Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 36

Morgunblaðið - 18.12.2015, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 ✝ Erlingur Bjart-mar Ingvars- son fæddist á Blönduósi 13. apríl 1946. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 3. des- ember 2015. Foreldrar hans voru Ingvar Ágústsson, f. 12.1. 1906, d. 13.10. 1996, og Sigurlaug Jósefína Sigurvaldadóttir, f. 13.11. 1914, d. 21.1. 1986. Systkini Erlings eru Sigurvaldi Óli, f. 8.3. 1935, d. 15.10. 2012, Sigmar, f. 12.9. 1936, Guðlaug, f. 26.9. 1938, Erla, f. 26.9. 1938, Hreinn, f. 15.6. 1940, d. 15.8. 2014, Hann- es, f. 16.1. 1945, Hörður Viðar, f. 28.4. 1949, Guðmundur, f. 24.2. 1951, Sigurlaug, f. 20.10. 1952, og Bára, f. 1.4. 1954. Erlingur kvæntist Guðrúnu Atladóttur, f. 9.11. 1951, þau skildu. Saman áttu þau soninn Bjartmar Frey Erlingsson, f. 21.4. 1980, maki Nanna María Elfarsdótttir, f. 27.7. 1979, börn 12.4. 2012, og Rökkva Örn, f. 12.4. 2012. Fyrir átti Íris þau Kristin Frey Óskarsson, f. 15.7. 1993, Emilíu Þóru Ólafsdóttur, f. 24.2. 2006, og Ólaf Styrmi Ólafsson, f. 15.4. 2008. Grettir átti áður Arnar Breka, f. 13.1. 2004. Erlingur ólst upp á Ásum í Langadal. Hann var með fjárbú- skap á Hamri frá árinu 1965. Hann keypti Hamar árið 1970, 1976 byggði hann þar íbúðar- hús og bjó þar alla sína ævi fyr- ir utan tvo vetur sem hann varði á höfuðborgarsvæðinu. Erlingur var með fé í 24 ár en sneri sér að skógrækt þegar þeim búskap lauk. Erlingur vann ötullega að skógrækt á Hamri og hlaut viðurkenningu frá Landssamtökum skógareig- enda fyrir ötult skógrækt- arstarf. Erlingur hefur unnið ýmis tilfallandi störf, svo sem vinnu við sláturhús, girðingar- vinnu, timburvinnslu, leikskóla og fiskvinnslu svo eitthvað sé upptalið. Erlingur vann í 16 ár á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi. Hann var fyrst og fremst náttúruunnandi og hafði unun af því að umgangast dýr og vera úti í náttúrunni við störf sín. Útför Erlings fór fram í kyrr- þey í Svínavatnskirkju að ósk hans 12. desember 2015. þeirra eru Sandra Björk, f. 20.7. 2008, og Tómas Pálmi, f. 1.7. 2010. Fyrir átti Guðrún þrjú börn: a) Rósu Vigfús- dóttur, f. 18.8. 1972, maki hennar er Sigursveinn Óskar Grétarsson, f. 14.4. 1975. Börn þeirra eru Vigfús Grétar, f. 8.2. 2014, og Sigurður Grétar, f. 2.3. 2015. Fyrir átti Rósa tvær dætur, Bergþóru Kjartansdóttur Long, f. 11.6. 1995, og Bjargeyju Kjartansdóttur Long, f. 18.1. 1998. b) Atla Örlygsson, f. 12.12. 1970, maki hans er María Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 10.4. 1973, saman eiga þau Guðrúnu Ölmu, f. 30.5. 2001. Fyrir átti María tvo syni, Kristin Hrannar Hjaltason, f. 23.6. 1991, og Bjartmar Frey Hjaltason, f. 23.10. 1994. c) Írisi Kristins- dóttur, f. 21.5. 1975, maki henn- ar er Grettir Adolf Haraldsson, f. 29.10. 1975. Saman eiga þau tvo syni, þá Hrafn Unnar, f. Jæja pabbi minn, þá ertu far- inn. Vissi ekki að það yrði svona mikið tóm við að missa þig. Betri föður er erfitt að ímynda sér, þú kenndir mér svo margt og þó að ég færi ekki alltaf eftir því þá voru þau gildi sem þú kenndir mér alltaf bak við eyrað. Síðan ég man eftir mér finnst mér þú hafa komið fram við mig sem jafningja, þó að maður væri bara barn eða unglingur sem hélt að maður vissi allt. Ein sterk minning er þegar þú leiddir mig upp á hálsinn og varst að spyrja mig hvað mér fyndist um að hætta að vera með kindur, og það sem mér finnst svo merki- legt er að þú hlustaðir á hvað mér fannst þó að ég væri ekki orðinn tíu ára. Þú hafðir alltaf eitthvert lag á að heyra í þeim sem aðrir hlustuðu lítið á og sást oft meira í fólki en það sem blasti við öðrum. Þú vissir að þó að fólk passaði ekki í normið hafði það oft merki- lega sögu að segja. Ég veit ekki hversu margar vísur þú þuldir upp fyrir mig í veikri von um að eitthvað myndi síast inn af innihaldi þeirra. Ég lærði að meta þær en það er langt frá því að ég geti þulið þær upp fyrir aðra. Ein af vísunum náði þó að skjóta rótum eftir að hafa heyrt hana líklega oftar en góðu hófi gegnir, það er Ekkjan við ána eftir Guðmund Friðjónsson: Hví skyldi ég ekki reyna að byrla Braga full og bræða, steypa og móta hið dýra feðra gull ef heimasætan kynni að horfa á aðferð mína og hlusta á stutta sögu um mömmu og ömmu sína. Sandra og Tómas eiga eftir að sakna þín. Þú hafðir eitthvert lag á að vera dálítið dularfullur og spennandi þar sem þau vissu ekki alveg hvar þau höfðu þig en fundu samt öryggið sem fylgdi þér. Þau náðu að vera með þér í veikindunum þínum og tengjast þér enn betur í gegnum þann tíma. Það var eitthvað svo fallegt við að þú skyldir reyna að faðma börnin þó að þú næðir því ekki al- veg, það var síðasta hreyfingin sem ég sá hjá þér. Það er ekki lítið ævistarf sem þú skilur eftir þig, þú náðir að gera þig skuldlausan, að vera engum háður og að fylla jörðina af skógi sem mun vaxa og dafna um ókomin ár. Takk, pabbi, fyrir að gera mig að þeim manni sem ég er í dag og fyrir að sýna mér hvernig ég á að vera góður faðir fyrir mín börn. Hvíl í friði. Þinn sonur, Freyr. Erlingur var alveg einstakur maður, á svo margan hátt. Að fylgjast með því baráttuþreki sem hann bjó yfir allt til síðasta dags var aðdáunarvert. Hann háði erfiða baráttu en hann barð- ist hatrammlega, þótt baráttan hafi oft reynst honum erfið bæði líkamlega og andlega. Þetta baráttuþrek einkenndi hann allan þann tíma sem ég þekkti hann. Aldrei féll honum verk úr hendi og það eru fáir sem myndu leika eftir þá miklu vinnu sem hann vann á Hamri við uppbygg- ingu jarðarinnar. Enda var jörðin hans honum allt, hjarta hans og sál. Þau voru eitt og þar leið hon- um alltaf best. Samband okkar tveggja var mjög skemmtilegt, við gátum verið ósammála og rökrætt ýmis mál en oftar en ekki vorum við sammála og gátum rætt allt milli himins og jarðar, helst töluðum við um uppeldismál, umhverfis- mál og samfélagsvandamál. Hann var svo nægjusamur og nýtinn og blöskraði iðulega asinn og bruðlið í þjóðfélaginu. Af hon- um lærði ég margt og hefur hann haft meiri áhrif á mig en ég heft gert mér grein fyrir. Við ræddum Frey og börnin okkar mikið og alltaf kom sama blikið í augu hans er við ræddum hann. Stoltið af drengnum sínum og öllum hans gjörðum var ótvírætt. Hann var svo stoltur af þeim manni sem hann er orðinn og á Erlingur þar mikinn heiður skil- inn. Hann elskaði börnin mín, barnabörnin sín, afar heitt og fannst þau alltaf einstaklega vel gerð börn, hann söng fyrir þau og sagði þeim sögur. Hann var að semja bók handa þeim sem hann náði því miður ekki að klára. Hans síðasta hreyfing í lífinu var að rétta upp hönd sína til að reyna að taka utan um þau er þau kvöddu hann í síðasta sinn. Þar skein baráttuþrekið og umhyggj- an í gegn þótt hann ætti ekkert eftir. Erlingur, ég þakka fyrir allar okkar stundir og allt sem þú hef- ur kennt mér. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Nanna María. Það hverfa til moldar menn og verk og manni finnst þynnast um bekki. En heimdragans taug er töluvert sterk hún tognar – en slitnar ekki. Og þegar í langferð þú leggur úr vör er litla kotið þitt með í för. (Höf.: Hannes Ágústsson. ) Landseti Krists, vinur minn og fermingarbróðir á Hamri í Svína- vatnshreppi, Erlingur B. Ingv- arsson er látinn. Banamein hans var krabbamein, sá slóttugi sjúk- dómur. Við Erlingur vorum saman í farskóla í Svínavatnsskólahverfi og fermdumst tveir saman í sam- nefndri kirkju hinn 6. júní 1959. Þegar Erlingur tók Hamar á leigu, var jörðin Kristfjárjörð gefin til handa fátækum. Sagði hann að sér yrði fyrirgefið allt og yrði alltaf fátækur, því hann væri landseti Krists. Jörðin Hamar er meðalstór og nýtur umhverfisins þar sem Gunnfríðarskógur er fyrir norð- an hana. Mestan part er gróið land með frjósömum moldarjarð- vegi, gott land niðri við Blöndu til kornræktar. En það háði framgangi á Ba- kásajörðunum, sem svo eru kall- aðar, að vegasamband komst ekki almennilega á og því varð öll uppbygging erfið og háði það framþróun byggðarinnar Erlingur hóf að byggja íbúðar- hús árið 1976. Þegar ég hafði áhyggjur af því að hann væri að reisa sér hurðarás um öxl sagði hann við mig: „Þú skalt nú sjá að þetta tekst allt saman, lagsmað- ur.“ Og það gekk eftir. Erlingur var harðduglegur og ósérhlífinn maður, vel gefinn og skákmaður góður. Erlingur var í sambúð með Guðrúnu Atladóttur og eignuðust þau einn son, Bjartmar Frey. Guðrún og Erlingur slitu sam- vistum. Guðrún kom með tvö börn í bú þeirra og hafa börnin alltaf haldið mikilli tryggð við hann. Hann sagði mér eitt sinn að hann væri hamingjusamur mað- ur með son sinn og fósturbörn. Erlingur gerðist skógarbóndi þegar fjárstofn hans var felldur vegna riðuveiki og hóf skógrækt á jörðinni Hann fór þá að vinna á sambýli á Blönduósi sem hann var ánægð- ur með. Hamar er vel til skóg- ræktar fallin og er þar núna kom- inn álitlegur skógur. Erlingur hafði sterkar taugar til jarðarinn- ar og sagði oft að ekki færi hann frá Hamri nema láréttur. Erlingur var skemmtilegur, ágætur sögumaður og minnugur. Ein minnisstæð saga var þegar við vorum í landafræðitíma á Höllustöðum og Stefán kennari á Kagaðarhóli renndi niður landa- kortinu sem var að ég held eini hluturinn sem fylgdi farskólan- um milli bæja. Stefán benti strangur á sundið milli Frakk- lands og Englands og spurði hvað það héti. Allir götuðu. Þá fór Stefán að toga skyrtuna fram úr erminni. Þá urðu nú allir mjög vitrir og sögðu Ermarsund einum rómi. Við Erlingur fórum lengst af saman í seinni göngur á Auðkúlu- heiði. Hann var jafnan vel búinn gangnamaður með trausta hesta og ratvís. Ég kveð nú þennan góða æskuvin minn með söknuði. Ég veit að áfram verður haldið því góða starfi á Hamri, sem Erling- ur hóf og jörðin er í góðum hönd- um. Við, Inga Þórunn, biðjum fólki hans blessunar og sendum því samúðarkveðjur. Þorsteinn H. Gunnarsson. Erlingur Bjartmar Ingvarsson HINSTA KVEÐJA Hæ afi. Ég sakna þín mjög mikið og ég man þegar við vorum í blómagarði á Akureyri og það var mjög gaman. Gangi þér vel uppi í himninum. Vonandi mun Jesús passa upp á þig. Ég sakna þín. Vonandi mun þér líða vel uppi á himninum. Bæ afi, ég elska þig. Sandra Björk. Bæ afi. Gangi þér vel uppi á himninum. Takk fyr- ir nammið. Ég elska þig. Tómas Pálmi. ✝ Sigvaldi ValSturlaugsson fæddist í Stykk- ishólmi 13. ágúst 1928. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi þann 25. október 2015. Sigvaldi Val var sonur hjónanna Sturlaugs Jóns Ein- arssonar, f. 16.3. 1887, d. 27.4. 1968, og Rann- veigar Steinunnar Bjarnadótt- ur, f. 3.5. 1890, d. 17.2. 1984. Eftirlifandi eiginkona Sigvalda Val er Ingveldur Stella G. Sveinsdóttir frá Grindavík, f. 27.2. 1933. Börn þeirra eru: 1) Sveinn árið 1944 á b.v. Snorra goða, var á b.v. Viðey og b.v. Akurey til síðla árs 1948 og á Skeljungi árin 1948-1952. Tók farmanna- próf árið 1953. Stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni og Skipaút- gerð ríkisins til 1955. Hætti þá sjómennsku. Vann við trésmíði í Reykjavík og Mosfellssveit 1955-1962. Sveinspróf í húsa- smíði 1959, próf frá Kennarahá- skóla Íslands árið 1965 og meistarapróf í húsasmíði 1970. Kennari í Brúarlandi og Var- márskóla í Mosfellssveit 1962- 1964 og 1965-1967. Stærð- fræðikennari í Miðbæjarskól- anum í Reykjavík 1964-1965. Kennari í barnaskólum Kópa- vogs 1967-1973 og í Varmárs- kóla frá 1974 til starfsloka árið 1994. Í byggingarnefnd Mos- fellshrepps 1966-1970 og í sókn- arnefnd Lágafellssóknar 1966- 1973. Útför Sigvalda Val fór fram í kyrrþey þann 2. nóvember 2015. Val Sigvaldason, f. 7.9. 1953, m. Úlf- hildur Guðmunds- dóttir, f. 24.6. 1955. Dætur þeirra eru Anna Ýr, Ingveldur Stella og Karitas. 2) Steinar B. Val Sigvaldason, f. 15.5. 1959, m. Inga Rún Ólafsdóttir, f. 3.5. 1963. Börn þeirra eru Vignir Val og Valdís. 3) Sigurlaug Ásta Sigvaldadóttir, f. 13.2. 1968, m. Páll Rúnar Guðjónsson, f. 6.3. 1960. Dóttir þeirra er Steinunn Bjargey en synir Páls frá fyrra hjónabandi eru Sigurður Rúnar, Guðjón, Egill og Páll Kristinn. Sigvaldi Val hóf sjómennsku Skólabraut 3, var svarað með dimmri en ákveðinni röddu. Smá hik hjá mér. „Er, er, er Sigurlaug við?“„Nei, hún er ekki við.“ Smá hik aftur. „Áttu von á henni fljót- lega?“ „Nei, það held ég ekki. Get ég skilað einhverju?“ „Nei, ég reyni bara aftur, takk fyrir.“ Þetta var það fyrsta sem fór okkur á milli, mér og elskulega tengda- pabba mínum, Sigvalda Val Stur- laugssyni, fyrir rúmum tuttugu árum. Sigvaldi Val var algjört eð- almenni, en svolítið þrjóskur, áhugamaður um menn og málefni. Alltaf þegar maður kom í heim- sókn í Sóló spurði hann um líðan minna foreldra, barna og síðar barnabarna. Sigvaldi lét sig varða alla fjölskylduna, hvort sem þau voru í beinan legg eða ekki. Með okkur tókst mikil vinátta og frá mínum bæjardyrum séð virðing. Valdi var alltaf tilbúinn að aðstoða okkur Sillu eins og hann gat og hafði orku til og þau skipti þegar við Sigurlaug vorum að flytja, inn- rétta eða að laga húsnæði okkar kom hann með góð ráð, enda menntaður húsasmíðameistari. Minnist ég helst vinnu okkar við að gera upp gamla eldhúsinnrétt- ingu í íbúð okkar við Rauðagerði í Reykjavík. Þar spratt fram gamli smiðurinn þar sem gömul innrétt- ing varð betri og fallegri en ný. Við fæðingu dóttur okkar Steinunnar Bjargeyjar kynntist ég nýrri hlið á Valda sem var alveg óskaplega mikil þolinmæði við dóttur okkar við ýmsa leiki eins og t.d. vaska upp en þá var allt rifið upp úr skúffum og skápum og vaskað upp þó hreint væri, áttu þau tvö margar gæðastundir sam- an. Hann reyndi að koma á við- burði í söng og skólastarfi Stein- unnar eins og hann gat og jafnvel meira þegar þrekið fór þverrandi síðustu ár. Það er engin tilviljun að dóttir mín tók upp hjá sjálfri sér að þegar hún var spurð að nafni bara nokkurra ára gömul var svarið: Steinunn Bjargey Sig- valdadóttir Pálsdóttir sem lýsir sambandi þeirra vel. Eftir kynni mín af Sigvalda Val Sturlaugssyni þessi rúmu 20 ár get ég með stolti sagt að kynni mín af Valda hafa gert mig að betri manni. Hvíldu í friði, kæri vinur. Þinn tengdasonur, Páll Guðjónsson. Elsku yndislegi frændi og vin- ur. Það er mikill missir að fá þig ekki lengur í heimsókn brosandi og glaðan. Þú varst glæsilegur og fallegur maður sem geislaði af. En þú varst oft mjög lasinn en lést á engu bera. Það verður erfitt að fylla þitt skarð. Það var ávallt gaman að koma til ykkar Stellu, þið áttuð svo vel saman og alltaf jafn hamingjusöm. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá mér, meira eins og bróðir frekar en móðurbróðir. Mig langar að láta þessa vísu fylgja með sem faðir minn orti, mér finnst hún passa svo vel við þig. Ræður mest um gæfugildi göfuglyndi þess sem ber. Ávallt sýna öðrum mildi eðli hefur skapað þér. (S.S.) Ég kveð þig, elsku Valdi minn, og bið Guð að varðveita þig og þína fjölskyldu sem á um sárt að binda. Með miklum söknuði, elsku frændi minn, þökk fyrir allt og allt. Steinlaug Sigurjónsdóttir. Sigvaldi Val Sturlaugsson Ég var svo lán- samur að kynnast Lárusi Jónssyni fyrir u.þ.b. 25 árum. Ég var þá skipaður í stjórn LÍN um leið og hann. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna var þá nán- ast gjaldþrota eftir ráðsmennsku vinstrimanna um nokkurt árabil. Þá, eins og jafnan, lét vinstri- mönnum vel að eyða annarra fé og skuldadagar eru þeim mörg- um framandi hugtak. Að sjálf- sögðu var Lárus skipaður for- maður sjóðsins. Á fyrsta starfsári nýrrar stjórnar tókst að skera út- gjöld ríkisins til sjóðsins niður um 40% og viðhalda getu sjóðsins til námsaðstoðar á sama tíma. Leiðarljós Lárusar var sanngirni og réttlæti ásamt eðlilegum kröf- um um námsárangur. Af fáum hef ég lært meira um árangur í samstarfi en Lárusi heitnum. Hann ritaði allar fund- argerðir sjálfur, bæði sem for- maður sjóðsins og síðar sem framkvæmdastjóri. Það voru auðvitað klókindi, í besta skiln- ingi þess orðs. Aldrei beitti hann neinn ofríki og aldrei lét hann það í ljós með neinu offorsi ef honum mislíkaði eitthvað. Alltaf var hon- Lárus Jónsson ✝ Lárus Jónssonfæddist 17. nóvember 1933. Hann lést 29. nóv- ember 2015. Útför Lárusar fór fram 11. desem- ber 2015. um mikið í mun að ná samstöðu innan stjórnar sjóðsins ef þess var nokkur kostur og yfirleitt tókst það. Öðrum stjórnarmönnum leyfði hann að njóta sín og tók öllum góð- um tillögum vel og reyndi ekki að eigna sér annarra verk, heldur hvatti hann aðra áfram. Utan funda þegar saman var komið til skemmtunar var gaman að vera með Lárusi. Hann var sögumaður góður. Þegar hann sat fyrst á þingi fengu þingmenn af landsbyggðinni greitt til að fara heim til sín einu sinni í mán- uði að hitta konu og börn. Þegar matráðskonan spurði þetta sagði hún við Lárus: „Og finnst þinginu það nóg?“ Mér fannst Lárus sameina margt af því besta í fari stjórn- málamanna. Hann var öfgalaus í skoðunum og lét skynsemina ráða afstöðu sinni umfram allt. Um útgjaldatillögur án innistæðu sagði hann jafnan að ríkissjóður væri ekki ótæmandi auðlind. Það kunna að virðast einföld sannindi, en fréttamennirnir, margir hverjir, sýna og sanna að þau sannindi eru ekki öllum kunn. Lárus var mannasættir. Mættu fleiri slíkir sitja á Alþingi en nú er. Alþingi nyti þá þeirrar virð- ingar sem vert væri. Einar S. Hálfdánarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.