Morgunblaðið - 02.01.2016, Síða 19
fjallahjól, með Lauf dempara að
framan, sem ég nota í fjallahjólreiðar
og til dæmis Bláalónskeppnina. Ég er
með breið, naglalaus dekk á fjalla-
hjólinu og nota það í vinnuna þegar
mikill snjór er á götum og stígum.
Mér finnst virka berst í stömum
snjónum að vera á breiðum dekkjum
og hleypa vel úr þeim.
Ljósin verða að vera góð og ég
nota Bontrager Ion-ljós á bæði vetr-
arhjólin. Gott endurskin er á öllum
betri vetrarfatnaði og ég vel mér að-
sniðin föt sem eru með vindvörn.“
Hjólað í skólann
Vetrarhjólreiðar – færist það í vöxt
að borgarbúar noti reiðhjólið allt ár-
ið?
„Já, það fer ekki framhjá okkur
sem vinnum í Erninum. Hjólreiðar
eru frábær ferðamáti og góð heilsu-
rækt og sífellt fleiri eru að uppgötva
að snjór og hálka er engin hindrun.
Ef fólk er með útbúnaðinn og örygg-
ismálin í lagi er ekkert mál að hjóla í
hvaða færð og veðri sem er. Flestir
grunnskólar eru sem betur fer hættir
að banna börnum að hjóla í skólann
og það er því orðið mun meira um það
að foreldrar kaupi nagladekk og góð
ljós á barnahjólin.“
Eru góðar aðstæður til hjólreiða í
Reykjavík og nágrenni; sérútbúnir
hjólreiðastígar, merkingar í lagi og
annað slíkt?
„Reykjavíkurborg stendur sig
ágætlega, en er sirka 10 árum á eftir
áætlun. Borgarstjórn var lengi að
kveikja á perunni um mikilvægi þess
að útbúa hér góða hjólreiðastíga og
hafa merkingar í lagi. Á síðustu árum
hefur samt mikið gerst í þessum
málaflokki og nú er unnið eftir metn-
aðarfullri hjólreiðaáætlun sem gildir
til ársins 2020. Ökumenn eru líka að
læra á hjólreiðamenninguna og öfugt,
og hjólreiðamenn eru að læra að um-
gangast hver annan í umferðinni.
Enn sem komið er eru þó nánast
engar merkingar á hjólastígum. Sem
dæmi má nefna að þegar maður hjól-
ar Fossvogsdalinn eru engar götu-
merkingar við stíginn, þannig að
maður hefur ekki hugmynd um hvar
á að beygja út af honum ef stefnt er
inn ákveðna götu. Hjólreiðamenn
sem eru að fara þar um í fyrsta sinn
lenda því oft í vandræðum, en með
tímanum lærir maður auðvitað á stíg-
inn og göturnar sem að honum liggja.
Burtséð frá merkingum, og skorti
á þeim, eru frábærar hjólaleiðir í
Reykjavík, fjarri bílaumferð, um
Fossvogsdalinn og Elliðaárdalinn.
Það er ekki í mörgum höfuðborgum
sem hægt er að hjóla hringinn í
kringum borgina, nánast án þess að
fara yfir götu, eins og raunin er hér.“
Ísmaður á Spáni
Æfirðu hjólreiðar líka yfir vetr-
armánuðina?
„Ég hef verið félagi í Hjólreiða-
félagi Reykjavíkur síðan 2012 og
keppt fyrir Örninn/Trek frá því að ég
byrjaði að vinna í Erninum í febrúar í
fyrra. Ég æfi níu til fjórtán tíma á
viku, allt árið um kring, og tek þátt í
flestum keppnum sumarsins með sér-
stakri áherslu á Bláalónskeppnina,
Jökulmíluna, KIA Gullhringinn sem
ég vann síðastliðið sumar, og WOW
Cyclothon sem Örninn/Trek sigraði í
fyrra.
Ég stefni á tvær æfingaferðir á
næstu mánuðum. Í febrúar fer ég til
Tenerife með skipuleggjendum KIA
Gullhringsins og um páskana ætla ég
í æfingaferð til Mallorca með Hjól-
reiðafélagi Reykjavíkur. Þessar ferð-
ir halda mér við efnið á veturna og
hvetja mig áfram, þannig að ég er í
góðu formi og get tekið almennilega á
því þegar kemur að keppnum sum-
arsins.
Fyrir áhugasama má benda á
bloggsíðuna mína, ismadurinn.net, en
þar segi ég mína sögu og skrái allar
upplýsingar um æfingar og árangur í
keppnum. Þetta er allt efni sem mig
langar til að eiga í framtíðinni og auð-
vitað vona ég að Ísmaðurinn sé um
leið hvatning fyrir aðra. Mig langar
aðallega til að sýna öðrum að þetta er
hægt. Fólk geti tekið upp nýjan og
heilsusamlegri lífsstíl, byrjað rólega
og sigrast á sjálfu sér líkt og ég gerði.
Hjá mér snerist þetta aldrei um að
sigra aðra, bara sjálfan mig. Hjólreið-
ar eru frábær leið til að snúa við
blaðinu – núna hjóla ég af því að mér
finnst það gaman og mæli með því við
alla.“
www.ismadurinn.net
beggo@mbl.is
Öryggisbúnaðurinn Hjálmurinn, vetrardekkin og ljósin eru ómissandi að sögn Elvars.
’Í Reykjavíkeru frábær-ar hjólaleiðir.
MORGUNBLAÐIÐ | 19
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Staðurinn - Ræktin
Velkomin í okkar hóp!
Nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
Mótun BM
Áhersla lögð á styrk,
liðleika og góðan
líkamsburð. Mótandi
æfingar fyrir kvið, rass-
og lærvöðva.
Fit Form 60+
Alhliða líkamsrækt
sem stuðlar að auknu
þreki, þoli, liðleika
og frábærri líðan.
TT
Alltaf frábær árangur á
þessum sívinsælu aðhalds-
námskeiðum. Mataræði,
lífsstíll og líkamsrækt
tekin föstum tökum.
Hlýtt Yoga
Styrkjandi og liðkandi
yoga í heitum sal þar
sem áhersla er lögð á
meðvitund í æfingum
og tengingu við öndun.
Fjölþjálfun
Fjölþjálfun í
tækjasal. 4 vikna
námskeið. Náðu
hámarksárangri.
Innritun stendur yfir á eftirtalin námskeið
Gildir t i l 21. maí 2016
39.900 kr.er komið!
Vetrarkortið