Morgunblaðið - 02.01.2016, Qupperneq 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Chikly Stofnunin mun bjóða upp á glænýtt námskeið þróað af Dr. Bruno Chikly
( USA) og Dr. Perrin Do (UK) á Íslandi dagana 3.-6.mars næstkomandi
Á þessu námskeiði verður kennt að greina og meðhöndla vefjagigt og síþreytu.
Nálgunin og tæknin sem notuð er við greiningu á einkennum kemur frá Dr.
Perrin og meðferðarformið kemur meðal annars úr smiðju Dr. Chikly þ.e. blanda
af tækni úr lymph therapy (sogæðameðferð) og brain technique (meðferð á
heila).
Nánari lýsing á námskeiðinu og umsagnir meðferðarþega má finna á heimasíðu
Dr. Bruno Chikly www.chiklyinstitute.com
Námskeiðið er opið öllum þeim sem vinna við líkamsmeðferðir.
Námskeiðið verður haldið á Hótel Cabin, Borgartúni 32, 105 ,Reykjavík
Upplýsingar og skráning í símum 8624898 og 8981760
og í annabjarna@gmail.com.
Vefjagigt og síþreyta
námskeið
Þ
etta byrjaði allt saman þegar
ég var sjálf enn að vinna í
banka. Þá upplifði ég mikið
álag á árunum í kringum
hrunið og var sjálf nýbyrjuð að
stunda jóga á þessum tíma, haustið
2008,“ segir Eygló um aðdraganda
og tilurð Jakkafatajóga. „Ég tók upp
á því að standa upp frá borðinu mínu
af og til og gera einhverjar skrýtnar
æfingar og vekja með því ansi
skemmtilega athygli,“ bætir hún við
og hlær.
Það var þó ekki fyrr en sumarið
2013 sem Eygló fór að sinna nýja
verkefninu af fullum krafti. „Hug-
myndin var út af fyrir sig löngu
komin en ég fór ekkert að vinna með
hana fyrr en ég fór að fá fyrirspurnir
úr atvinnulífinu. Til mín leituðu hóp-
ar sem töldu að ég gæti leiðbeint
þeim, bæði af því að ég er jógakenn-
ari og líka að ég gæti kennt þeim
sérstakar „bankamannaæfingar“
vegna bakgrunns míns í þeim geira.“
Gegn kyrrsetukvillunum
Þannig fór boltinn að rúlla og
Eygló bjó til ákveðinn æfingagrunn
sem stuðst er við. Í kjölfarið hefur
Jakkafatajóga undið ærlega upp á
sig, um leið og atvinnulífið hefur náð
sér á strik eftir hrunið og kreppuna.
„Mér þótti ég voða bjartsýn og
metnaðarfull að gera ráð fyrir fimm
hópum í Jakkafatajóga, en núna er-
um við með hátt í þrjátíu hópa, bara
hérna í Reykjavík.“ Sér til trausts og
halds hefur Eygló þrjá starfsmenn í
borginni og aðra þrjá úti á landi.
„Eitthvað sem byrjaði sem mitt litla
hugarfóstur er því farið að veita fullt
af fólki vinnu í dag,“ segir Eygló og
það er ekki laust við stolt í röddinni.
Jakkafatajóga er öðrum þræði
stefnt til höfuðs hinum ýmsu
kyrrsetukvillum og með sinn bak-
grunn úr bankanum veit Eygló upp
á hár hvaða slæmu áhrif langtíma
kyrrseta getur haft á fólk.
„Við stirðnum rosalega í stóru
liðamótunum okkar og þá sér-
staklega í mjöðmum og öxlum,“ út-
skýrir hún. „Úr því verður svokallað
vöðvaójafnvægi í líkamanum vegna
þess við eigum það til að slúta fram,
missa axlirnar niður og sitja bogin í
baki. Þetta gerir það að verkum að
hryggurinn er ekki í uppréttri stöðu
og líffærin okkar, til að mynda lung-
un, fá ekki nægt pláss. Allar æfing-
arnar hjá okkur miða á einn eða ann-
an hátt að því að leiðrétta þessa
stöðu, teygja á vöðvum á réttum
stöðum og styrkja þá á réttum stöð-
um, ásamt því að liðka öll helstu liða-
mót frá toppi til táar. Þetta tekst
okkur bara mjög vel og samhliða því
erum við að vinna stanslaust með
öndunina og svo einfaldasta form
hugleiðslu sem eru einbeitingar- eða
núvitundaræfingar.“
Líkamsvitund er nauðsynleg
Ekki veitir heldur af því að hjálpa
líkamanum til baka þegar hann er
tekinn að stirðna eftir langtíma
kyrrsetur, og ávinningurinn skilar
sér til þeirra sem taka þátt.
„Ég heyri það frá viðskiptavinum
okkar að í þessari jólatörn – að lok-
inni ástundun í Jakkafatajóga síð-
ustu mánuði – er fólk ekki eins stíft
og stirt í öxlum og baki og finnur
einfaldlega ekki eins mikið til. Það er
ekki þar með sagt að einn tími lækni
allt saman og þess vegna leggjum
við upp með reglulega ástundun. Við
erum að mæta til fólks einu sinni í
viku og það hefur líka sitt að segja
að við reynum að mennta fólk sam-
tímis hvað rétta líkamsbeitingu
varðar. Við verðum jú að taka sjálf
ábyrgð á eigin heilsu, það gerir það
enginn fyrir okkur. við gleymum
þessu oft og líkaminn tekur stundum
ekki í taumana fyrr en það er orðið
of seint og líkaminn gengur allur úr
jafnvægi vegna lífstílstengdra
streitusjúkdóma. Við leggjum því
áherslu á að kenna fólki að þekkja
líkama sinn nægilega vel til að geta
brugðist við einkennum áður en í
óefni er komið. Líkamsvitund er
nauðsynleg, ekki síst nú á dögum
þar sem við fáum sífellt færri og
færri tækifæri til að hreyfa okkur
eins og okkur var ætlað því líkaminn
er gerður til þess að hreyfa sig mik-
ið. Þetta er mikilvæg kunnátta fyrir
okkur sem leggjum langmesta
áherslu á að mennta okkur frá hálsi
og uppúr,“ bætir Eygló við og kímir.
„Líkaminn er ein heild og hann er
bara jafn heilbrigður og veikasti
hlekkurinn.“
Jógastöð á vinnustaðnum
Jakkafatajóga gengur þannig fyr-
ir sig að jógakennarinn mætir á
vinnustað og stýrir tímanum í heppi-
legu rými í viðkomandi húsnæði.
„Allir standa á fætur og fylgja leið-
beiningum í fimmtán til tuttugu mín-
útur og fara svo aftur til vinnu, end-
urnærðir. Í rauninni þarf ekki til
þessarar iðkunar nema gólfplássið.
Og fólk!“ Eygló tekur það fram að
engin þörf sé á jógadýnum, jógafatn-
aði eða öðru, og það geri Jakkafata-
jóga einmitt svo heppilegt á vinnu-
stað. „Við erum ekki að taka tíma frá
fólki til fataskipta eða annars und-
irbúnings svo núningstími er enginn
og ekki sekúnda fer til spillis. Við
mætum og fólk stendur upp; við för-
um svo og fólk sest niður. Allt og
sumt. Allar æfingar eru lagaðar að
hversdagsfatnaði og lífstíl þeirra
sem mæta. Við gerum okkur fyr-
irfram grein fyrir því að sumar kon-
ur eru kannski í þröngu pilsi og sum-
ir herrarnir í aðsniðnum skyrtum
sem gerir það að verkum að við er-
um ekki að fara í dýpstu jógastöð-
urnar en það er samt sem áður hægt
að gera mikið af jógastöðum. Það
kom mér talsvert á óvart til að byrja
með. Að sama skapi kemur það fólki
í opna skjöldu hvað ávinningurinn er
mikill þrátt fyrir að tíminn hverju
sinni sé ekki lengri en þetta.“
Eygló útskýrir í framhaldinu að
flestir vinnustaðahópar fái leiðbein-
anda til sín einu sinni í viku en aðrir
fái tvo tíma í viku, einkum stór fyr-
irtæki, og önnur smærri stíla á einn
til tvo tíma í hverjum mánuði.
Og Eygló er ekki á leiðinni í bank-
ann aftur því Jakkafatajóga á hug
hennar allan. „Klárlega. Hér er ég á
réttri hillu,“ segir hún að lokum.
jonagnar@mbl.is
Að taka sjálf ábyrgð á eigin heilsu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jakkafatajóga „Jógakennarinn mætir á vinnustað og stýrir tímanum í heppilegu rými í viðkomandi húsnæði.
„Allir standa á fætur og fylgja leiðbeiningum í fimmtán til tuttugu mínútur og fara svo aftur til vinnu.“
Eygló Egilsdóttir starfaði
sjálf í banka þegar hún
fékk hugmyndina að
Jakkafatajóga. Einn tími á
viku getur gerbreytt, líðan
og líkamsburði fólks segir
Eygló, sem leggur áherslu
á líkamsvitund og segir lík-
amann aðeins jafnhraust-
an og veikasta hlekk hans.
Eygló lætur ekki staðar numið við
Jakkafatajóga, sem eru hóptímar,
heldur býður líka upp á einkatíma í
jóga.
„Þetta er blanda af jógateygjum og
nuddi, nokkurskonar jóganudd sem
kallast á ensku Thai Yoga Massage og
er tækni sem ég lærði í Taílandi. Þetta
eru æfingar þar sem ég aðstoða við-
komandi við að fara dýpra inn í jóga-
stöður,“ útskýrir Eygló. „Það gerir svo
aftur það að verkum að viðkomandi
fær dýpri teygjur og um leið dýpri
upplifun af jógatíma en hann fengi
ella. Stundum erum við að vinna al-
mennt með líkamann og stundum er
ég að fá fólk til mín sem vill vinna í ein-
hverju ákveðnu svæði, til dæmis vinna
á stífleika í mjöðmum eða mjóbaki. En
þar kemur aftur fram það sem er í
raun rauður þráður gegnum jóga, að
líkaminn er ein heild. Þó við séum að
vinna í mjöðmunum þá byrjum við í
fótunum og endum á höfðinu.“
Tímarnir virka eins og nudd að því
leytinu til að viðskiptavinurinn ein-
beitir sér að því að slaka á. Í stað þess
að taka við leiðsögn og bregðast við,
eins og í hefðbundnum jógatímum,
gerir hann ekkert nema að taka við,
rétt eins og þegar farið er í nudd.
Eina hlutverk hans er í rauninni að
anda djúpt, og gæta þess að halda
ekki niðri í sér andanum, bendir Eygló
á. „Ég færi viðkomandi varlega í hinar
ýmsu jógastöður og lokatakmarkið er
að úr verði einskonar jógaflæði
tveggja einstaklinga. Dálítið fallegt
form jóga,“ segir Eygló og brosir við.
Aðspurð segir hún loks að engar
forkröfur um lágmarkskunnáttu í jóga
séu fyrir jóganuddið, hver sem er geti
mætt í það.
Jóganudd í
einkatímum