Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
F
rá upphafi hafa vörur Sóley
Organics verið framleiddar
úr íslenskum grösum og jurt-
um eftir aðferðum sem varð-
veist hafa innan fjölskyldu Sóleyjar,
kynslóð fram af kynslóð, og hún
man vart eftir sér öðruvísi en
grúskandi í náttúrunni, meðvituð
um virkni og kraft náttúrulegra
villijurta. Helsta fyrirmynd Sóleyjar
í þessum efnum er langalangamma
hennar, sem var nafntoguð víða um
sveitir fyrir kunnáttu sína og þekk-
ingu á grösum og lækningamætti
þeirra.
„Hún hét Þórunn Gísladóttir og
var könnuð Grasa-Þórunn, og um
hana og kunnáttu hennar eru til
margar sögur,“ segir Sóley um hina
mögnuðu ættmóður sína. „Hún var
mikill kvenskörungur, vann meðal
annars sem ljósmóðir og er talin ein
fyrsta konan sem gekk í buxum á
Íslandi. En merkastar eru samt
sögurnar sem eru af því þegar hún
hreinlega bjargaði lífi fólks með
jurtunum,“ bætir Sóley við. Fleiri í
ættinni gátu sér gott orð um sína
daga með því að kunna skil á lækn-
ingamætti íslenskra grasa. Sonur
Grasa-Þórunnar, og um leið langafi
Sóleyjar, hét Erlingur Filippusson
og var jafnan nefndur Erlingur
grasalæknir. Sóley segir svo frá
honum: „Hann eignaðist tólf börn
og nokkur þeirra fengu spænsku
veikina [sem varð hundruðum
Reykvíkinga að aldurtila síðla árs
1918, innsk. blm] og ekkert þeirra
dó. Erlingur notaði þá grasalækn-
ingaaðferðir til að kæla og þess
háttar, enda var það hitinn sem
drap fólk. En börnin lifðu sem sagt
af og því er fjölskyldan ákaflega
stolt af, enn í dag.“
Í jurtunum frá unga aldri
Með hliðsjón af framangreindu
kemur það því ekki svo mjög á óvart
að hin græðandi og heilnæmu áhrif
grasanna hafa alltaf hrifið og heillað
Sóleyju. Jurtirnar hafa einfaldlega
fylgt henni frá því í frumbernsku.
„Ég man ekki eftir mér öðruvísi
en að hafa viljað og sóst eftir að
þekkja jurtirnar, sögu langafa og
langalangömmu, og læra um þessa
náttúrulegu virkni sem býr í jurt-
unum. Ég hef sem sagt alltaf haft
áhuga á náttúrulækningum, viljað
vera á kafi í jurtunum og kunna að
nota þær.“
Sóley segist fyrir bragðið fara
mikið í göngur úti í náttúrunni og
þá er hún jafnan með nefið ofan í
jörðinni, eins og hún lýsir því, til að
skima eftir einhverju áhugaverðu
sem þar kann að spretta. „Ísland er
í sjálfu sér ekki ríkt af jurtum en við
eigum mjög mikið af lækn-
ingajurtum, og mjög öflugum meira
að segja.“
Sóley hugsaði oft með sér að ef til
vill væri hægt að gera eitthvað
meira með græðandi mátt grasanna
en að nýta hann eingöngu fyrir sig
og sína; kannski mætti jafnvel finna
í jurtunum grundvöll að einhverjum
rekstri. Hún sauð „græna smyrslið“
til heimilis- og einkanota, ásamt því
að gefa vinum og ættingjum, og það
var einfaldlega eitthvað sem varð
alltaf að vera til á heimilinu. En
2007 afréð hún að taka slaginn. Sól-
ey, sem er menntuð leikkona, hætti
eftir um 15 ár í Borgarleikhúsinu og
ákvað að helga sig jurtunum. Upp
úr því varð vörumerkið Sóley Org-
anics og varan sem merkið byggist
á er einmitt „græna smyrslið“ –
Græðir.
Náttúrulegur hreinleiki
Starfsemin var fljót að vaxa og
vinda upp á sig og í dag eru vörurn-
ar alls næstum þrjátíu talsins.
Framan af samanstóð línan af húð-
vörum en nú hafa bæst við sjampó,
hárnæring, sturtusápa og handsápa,
ásamt róandi tei, ilmkertum og ilm-
úða fyrir heimilið. Það er því nær-
tækara að tala um lífsstílsmerki í
dag, lífrænt og náttúrulegt. Vöxt-
urinn er ljóslega til marks um að
fyrirtækið er að gera eitthvað rétt
og hefur markað sér einhverja sér-
stöðu í huga neytenda. Hver skyldi
sérstaðan hinsvegar vera í huga
Sóleyjar sjálfrar?
„Sérstaðan er sú að varan er ís-
lensk, náttúruleg, varan er lífrænt
vottuð, en síðast en ekki síst þá er
varan umhverfisvæn lúxusvara.
Þess utan veit ég að varan virkar,
hún er góð. En það er ekki án til-
kostnaðar að búa til vandaða vöru
sem er í senn náttúruleg, lífrænt
vottuð og umhverfisvæn svo vörurn-
ar frá Sóley Organics eru þegar allt
kemur til alls lúxusvara. Við erum
ekki að keppa á lágvöruverðs-
grundvelli heldur á grundvelli gæða
og náttúrulegs hreinleika.“ Sóley
telur líka ótvíræð sóknarfæri til
staðar fyrir frekari vöxt.
„Hugsunarhátturinn er að taka
gríðarlegum breytingum. Ungt fólk
í dag hugsar miklu meira um um-
hverfið og hollustu almennt, sækir
meira í lífrænt og náttúrulegt og er
almennt meðvitaðra um þessi mál.“
Sóley bætir því við að liður í
hreinleikanum sé að nota ekki rot-
varnarefni né heldur svokölluð
PEG-efni [sem stendur fyrir poly-
ethylene glycol] og er flokkur
vaxefna sem binda saman olíur og
vatn, og auðvelda efnum að smjúga
inn í húðina, svo dæmi séu tekin um
virkni þeirra. „PEG-efnin eru svo
virk að þau halda áfram að vinna
þegar þau eru komin á húðina og í
hana. Það þurrkar húðina því PEG-
efnin grassera þar áfram. Þau
muntu aldrei finna í vörunum frá
Sóley Organics, ekki heldur rot-
varnarefni, ilmefni eða vaselín. En
PEG-efnin skaltu forðast eins og
heitan eldinn.“
Ilmandi ilmkjarnaolíur
Blaðamaður skoðar sig um í
versluninni meðan spjallinu vindur
fram, handleikur hinar ýmsu vörur
og hnusar af þeim. Innihaldsefnin
eru hinar ýmsu jurtir úr náttúru Ís-
lands, í mismunandi samsetningum
frá einni vöru til annarrar, en þó
eiga allar vörurnar eitt sammerkt.
Þar að kemur að ekki verður komist
hjá því að spyrja Sóleyju hver
ástæðan – ef ekki galdurinn – er að
baki hinni óskaplega góðu lykt sem
er af öllu því sem fyrir augu og önn-
ur skilningarvit ber í búðinni?
Sóley hlær við. „Það er í fyrsta
lagi af því ég pæli mjög mikið í ilmi,
ég er mjög meðvituð um ilm al-
mennt og hann skiptir alveg ofboðs-
lega miklu máli. Í öðru lagi er
ástæðan sú að ég nota ekki tilbúin
ilmefni heldur eingöngu ilmkjarna-
olíur. Það eru olíur sem eru unnar
beint úr plöntum, og þess vegna er
öðruvísi ilmur af þessum vörum en
flestum öðrum snyrtivörum. Það er
það sem þú finnur; þú finnur ein-
faldlega gæðamun á ilmgjöfunum í
þessum vörum samanborið við aðr-
ar. Ilmkjarnaolíur eru dýrt hráefni
og því þurfa vörurnar að kosta svo-
lítið meira, en eins og ég nefndi áð-
an þá liggur sérstaðan okkar og
samkeppnisstaða í gæðum en ekki
lágu verði. Það má segja að notkun
ilmkjarnaolíanna sé önnur sérstaða
varanna frá okkur.“
Útrás og nýjungar í bígerð
Sóley segist alltaf vera með nýjar
vörur í kollinum og það sem hana
langar næst að hrinda í framkvæmd
er lína af herravörum. „Það er
næsta skrefið hjá mér, að sinna
herrunum almennilega, og vörunar
gætu vel komið á markað seinni
part næsta árs.“
Meira vill Sóley ekki gefa upp að
svo komnu en það er auðheyrt að
það er ýmislegt áhugavert á prjón-
unum hjá fyrirtækinu. Hún er líka
með lengri tíma markmið sem ná út
fyrir landsteinana, vel að merkja.
„Ég hef alltaf haft ákveðna al-
þjóðasýn fyrir merkið,“ segir Sóley
og við rifjum upp hvernig stofn-
endur fyrirtækja á borð við Body
Shop og L’Occitane hófu sína starf-
semi mjög smátt í sniðum í heima-
húsi. Þar reyndist mjór heldur bet-
ur mikils vísir, og hví ekki að setja
markið hátt?
„Einmitt,“ segir Sóley og brosir
við. „Ég vil vera í samkeppni við
stóru vörumerkin, og af hverju
ekki? Það er leiðin sem ég ætla að
fara.“
jonagnar@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Arfleifðin „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að hafa viljað og sóst eftir að þekkja jurtirnar, sögu langafa og langalang-
ömmu, og læra um þessa náttúrulegu virkni sem býr í jurtunum. Ég hef sem sagt alltaf haft áhuga á náttúrulækningum.“
Sóley Elíasdóttir hefur um árabil framleitt
náttúrulegar húðvörur undir nafninu Sóley
Organics. Undanfarin misseri hafa svo heim-
ilisvörur bæst við línuna, svo merkið er í raun
lífsstílsmerki í stað þess að vera einfaldlega
húðvörulína, og fleiri viðbætur eru vænt-
anlegar á þessu ári. Undirritaður heimsótti
Sóleyju heim í verslun Sóley Organics við
Bæjarhraun í Hafnarfirði.
Íslenskur
hreinleiki
Vörurnar Meðal nýlegri vara frá Sóley Organics eru ilmkerti og heimilisilmur sem bera sama ilminn og hið viðeigandi nafn
Bústaður. Græðir er aftur á móti „græna smyrslið“ sem fylgt hefur fjölskyldunni í kynslóðir og var fyrsta vara Sóleyjar.
Grasa-Þórunn Langalangamma Sóleyjar hét Þórunn
Gísladóttir og var kunnátta hennar á grösum og jurtum
grunnur að þekkingunni sem er að baki Sóley Organics.
BAKLEIKFIMI &
SAMBALEIKFIMI
UNDIR LEIÐSÖGN SJÚKRAÞJÁLFARA
Í HEILSUBORG, FAXAFENI 14
Hefst 12. janúar
Þriðju- og fimmtudaga
kl. 12.05, 16.20 og 17.20
Upplýsingar og skráning á
www.bakleikfimi.is