Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Omar Salama, skákdóm-ari og skákkennari viðHjallastefnuna, er 35 ára í dag. Hann er sá eini á Norðurlöndunum sem er með réttindi til að halda námskeið fyrir skákdómara á vegum Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE. Hann var 1. dómari á Ólympíu- skákmótinu í Istanbúl í Tyrk- landi 2012 og var fyrsti íslenski skákdómarinn á ólympíumóti. Hann dæmdi einnig á ólympíu- mótinu í Tromsö í Noregi 2014 og var yfirdómari á Evrópu- móti landsliða sem haldið var í Laugardalshöll fyrir skemmstu. Hann situr í stjórn Skáksambands Íslands, stjórn Taflfélag Reykjavíkur og er í stjórn hjálparsamtakanna Sól í Tógó. Hann er líka formaður dómaranefndar Skák- sambandsins og situr í dóm- aranefnd FIDE. Hann er með alþjóðleg skákmótshaldara- og skákþjálfararéttindi. Omar hefur unnið fyrir Hjallastefnuna síðan 2009 og hafði áður kennt skák í Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. „Í ár vann vinnustaðurinn minn, Laufásborg, hvatningarverðlaun frá Reykjavíkurborg fyrir skákkennslu í leikskólanum.“ Omar fæddist í hafnarborginni Alexandríu í Egyptalandi. „Faðir minn var stærðfræðikennari í 45 ár og móðir mín var einnig kennari. Svo á ég eldri bróður sem er verkfræðingur. Ég fluttist til Íslands árið 2006.“ Synir Omars, Adam 8 ára og Jósef 4 ára, eru báðir efnilegir skákmenn. Adam er Íslandsmeistari í skák 8 ára og yngri, en í ár var í fyrsta sinn keppt í þeim flokki, og Jósef vann sinn aldursflokk, fimm ára og yngri, á jólamóti Víkingaklúbbsins í sínu fyrsta móti sem haldið var fyrir rúmri viku. Omar er í fríi í Kaíró þessa stundina en fer síðan til Doha, höfuð- borgar Katar, að dæma á Qatar masters open, sem er sterkasta opna mótið í skáksögunni. Það var í fyrsta sinn haldið í fyrra, en mótið verður enn sterkara í ár og mun sjálfur heimsmeistarinn, Magnus Carlsen, keppa á mótinu ásamt köppum eins og Vladimir Kramnik. „Í dag ætlar pabbi að halda stóra afmælisveislu fyrir mig og á morgun fer ég til Doha. Í byrjun janúar verð ég svo með dómara- námskeið fyrir sænska skáksambandið.“ Skákdómarinn Omar Salama. Staddur í Kaíró en fer til Katar á morgun Omar Salama er 35 ára í dag Þ orsteinn fæddist í Reykjavík 18.12. 1940 og ólst upp í Vestur- bænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960, arkitektaprófi frá Arkitekta- skóla konunglega listaháskólans í Kaupmannahöfn 1966, stundaði framhaldsnám í byggingafornleifa- fræði við Franska fornleifaskólann í Aþenu 1963-64, var í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1959 og Leiklistar- skóla LR 1967-68 og lauk leikara- prófi 1968. Þorsteinn starfaði á teiknistofu Ráðhússins í Reykjavík, vann við byggingarannsóknir á vegum Þjóð- minjasafns Dana í Kaupmannahöfn 1966, var arkitekt á Teiknistofu Inger og Johannes Exner í Kaup- mannahöfn 1966-67 og hefur verið arkitekt í Reykjavík frá 1967. Þorsteinn var kennari í Iðnskól- anum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1967-71, var leikari hjá LR öðru hvoru frá 1957 og fastráðinn þar frá 1971, hefur leikstýrt fjölda leikrita á vegum LR og víðar og var leikhússtjóri Leik- félags Reykjavíkur ásamt Stefáni Baldurssyni 1980-83. Meðal arkitektastarfa Þorsteins má nefna könnun gamalla bygginga og varðveislugildi þeirra í Reykja- vík í samvinnu við Hörð Ágústsson og sams konar könnun fyrir Akur- eyrarbæ, endursmíð Viðeyjarstofu og -kirkju, lokaáfangi í samvinnu við Leif Blumenstein, 1969-88; end- urreisn Hóladómkirkju í samvinnu við Ríkharð Kristjánsson, 1987-90; endurreisn Bessastaðastofu og húsakosts forsetaembættisins, end- urbætur á Stjórnarráðshúsinu, hvort tveggja í samvinnu við húsa- meistara ríkisins, 1989 og 1997; endursmíð Nesstofu og aðlögun úti- húsa að nýrri notkun, 1978-92 og 2004-2008, og endurbætur á Dóm- kirkjunni í Reykjavík í áföngum á árabilinu 1977-2000, hönnun Auð- unarstofu á Hólum í Hjaltadal og breytingar á Gljúfrasteini, húsi skáldsins. Hann endurbyggði Sjó- minjasafn Austurlands í Gömlu-Búð á Eskifirði og annaðist endurbætur á Eyrarlandsstofu á Akureyri og á Sauðárkrókskirkju, Fríkirkjunni í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarkirkju, ásamt fjölda annarra friðaðra kirkna. Þá teiknaði hann Borgar- leikhúsið í samvinnu við arkitektana Guðmund Kr. Guðmundsson og Ólaf Sigurðsson. Á kafi í skrifum um kirkjur Þorsteinn er félagi í Arkitekta- félagi Íslands frá 1967, í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 1969-77 og 1992-95, í Húsafriðunarnefnd 1970- 74 og 1979-90 var formaður hennar frá 1995-2010, sat í stjórn Banda- lags íslenskra listamanna 1974-79, í stjórn Norræna menningarmála- sjóðsins 1997-2004 og á sæti í full- trúaráði Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn. Þorsteinn hefur skrifað í blöð og tímarit um byggingarlist og varð- veislu gamalla bygginga, er höf- undur bóka um Viðeyjarstofu og -kirkju, Hóladómkirkju og Auð- unarstofu, og er ásamt Jóni Torfa- syni ritstjóri ritraðar um kirkjur Ís- lands: „Þetta er feikilega mikil samantekt og þýðingarmikið verk. Nú eru komin út 25 bindi en þrjú eru enn eftir. Svo kom út bók eftir mig í sumar, Hóladómkirkjur til forna. Ég hef því verið á kafi í ritstörfum um kirkjur.“ Þorsteinn hlaut Stefaníustjakann 1972 fyrir leikstjórn, menningar- verðlaun DV í byggingarlist 1989 Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt og leikari – 75 ára Leikarahjón Þorsteinn og Valgerður Dan hafa verið gift í rúm 48 ár. Stendur vörð um 18. aldar húsin á Íslandi Fáskrúðsfjörður Snæ- dís Birta fæddist 18. desember 2014 kl. 5.36 á Akureyri. Hún vó 3.850 g og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Steins- dóttir og Guðmundur Harðarson. Nýr borgari Þessir krakkar héldu tombólu í Kaskó á Húsavík og afhentu Halldóri Valdimars- syni, formanni Þingeyjarsýsludeildar Rauða krossins, ágóðann, 14.100 kr. Frá vinstri á myndinni: Andri Már Sigursveinsson, Halldór, Birta María Eiðsdóttir og Sigrún Egla Unnarsdóttir. Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir og Borgar Elí Jónsson eru ekki á myndinni en voru með í hópnum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.