Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ 02.01.2016 Ágæti lesandi, velkomin/-n á byrjunarreit. Nýtt ár er brostið á og framundan eru 365 dagar sem við ætlum að nýta vel, alveg þangað til ég skrifa sambærilegan leiðarapistil að ári. Mér finnst áberandi í umræðunni hvað fólk af yngri kynslóðinni – yngra en undirritaður, vel að merkja – er að verða meðvitaðra um mik- ilvægi heildræns lífstíls með langtímahugsun, í stað tímabundinnar tarnavinnu, sem löngum hefur verið einkenni Íslendinga í líkamsrækt sem öðru. Fyrir það fyrsta skiptir mataræðið talsvert meira máli en heimsóknir í ræktina og svo spilar svo ótalmargt meira inn í og þar finnst mér unga fólkið vera upp til hópa á réttri leið. Það skilur mikilvægi þess að fá nægan svefn, því án hans geta efnaskiptin farið í hundana með tilheyrandi kviðfitu; það skilur mikilvægi þess að lifa í núinu og njóta líðandi stundar, það stundar jóga og hugleiðslu og set- ur sjálfu sér markmið í stað þess að stunda lífs- gæðakapphlaup við nágrannann. Hvað ungur temur mætti gamall nema. Á nýju ári skulum við gera meira af því sem okkur var ljúft ár- ið 2015 og minna af því sem var okkur leitt. Gerum það að besta árinu hingað til. Gleðilegt 2016! Besta árið hingað til er framundan Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Styrmir Kári Prentun Landsprent ehf. 18 Elvar Þór Reynisson hjólar af öryggi í vetur á 240 nöglum. 26 Jón Arnar, framkvæmdastjóri Lemon, segir hollan mat lykilatriði fyrir orkuna og einbeitinguna. 6 Ragga Nagli gaf nýlega út bók og býður upp á fjarsálfræði- meðferðir. 8 Notarðu ranga gerð af lesgleraugum? Það gæti haft slæm áhrif á þig. 12 Hugleiðsla í hádeginu og heilsu- sveppur í ræktun; hvað gerir þú fyrir eigin heilsu? 22 Hólmfríður Gísladóttir hráfæðiskokkur gefur nokkrar hollar og ljúffengar uppskriftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.