Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 21

Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 Öflugur 1000W blandari frá Dualit, sem hentar vel fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS, tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur. Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu og mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum. • 2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin • Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg • Má fara í uppþvottavél Verð kr. 41.224 kr m.vsk. HARÐ- SNÚINN BLANDARI Veit á vandaða lausn Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is og líka þeir sem vilja efla ónæm- iskerfið. „Það er mjög grunnt nudd sem mörgum finnst vera einstaklega slakandi. Sogæðar og eitlar sjá um að hreinsa líkamann og ef það er álag á því vegna ýmiskonar streitu þá safnast upp óhreinindi sem valda fólki verkjum og þreytu og það gæti fundið fyrir stirðleika og orðið slappt. Þegar ég stunda so- gæðanudd þá þrýsti ég sogæðavökv- anum í átt að eitlum til þess að kerf- ið hreinsi sig hraðar. Ekki má gleyma því að fólk þarf líka að hugsa vel um sig almennt til þess að fá sem mest út úr öllum meðferðum. Mikilvægt er að borða hollan mat, vera í hreyfingu og rækta og teygja á vöðvunum sam- hliða nuddmeðferð. Mataræði skipt- ir miklu máli þegar kemur að bólgu- vandamálum.“ Mikil vinna og lítil slökun Sara segir fólkið sem til hennar kemur í nudd vera með ólíkan bak- grunn og ástæðurnar fyrir heim- sókninni misjafnar en allir eigi það þó sameiginlegt að vinna í að ná fram meiri vellíðan. „Ég fæ mikið af fólki sem vinnur við tölvur allan daginn og þá er kyrrsetan aðallega að hrjá það. Svo hef ég fengið svolítið af iðn- aðarmönnum, og þá aðallega smið- um, og þá er það ofálag og ójafnt álag á vöðvana sem er að trufla þá. Svo koma alltaf einhverjir sem vilja halda sér mjúkum og fyrirbyggja þannig eymsli og ýmsa kvilla. Íþróttafólk kemur til dæmis til að mýkja sig upp og halda sér heil- brigðu. Hlauparar þurfa oft meiri áherslu á fótleggi, mjaðmir og fæt- ur.“ Aðspurð segir Sara að algengustu kvillarnir séu eymsli, nánar tiltekið vöðvabólga og spenna, í herðum og mjóbaki, einnig ýmiskonar leiðni- verkir frá herðum og mjóbaki og svo andleg streita. „Það er oft á tíðum of mikið að gera hjá fólki og lítill tími til slökunar og íhugunar eða tími til að átta sig á hvert maður stefnir í líf- inu og túlka það til að ná andlegu jafnvægi. Margir upplifa pressu um að uppfylla ákveðna ímynd til að vera samþykktur í samfélaginu og það er bara mjög stressandi.“ Meira en bara dekur Margir líta á það sem dekur að fara í nudd, og víst er gott nudd ein- staklega notalegt. En engu að síður býr meira í nuddinu en dekur, eins og Sara bendir á. „Jú, nudd gerir margt fyrir fólk og oft meira en það gerir sér grein fyrir. Það eykur blóðflæði og súrefn- isflæði líkamans, og styrkir líka ónæmiskerfið með því að örva so- gæðakerfið. Nudd losar um þreytu, uppsöfnuð úrgangsefni í vöðvum og vefjum, hjálpar líkamanum að kom- ast í meira jafnvægi. Það hefur góð áhrif á taugarnar, bæði andlega séð og líkamlega. Það getur haft góð áhrif á líffæri og það hjálpar taugum að koma boðunum til skila. Fólk sem fer oft í nudd er oft mun meðvitaðra um líkama sinn, það þekkir hann betur og tekur betur eftir því sem gerist í honum og á auðveldara með að fyrirbyggja. Svo vinnur líkaminn sem ein heild svo það er hægt að segja að eitt hefur áhrif á annað o.s.frv. svo að nudd getur haft góð keðjuverkandi áhrif á líkama og sál.“ Þegar mið er tekið af þeim sem komið hafa til Söru í heilsunudd seg- ir hún það alveg ótrúlegt hvað spenna og bólga í líkamanum geti gert fólki slæmt. „Spenna í kviðnum getur valdið meltingartruflunum og skakkri líkamsstöðu sem hefur mikil keðjuverkandi áhrif. Ef spennan í kviðnum væri meðhöndluð með nuddi þá getur viðkomandi upplifað mikinn létti. Þannig getur allt nudd haft góð keðjuverkandi áhrif á svo margt. Vöðvabólga í höfði, hálsi og herðum getur valdið jafnvægistrufl- unum og miklum verkjum, svima og höfuðverkjum. Nudd léttir á því. Þegar fólk hefur mikla vöðvaspennu þá skekkist líkamsstaðan sem veld- ur verkjum, nudd vinnur líka vel á því. Stundum myndast litlir vöðva- hnútar í vöðvum og það veldur leiðniverkjum, spenntir vöðvar geta þrengt að æðum og taugum sem veldur verkjum, minnkuðu blóðflæði og lélegri úthreinsun eða heftum Heilsunudd „Vinnan er svo gefandi og skemmtileg en krefjandi. Það er ekkert betra en að hjálpa fólki við að finna meiri vellíðan og veita slökun. Þegar ég nudda þá líður mér eins og ég sé að gera gagn fyrir samfélagið.“ taugaboðum. Nudd léttir á þessu öllu.“ Sara bendir að lokum á að nudd sé líka gott samhliða öðrum með- ferðum eins og hnykklækningum og ýmsum gerðum af líkamsrækt. Það létti að sama skapi undir hjá fólki með geðræn vandamál eins og þung- lyndi og kvíða. „Það er mjög gott að fara reglu- lega í nudd og fyrirbyggja, halda sér mjúkum svo maður safni ekki í sig því það er erfiðara að gera við það sem er skemmt heldur en að byggja upp og næra það sem er heilbrigt fyrir. Heilsunudd er til að fyr- irbyggja og létta á alls konar verkj- um og óþægindum í líkamanum. Það hjálpar til við að viðhalda góðri lík- amsstöðu. Það hefur góð áhrif á alla líkamsstarfsemi og ættu allir að leyfa sér það að fara í nudd. Við eig- um það öll skilið!“ jonagnar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.