ólst upp við fátækt í Fljót-
unum í Skagafirði.
Afi og bróðir hans Vigfús
ásamt systrum náðu með mikilli
vinnu og áræðni að byggja sig og
sína upp með síldarsöltun á gull-
árum þess tíma á Siglufirði. Þeg-
ar síldin hvarf fóru Helga og Árni
suður og byggðu upp nýtt líf við
skrifstofustörf.
Ég þekkti lítið sögurnar af
uppgangsárunum á Siglufirði. Afi
var bara afi. Hann var glaður,
söngelskur, skapstór og snyrti-
legur.
Ég á fjölda minninga með hon-
um í bæ og í borg, í Fljótunum, í
bláa Saab-bílnum, í litla kofanum
við Heytjörn, ótal gistinætur í
Fellsmúlanum, og þegar ég þreif
eða skrifaði reikninga í Ármúla
21 í Gátun.
Borðið hans afa var alltaf eins
og ekkert væri að gera, allt á sín-
um stað. Í einni timburöskju voru
svo sælgætismolarnir handa mér
og öðrum barnabörnum.
Það var samt oftar amma sem
var eigandi sælgætisins – afi
borðaði bara grænmeti og fisk
sem var frekar sérstakt fyrir
mann á hans aldri. Við fórum
stundum í helgarbíltúr til Hvera-
gerðis að fá alvöru grænmetis-
fæði í hádegismat hjá Náttúru-
lækningafélaginu. Seinna, þegar
Árni Jóhann
Friðjónsson
✝ Árni JóhannFriðjónsson
fæddist 25. ágúst
1927. Hann lést 3.
desember 2015.
Útför Árna fór
fram 14. desember
2015.
hann vann hjá
Lyfjastofnun gekk
hann oft niður í bæ,
og stundum á skrif-
stofu Ríkisspítala
þar sem amma réð
ríkjum, tók við
greiðslu sem féhirð-
ir. Stundum hitti ég
hann á gangi og þá
var hann iðulega að
borða epli. Hann
borðaði bara eitt
epli í hádeginu. Alltaf!
Í mörg ár voru Helga amma og
afi með sælureit rétt fyrir utan
borgina. Þau dvöldu þar næstum
allt sumarið og ég fékk að gista
margoft.
Afi gróðursetti það land allt og
í dag er þar mikill skógur. Hann
sló aldrei af og hamaðist vikum
saman við vegagerð, gróðursetn-
ingu, að kasta skít á allan gróður
eða við að girða. Í gróðurhúsinu
var grænmeti og blóm og fleira
góðgæti sem ég fékk reglulega að
njóta, bæði sem barn og svo þeg-
ar við Hallbjörn vorum byrjuð að
búa.
Á síðari árum fengum við að
heyra fleiri sögur frá því í gamla
daga frá afa. Okkur þykir vænt
um að eiga þær sögur, söguna
þegar afi gekk á eftir ömmu til að
krækja í sætustu konuna í pláss-
inu, af söng hans og þegar hann
flaug til fjarlægra landa sem
flugmaður.
Síðustu ár var minnið farið að
gefa sig, kjöt varð aftur ljúffengt,
vínarbrauðin enn betri og ýmis-
legt gleymdist – en áfram söng
afi.
Hann hefur nú sungið sinn síð-
asta söng hjá okkur.
Hvíl í friði, elsku afi. Hall-
björn, Karl, Atli, Ólöf og Embla
og ég biðjum að heilsa.
þín,
Þorbjörg Helga.
Stoppi hver
klukka! Klippið
símavír!
Þá er ég sit í
sætri hafgolunni við öldurót Ben-
galflóa og læt hugann reika til
nýlátins föður míns kallast fram
glaðlegar myndir af uppvaxtar-
árum mínum er renna saman við
aðra fjarlæga sjávarsýn, Ægisíð-
una. Þar við Skerjafjörðinn blasir
við fagurlega búið heimili og sú
virðingarfulla og kærleiksríka til-
vera er faðir minn Bjarni og móð-
ir mín Diljá skópu okkur systk-
inunum, dóttur minni, ætt og
vinum.
Bjarni
Guðjónsson
✝ Bjarni Guð-jónsson fæddist
17. ágúst 1927.
Hann lést 29. nóv-
ember 2015.
Útför Bjarna fór
fram 16. desember
2015.
Kann ég foreldr-
unum þakkir fyrir
ljúfar bernskuminn-
ingar og frjáls upp-
vaxtarár. Var oft
glatt á hjalla og
spennandi, einkum
á hátíðastundum, er
stórfjölskyldan frá
Hafnarfirði og suð-
ur með sjó samein-
aðist okkur.
Örlátur andi
gestrisni sveif um húsakynnin og
fordómalaust umburðarlyndið
aflaði hjónunum samheldnu
aðdáenda. Gaman var að sjá Stór-
val sjálfan stinga inn kolli á góðri
stund og stórskrýtin vinamergð
mín, tíðum framandi listaspírur
frá fjarlægum ströndum, raskaði
sálarlífi þeirra lítt. Allir voru
jafnir og jafn velkomnir.
Faðir minn, fæddur í fátækt á
Bjarnastöðum, hvar beljurnar
baula, bar brátt til manns,
menntaði sig af festu og varð fag-
maður fram í fingurgóma. Fátítt
var hversu ungur hann varð vel
sigldur sem gutti á strandferða-
skipinu Esju. Ók fínn um sveitir
með vindinn í rauðkrulluðum
makkanum á eigin drossíu. Svell-
kaldur töffari sem sór þess eið að
kvænast móður minni þá er hann
leit hana augum fyrst yfir dans-
gólfið í Breiðfirðingabúð. Ósk
hans um vilyrði hennar varð hans
gæfuspor. Þau gengu að eiga
hvort annað; hún sautján kasól-
étt, hann nítján. Kostulegt.
Pabbi var góður félagi, ávallt
til staðar með allt á hreinu; ósér-
hlífinn, hjálpsamur og einstak-
lega greiðvikinn. Satt að segja
minn albezti trúnaðarvinur og
höfðum við yndi af samveru og
dægurhjali.
Sóttum tíðum friðsælt morg-
unsund í Vesturbæjarlaug og er á
daginn dró, blóði drifinn kvik-
myndahasar í Háskólabíó.
Gaman var að heyra ævintýra-
sögur hans af stríðsárunum, bís-
unum á Grímsstaðaholtinu, Kjar-
val á Holtinu, heimsreisunni
viðburðaríku eða þá er hann brá
sér glettilega af bæ í leit að frek-
ari næturgamni til Karíba-
hafsins, kærri móður minni til
ólundar og armæðu.
Þrátt fyrir farsælan ferill,
veraldarsigrum og vegtyllum vel
skreyttum, var framreiðslumað-
urinn knái hógvær einfari og
bóndi innst í eðli sínu er undi sér
bezt í náttúrunni með skóflu eða
haka í hönd og húfu á höfði.
Ræktaði jarðarber, fuglavinur
mesti, kvikur á fæti og nánast
hamslaus jarðýta til verka í frí-
tíma sínum. Þúsundþjalasmiður í
ljónsmerki með stáltaugar. Til
marks um elju hans og skapfestu
reisti hann risið á æskuheimilinu
og sumarhús með eigin hendi
hvar fjölskyldan og vinir áttu
friðarskjól og ómældar unaðs-
stundir.
Eðlislæg umhyggja, æðruleysi
og rólynd nánd aflaði pabba virð-
ingar margra vildarvina jafnt í
starfi og leik. Hann var góð
mannvera. Þögull og þrautseigur
öðlingur. Við Gígja munum ávallt
minnast hans af þakklæti, kær-
leika og stolti og þökkum jafn-
framt starfsfólki Landspítalans,
hans kæru Maríu og öðrum
traustum og glaðlyndum vinum
hlýju og umhyggju í hans garð.
Guðjón Bjarnason.
Elsku Nína mín.
Hérna sit ég og
hugsa hvað ég á að
skrifa til þín, orð fá
ekki lýst sorginni sem er í hjarta
mínu núna. Mér finnst heimurinn
hafa minnkað eftir að þú fórst.
Ég reyni að rifja upp góðu
stundirnar okkar, en verð svo of-
boðslega sár þegar ég hugsa að þú
sért farinn frá okkur. Þú varst svo
góð manneskja, og einn sá mesti
töffari sem ég hef þekkt. Þú komst
öllum til að hlæja og það var alltaf
svo mikil gleði í kringum þig.
Ég man þegar ég hitti þig fyrst,
mér fannst þú svo frábær og
skemmtileg og úr varð mikil og
góð vinátta í tíu ár.
Þú talaðir oft um Fagradal og
það var þinn griðastaður, ég fékk
þann heiður að koma þangað einu
sinni til þín og það var æðislegt,
það geislaði af þér innan um fjöl-
skylduna þína og dýrin. Þú sýndir
mér sveitina og sagðir mér sögur,
ég gleymi aldrei þeim degi.
Og dagarnir þegar við rúntuð-
um um og töluðum saman um
heima og geima.
Ég minnist ófárra stunda sem
við áttum á spjalli, þú varst svo
klár og vissir allt, ég leitaði oft
Jónína
Marteinsdóttir
✝ Jónína Mar-teinsdóttir
fæddist 11. apríl
1974. Hún lést 13.
nóvember 2015.
Útför Jónínu fór
fram 15. desember
2015.
ráða hjá þér, þú
gafst mér svo mikið.
Elsku Nína mín,
ég vildi að ég hefði
getað kvatt þig, við
höfðum ekki talað
saman í nokkurn
tíma en ég var svo
viss um að eiga eftir
að hitta þig aftur.
Þú skilur eftir mikl-
ar og góðar minn-
ingar.
Ég hef aldrei kynnst eins góðri
og fallegri stelpu og þér, svo
hjartahlý og með svo stóran per-
sónuleika.
Elsku Nína mín, núna ertu
komin til englanna og þar hafa
margir vinir tekið á móti þér. Og
þangað til við sjáumst aftur: rokk
og ról.
Elsku Daði, Gabríel og fjöl-
skylda, megi algóður Guð styðja
og styrkja ykkur í sorginni.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Arinbjörn Árnason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, afa, langafa og
langalangafa,
JENS KRISTJÁNSSONAR,
Breiðuvík 6, Reykjavík,
sem lést hinn 13. október síðastliðinn.
.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur Jensson, Ragnheiður Þórólfsdóttir,
Sigurður Jensson, Sjöfn Kolbeins,
Jóna Karen Jensdóttir, Guðjón Símonarson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
LÁRUSAR JÓNSSONAR,
Hólastekk 6.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
deildar 13-E og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir
einstaka umönnun. Jafnframt sendum við ykkur öllum hugheilar
jólakveðjur.
.
Guðrún Jónsdóttir,
Jón Ellert Lárusson, Sigrún Ásdís Gísladóttir,
Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Marta Kristín Lárusdóttir, Guðmundur Valsson,
Jónína Sigrún Lárusdóttir, Birgir Guðmundsson.
Halla var fædd
og uppalin í Glerár-
þorpi sem nú er hluti af Akur-
eyri. Þau voru sex börnin sem
foreldrar hennar, Guðlaug og
Freysteinn, eignuðust en fjögur
komust til fullorðinsára, þau Sig-
ríður, Sigurður, Hallfríður Krist-
Hallfríður Kristín
Freysteinsdóttir
✝ HallfríðurKristín Frey-
steinsdóttir fæddist
27. febrúar 1928.
Hún lést 22. nóv-
ember 2015.
Útför Hallfríðar
fór fram frá Garða-
kirkju 1. desember
2015.
ín og Pétur sem lifir
þau systkinin. Sam-
band þeirra systkin-
anna var alla tíð
mikið og afar gott.
Seinni árin töluðu
þau systkinin sam-
an daglega.
Halla og Örn
Eiðsson, eiginmað-
ur hennar, settust
að í Kópavogi og
síðar Garðabæ og
þar bjó hún fjölskyldu sinni fal-
legt heimili sem gott var að
sækja heim. Eftir að Örn féll frá
flutti hún á Snorrabraut í
Reykjavík og dvaldi svo síðustu
árin á Droplaugarstöðum.
Halla var félagslynd og vann
við ýmis og fjölbreytt störf um
ævina. Hún var hávaxin og glæsi-
leg kona sem hafði næmt auga
fyrir að fegra umhverfi sitt og
sinna. Fallegi garðurinn, blóma-
skálinn, glerlistaverkin og ker-
amikverk af ýmsu tagi koma upp
í hugann – allt lék í hennar flinku
höndum.
Oft minntist hún á dvöl sína í
Flatey á Skjálfanda en þangað
kom hún fyrst 10 eða 11 ára göm-
ul til sumardvalar hjá Sigríði,
systur sinni, og manni hennar,
Bjarna Jóhannessyni. Þannig
þróuðust mál að öll systkinin,
sem komust á fullorðinsár, áttu
viðkomu um lengri eða skemmri
tíma í eynni. Og það fór ekki á
milli mála að sumrin í Flatey
voru ævintýri líkust, þar lærði
hún fyrstu danssporin, kynntist
eftirminnilegu mannlífi eyjarinn-
ar og reyndi sig í nýjum verk-
efnum. Hún sagði svo skemmti-
lega frá vinnunni við að tína
kríuegg, passa börn og stokka og
beita fiskilínu í beitingarskúr en
þar hófst vinnan fyrir allar aldir
á morgnana. Greinilegt var að
mikil kátína og lífsgleði fylgdi því
unga fólki sem þar vann saman.
Og margt skemmtilegt átti hún
eftir að upplifa um dagana. Hún
sjálf var þannig gerð að það var
mannbætandi að vera í návist
hennar. Þegar Halla kom í heim-
sókn fylgdi henni fjör og hlátur
því hún hafði lag á að finna
spaugilegar hliðar á sérhverju
máli. Skopskynið fylgdi henni allt
fram á síðasta dag og auðgaði líf
allra þeirra sem hana umgeng-
ust. Elsku mágkona og frænka,
þökk sé þér fyrir ánægjulega
samfylgd og góðar minningar.
Sigrún Lovísa Grímsdóttir,
Grímur, Freysteinn, Hulda
Guðlaug, Guðbjörg,
Sigurður og Sigrún Lovísa
Sigurðarbörn og makar.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar