Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 12
unni. Mér finnst nauðsynlegt að gefa
mér tíma í erli dagsins, fjárfesta í
sjálfri mér, og eftir að ég uppgötvaði
hot jóga finn ég að það er það sem
heldur mér gangandi.“
Kaffi og súkkulaði
Fylgirðu ákveðinni línu í mataræð-
inu?
„Ég hef prófað eitt og annað gegn-
um tíðina sem hefur verið í „tísku“.
Minnisstæðastur er heilsusveppurinn
sem ég ræktaði heima í geymslunni
og drakk safann af. Það eru mörg ár
síðan markaðsöflin hættu að hafa
áhrif á mig með sín „góðu ráð“ varð-
andi fæðuval. Það er svo einstaklings-
bundið hvað hentar fólki.
Ég hef tamið mér hollt mataræði
og lært að hlusta á hvað líkaminn þarf
til að halda heilsu. Ég hef frekar
hraða brennslu og þegar ég er undir
álagi þarf ég sérstaklega að passa
mig og gefa mér tíma til borða vel. Ég
tek alltaf inn Omega D-vítamín,
ásamt Spirulina Blue, Super Beets og
Bio-Kult.
Svo gæti ég þess að borða ekki
tveimur til þremur klukkustundum
fyrir hot jóga, en drekk aftur á móti
vel af vökva. Eftir æfingu er kókos-
vatn tilvalið. Mitt mottó er annars að
allt er gott í hófi og ekki má gleyma
að njóta þess sem gerir manni gott,
bæði líkama og sál. Ég fæ mér í raun-
inni allt sem mig langar í og það sem
mér líður vel af, þar með talið kaffi og
súkkulaði.“
Jóga að morgni
Besti tími dagsins fyrir líkams-
rækt?
„Það er oft púsluspil að finna tíma
þegar maður er í fullu starfi, MA-
námi og með lítil börn, en ég reyni að
fara í hot jóga þrisvar í viku og oftar
É
g hef alltaf verið frekar með-
vituð um heilsuna, bæði varð-
andi mataræði og hreyfingu. Í
gegnum tíðina hef ég stundað
líkamsrækt reglulega í einhverju
formi, þó aðallega lyft lóðum og synt.
Ég fékk grindarlos á meðgöngunni
þegar ég gekk með börnin mín þrjú,
en með því að viðhalda styrknum í
ræktinni og synda fram á síðustu viku
meðgöngunnar átti ég auðvelt með að
koma mér fljótt aftur í gott líkamlegt
form.
Ég byrjaði að stunda hot jóga fyrir
um þremur árum og fann strax að
það hentaði mér mjög vel, ekki síst
vegna hinna góðu andlegu áhrifa.
Maður mætir sjálfum sér á jógadýn-
ef ég fæ tækifæri til. Þetta er bara
spurning um skipulagningu.
Ég fer venjulega í jóga eftir vinnu í
eftirmiðdaginn, með dyggri hjálp frá
elsta syni mínum sem gætir yngsta
sonarins, eða á kvöldin eftir að mað-
urinn minn er kominn heim úr
vinnunni.
Persónulega finnst mér best að
vekja líkama og sál í heitum jógasal
að morgni. Ég færði mig yfir í nýja
jógastöð síðastliðið vor, Sólir, þegar
hún var opnuð úti á Granda. Í Sólum
kemst ég í hina fullkomnu jógavímu
og þangað fer ég á morgnana um
helgar.“
Áformin á árinu, tengd heilsurækt?
„Ég er ein af þeim sem strengja
aldrei nýársheit, hvorki varðandi
heilsuna né annað. Ég held mínu
striki í líkamsræktinni enda er ég
frekar íhaldssöm á því sviði, það vant-
ar að minnsta kosti spennufíkilinn í
mig og löngunina til að prófa jað-
aríþróttir. En ég mun reyna mitt
besta við að rækta sjálfa mig og verða
betri manneskja.“
beggo@mbl.is
Heilsusveppur í ræktun
Hrafndís Tekla Pétursdóttir framkvæmdastjóri
Morgunblaðið/Golli
Framundan Hrafndís Tekla Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Vímu-
lausrar æsku – Foreldrahúss: „Ég held mínu striki í líkamsræktinni
enda er ég frekar íhaldssöm á því sviði, það vantar að minnsta kosti
spennufíkilinn í mig og löngunina til að prófa jaðaríþróttir.“
12 | MORGUNBLAÐIÐ
É
g hef stundað allskyns íþrótt-
ir og hreyfingu frá unga
aldri, en það var ekki fyrr en
á seinni árum sem ég fór að
huga að mataræði og andlegri heilsu
af einhverju viti. Nú iðka ég fyrst og
fremst jóga, þá aðallega Hot jóga,
jóga Nidra og Yin jóga í Sólum,
ásamt jóga Moves hjá Tómasi en það
er blanda af hefðbundnu jóga, dansi
og hugleiðslu. Einnig held ég í gömlu
indíánahefðina og hef notið þess að
stunda sweat með óreglulegu milli-
bili, ásamt heitum og köldum böðum.
Þess á milli er ég meðvitað skorpu-
maður í ræktinni, þar sem ég fók-
usera á að nota eigin þyngd í lyft-
ingum.
Þegar álagið er mikið í daglegu
amstri stunda ég frekari hugleiðslu í
stuttum 10 til 20 mínútna lotum, til
dæmis með Calm-appinu og hlakka
ég einnig til að prufa Happ-appið
þegar það kemur á markað. Mér
finnst einkar gott að brjóta upp dag-
inn með hugleiðslu í hádeginu og
hvet alla atvinnurekendur til að
koma upp kósí aðstöðu á vinnustaðn-
um, þar sem starfsfólki gefst kostur
á að draga sig í hlé og stunda hugar-
leikfimi.“
Góð endorfínveisla
Ertu mikill útivistarmaður?
„Ég hleyp reglulega úti í nátt-
úrunni þar sem ég nota appið Strava
til að halda utan um endorfínveisl-
una. Á síðasta ári fór ég svo að bæta
inn í dagskrána göngum með döm-
unni minni, þar sem Gróttan er al-
gjörlega uppáhalds, en ég hlakka
einnig til að prufa nýjar gönguleiðir
með nýja Wapp-appinu.
Annars má nú ekki gleyma því
sem skiptir mjög miklu máli, en er
alltof sjaldan tekið inn í umræðuna
um betri andlega og líkamlega líðan.
Það eru opinská samskipti og nánd
með þeim sem þú elskar, það jafnast
hreinlega ekkert á við það að horfa
inn á við með þeim sem er manni
nánastur. Að lokum er það svefninn
sem er oftast frekar reglulegur hjá
mér, sjö til átta tímar, og engin síma-
og tölvunotkun eftir klukkan níu á
kvöldin, nema í vinnutörnum. Þá
mæli ég með því við alla að hætta að
sofa með snjallsímann við rúmstokk-
inn og fá sér náttúruhljóðs- og ljós-
birtuvekjaraklukku. Ég er ekki frá
því að það séu ein bestu kaup sem ég
hef gert um ævina.“
Hafragrautur og egg
Mataræðið, er það úthugsað, hollt
og gott?
„Ég get nú ekki sagt að ég sé mjög
meðvitaður um það sem ég læt inn
fyrir mínar varir, þótt það sé í meg-
indráttum hollt. Mataræðið er í þró-
un má segja, ásamt ásetningi um
meiri skynsemi í matarinnkaupum.
Morgunmaturinn hefur síðustu árin
verið hafragrautur og harðsoðin egg,
hann tók við af ristuðu brauði og
kakói sem ég fæ mér reyndar enn af
og til, þegar þannig liggur á mér. Ég
er hægt og bítandi að venja mig á að
taka slurk af lýsi daglega og auka-
skammt af D-vítamíni. Einnig er ég
oftast með vatnsglas við höndina til
þess að grípa í yfir daginn, en ég er
einmitt að vinna í því að hafa vatnið
volgt fremur en kalt og set stöku
sinnum sítrónu út í.
Í hádeginu fæ ég mér annaðhvort
boost, til dæmis með banönum,
hnetusmjöri, kókósolíu, haframjöli,
döðlum og ýmsu öðru, eða þá dýr-
indis hádegismat hjá RE Bergsson í
Sjávarklasanum. Kvöldmaturinn er
hinsvegar í algjörri óreglu hjá mér
þessi misserin og verða skyndibita-
staðirnir oftar en ekki fyrir valinu.
Þó er ég einna hrifnastur af Gló, sem
býður reyndar upp á afskaplega
holla og góða rétti. Sælgætis- og gos-
neysla hefur snarminnkað hin síðari
ár og ég fæ mér það aðallega þegar
eitthvað sérstakt er í gangi eins og
bíó, ferðalög eða kósíkvöld heima.“
Aldrei heilsuátak
Eitthvað nýtt á áætlun, tengt
heilsurækt eða útivist?
„Ég stefni að minnsta kosti ekki á
heilsuátak. Í mínum huga snýst
heilsurækt um að finna sig í ein-
hverju sem maður hefur gaman af og
finnur að gerir manni gott. Þannig
þarf maður ekki að neyða sig í
verknaðinn, heldur kallar líkami og
sál eftir því og það verður hægt og
bítandi að vana.
Annars er ég mjög nýjungagjarn í
alla staði. Ég hljóp til dæmis Lauga-
veginn síðasta sumar, sem er mitt
lengsta hlaup um ævina, og naut
náttúrudýrðarinnar í botn. Einu
heilsumarkmiðin sem ég er búinn að
setja mér á árinu eru að prufa sjó-
sund og ná að hlaupa maraþon undir
fjórum klukkustundum. Á lang-
tímaplaninu er svo að taka þátt í
WOW Cyclothon, keppa í járnmann-
inum og ganga Jakobsveginn; San-
tiago-pílagrímastíginn frá Frakk-
landi yfir til norðvesturhluta
Spánar.“
beggo@mbl.is
Hugleiðsla
í hádeginu
Kristinn Jón Ólafsson frumkvöðull
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kyrrð og ró Kristinn Jón Ólafsson frumkvöðull: „Ég hvet alla atvinnurekendur til að koma upp kósý aðstöðu á
vinnustaðnum, þar sem starfsfólki gefst kostur á að draga sig í hlé og stunda hugarleikfimi.“
Árvakur leitar að duglegum
einstaklingum í 50% hlutastarf.
Um er að ræða dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutíminn er 3-4
tímar í senn, sex daga vikunnar og að mestu í næturvinnu. Góðir
tekjumöguleikar og fín hreyfing fyrir duglegt fólk. Viðkomandi þarf að
vera orðinn 18 ára og hafa bíl til umráða.
Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknar-
eyðublaðinu skal tiltaka dreifingu þegar spurt er um ástæðu
umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmanna-
haldi í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við dreifingarstjóra
Árvakurs, Örn Þórisson í síma 569-1356 eða á ornthor@mbl.is
Hressandi aukavinna
með hreyfingu
HREYFING OG HOLLUSTA Kristinn Jón Ólafsson frumkvöðull, Hrafndís Tekla Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og Ragna
Sæmundsdóttir birtingarstjóri fást við ólíka hluti frá degi til dags en eiga það sameiginlegt að vera meðvituð um mikilvægi þess að hugsa um heilsuna.