Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 18

Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 18
É g hjóla alla daga í og úr vinnu, bæði sumar og vetur, og fer nánast allra minna ferða hjól- andi,“ segir Elvar Örn Reyn- isson, sölumaður í hjólreiðaversl- uninni Erninum í Skeifunni, en hann er búsettur í efra Breiðholti og notar ekki bíl. „Auðvitað sest ég upp í bíl með öðrum og tek stundum strætó með dætur mínar ef við erum að fara í bíó eða heimsóknir. Mér líður samt einhvern veginn best á hjólinu, því fylgir minnsta stressið og ég fæ mína útrás. Kærastan mín á bíl og býður mér oft far, eða réttara sagt bauð mér oft far. Hún er hætt því núna því ég hef svo oft afþakkað.“ Elvar Örn var vanur að ferðast með strætó til vinnu en keypti sér hjól árið 2011 og var það upphafið að gjörbreyttum lífsstíl. „Ég var orðinn alltof þungur, borðaði ekki nógu heilsusamlegan mat og hreyfði mig lítið, og ákvað loks að gera eitthvað í mínum málum. Ég tók þetta skref fyrir skref. Markmiðið var fyrst að hjóla til vinnu einu sinni í viku, svo tvo daga vikunnar, svo byrjaði ég að hjóla lengri leiðina heim. Að lokum fór ég að mæta á hjólaæfingar og þetta vatt upp á sig, núna æfi ég reglulega og keppi í hjólreiðum. Á sama tíma tók ég mataræðið í gegn, hætti svo að drekka kók um áramótin 2012/2013 og er nú 50 kílóum léttari.“ Hleypt úr dekkjum Reiðhjólið þitt og vetrarútbúnaður- inn? „Ég á þrjú hjól og nota tvö þeirra yfir vetrartímann. Racerinn er Trek Émonda SL8 carbon; það er keppn- ishjólið sem ég nota í götuhjólakeppn- um. Trek Boone 9 carbon Cyclocross er æfingahjólið mitt á haustin og vet- urna og hjólið sem ég nota til að spara racerinn. Ég er með 240 nagla Soumi dekk á Cyclocross-hjólinu og það hentar vel í hálku, þegar lítill snjór er en þeim mun meiri klaki. Svo á ég Trek Superfly carbon- Vetrarútbúnaðurinn „Ljósin verða að vera góð og ég nota Bontrager Ion ljós á bæði vetrarhjólin. Gott end- urskin er á öllum betri vetrarfatnaði og ég vel mér aðsniðin föt sem eru með vindvörn,“ segir Elvar. Öruggur á 240 nöglum Elvar Örn Reynisson hjólar til vinnu úr efra Breiðholti í Skeifuna allan ársins hring, æfir með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og tekur þátt í keppnum. Hann notar tvö reiðhjól á veturna og er ýmist á negldum dekkjum, eða breiðum og grófum með minna lofti í, allt eftir því hvort hált er úti eða mikill snjór á stígum. Morgunblaðið/Eggert 18 | MORGUNBLAÐIÐ Þórður Sverrisson augnlæknir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir Glæsibær • Vesturhús • 2. hæð Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • www.augljos.is Ármúla 24 • 108 Reykjavík Sími 568 2525 • www.lasersjon.is http://www.facebook.com/Augljos Augljós og LaserSjón snúa bökum saman frá áramótum og bjóða upp á sjón- lagsaðgerðir bæði með laser og augasteinsskiptum. Augnlæknar fyrirtækjanna, Eiríkur Þorgeirsson, Jóhannes Kári Kristinsson og Þórður Sverrisson munu sameina reynslu, þekkingu og bestu tækni í þessum aðgerðum. SAMEINAÐIR KRAFTAR Snertilausar laseraðgerðir með nýjustu SmartPulse tækni Presbymax sjónlagsaðgerðir við aldursbundinni fjarsýni Augasteinsaðgerðir með ísetningu á gervilinsu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.