Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 40

Morgunblaðið - 18.12.2015, Síða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Erfiði ástarsambands ræður ríkjum í sambandinu. Ræddu við einhvern þér eldri og vitrari því það getur komið sér vel í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert beðinn um að samræmast öðr- um, sem þýðir að þú skalt fara í öfuga átt. Mundu að ganga ekki á bak orða þinna. Gakktu bara hreint til verks þegar tilefni gefst til þess. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eftirréttir og sætindi veita þér gleði í dag. Síðan fer að færast meiri hraði í líf þitt. Fyrir alla muni ekki byrgja tilfinning- arnar inni, það endar með ósköpum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú skalt meta það kalt hvað þú vilt axla mikla ábyrgð á öðrum. Reyndu að forðast það jafnvel þótt það kosti það að þú verðir að fresta mikilvægum umræðum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er farsælla að segja hug sinn en að byrgja hlutina inni. Mundu að aðrir eru álíka fastir fyrir og þú í þessum efnum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og þá ríður á miklu að þú bregðist rétt við. Láttu allar óþarfa áhyggjur lönd og leið og einbeittu þér að augnablikinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er mögulegt að snúa göllum þín- um upp í kosti. Hafðu þessa gömlu speki í huga þegar þú vælir yfir því að allt sé ómögulegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samband sem legið hefur í dvala undanfarin misseri verður að nokkurs konar drifkrafti í lífi þínu. Gerðu bara það allra nauðsynlegasta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færist nær og nær markmiði þínu eftir því sem líður að árslokum. Allt sem til þarf er traust á málsnilld þinni og málstaðnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú situr uppi með of marga lausa enda og þarft því að setjast niður og gaumgæfa mál þín. Talaðu skýrt og skor- inort svo ekkert geti komið í bakið á þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú eyðir bróðurparti dagsins í að gera meira en til er ætlast af þér og jafnvel enn meira til. Hugsaðu þig því vel um. En líttu ekki of lengi um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hver einasta breyting í lífinu þarf ekki að verða af djúpum og þýðing- armiklum ástæðum. Notaðu tímann til að vinna að takmörkum þínum. Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum og hann var með dauf- ara móti – sagðist hafa verið á skammvistun á Borgarspítalanum og tautaði fyrir munni sér: Innan við ganginn er gangur; ég er gleymdur og einmana, svangur; rúmið er hvítt og rökkrið er sítt – ég ligg hérna endilangur. Og áfram hélt hann að tauta: Hvort hún áleit mig ófiman, fiman? Það er allra verst þetta með svimann! Hún horfði mig á á skjön og á ská og skyggndist í innsta kimann. Einar Guðfinnsson, forseti Al- þingis, varð sextugur 2. desember sl. Friðrik Steingrímsson orti: Fyrir honum virðing vex veldur engum trega; tórað hefur tugi sex og tekist bærilega. Og karlinn á Laugaveginum sendi flokksbróður sínum og leið- toga afmæliskveðjur: Réttlætiskennd hans er rík og ráð hans í pólitík; – etur krækling úr skel, hann er virður vel og borinn í Bolungarvík. Sigurlín Hermannsdóttir hafði orð á því á þriðjudag að þingmenn væru víst eitthvað að kvarta und- an bjölluslætti forseta í gær. – „Þetta er gamalt vandamál og þessi vísa varð til hjá mér af sama tilefni fyrir nokkrum árum þegar þingmaður vildi ræða fundar- stjórn forseta: Þingmaður í stólnum stóð og stjórn á fundum ræddi. Forseti varð alveg óð orða- reyndi að stöðva flóð. Næstum því úr bjöllunni hún bræddi.“ Davíð Hjálmar Haraldsson hefur lög að mæla: Mörg af okkur eru stillt og hljóð, ætíð broshýr, ljúf og þolinmóð. Þó finnst líka þrasgjarnt, hávært fólk. Þingmenn ættu að drekka næt- urmjólk. Í vikunni var margt ort á Leir um kvengleggni og mangleggni. Friðrik Steingrímsson gat ekki orða bundist: Lengi skyggnast margur má í maka leit og ástarfléttu, ókvenglöggur er þá sá Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af karlinum á Laugaveg- inum og forseta Alþingis Í klípu „TAKTU TVÆR PILLUR Á DAG VIÐ KVÍÐA. EF ÞÚ GLEYMIR SKAMMTI, REYNDU ÞÁ AÐ FARA EKKI Á TAUGUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „RIGNIR ENNÞÁ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið eruð ánægð með rigninguna. JÆJA, ÉG SKAL LESA YFIR BRÉFIÐ ÞITT TIL SVEINKA ÞAÐ ER PÍNU STAGLKENNT, ER ÞAÐ EKKI? Gemmér!Gemmér!Gemmér! Gemmér!Gemmér!Gemmér! Gemmér!Gemmér!Gemmér! EN ÞAÐ KEMUR MERKINGUNNI TIL SKILA SAMT, FINNST ÞÉR EKKI? DR. TÓKI, ÉG ER Í SVO SLÆMU FORMI AÐ ÉG GET EKKI EINU SINNI FARIÐ UPP STIGA! A-HA! HVAÐ SEGIR ÞAÐ ÞÉR AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ GERA? SELJA KASTALANN MINN? Aumingjauppeldi var í umræðunnií fannferginu á dögunum og til- finningaklám tröllríður mörgum ís- lenskum fjölmiðlum og þá sér- staklega um helgar. Þekktur geðlæknir hæddist fyrir skömmu að viðmælendum á þessu sviði, vitnaði í systur sína og kallaði þá aumingja vikunnar, sem hefðu ekkert gott til málanna að leggja, þótt góður harm- ur seldi eflaust bæði bækur og blöð. x x x Víkverji tekur undir með geð-lækninum. Vikulega birtast við- töl við fólk sem hefur frelsast, ýmist af víndrykkju, eiturlyfjum, nauðg- unum og þar fram eftir götunum. Það hefur náð áttum eftir að hafa komið út úr skápnum, fundið rétta lífsförunautinn eða réttu fjölina á lífsins gangi. Jafnvel verið barið til manns. Þetta fólk þarf að létta á sér eða er beðið um það, skrifar gjarnan bók og fær að kynna hana í spjall- þáttum. Útkoman vill verða sama rullan hjá sama fólkinu í sömu miðl- unum. x x x Fyrir nokkru keypti Víkverji heim-ilispakka hjá Símanum og horfir þar á þáttaraðir hjá Skjá einum, þegar Luther á ekki hug hans allan á norsku, dönsku eða sænsku ríkis- stöðinni. Þær fylgja allar í heimilis- pakkanum. Hann er til dæmis nýbú- inn að horfa á aðra þáttaröðina af 24 Hours, þar sem Kiefer Sutherland fer á kostum. x x x Sutherland er góður en enginnkemst með tærnar þar sem James Bond er með hælana og því fer vel á því að Spectre, nýjasta Bond-myndin, skuli enn vera sýnd í kvikmyndahúsum. x x x Daniel Craig er besti Bondinn ísögunni og erfitt verður að feta í fótspor hans. Sennilega vonlaust. Einhverjir hafa verið nefndir til sög- unnar en slíkar bollaleggingar eru ekki tímabærar því Daniel Craig er með samning um að leika að minnsta kosti í einni mynd til við- bótar, að því er Víkverji best veit. Hvorki aumingjaskapur né tilfinn- ingaklám á þeim bænum. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23:1) Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.