Morgunblaðið - 02.01.2016, Page 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Þann 23. desember 2015 lagði Eygló Þorgeirsdóttir niður ánægju-
legan og farsælan starfsferil sem snyrti-, nudd og fótaaðgerða-
fræðingur og heldur á vit nýrra ævintýra eftir 48 ára starfsemi.
Stofan sendir öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki
fyrr og síðar, sínar bestu jóla- og nýárskveðjur
með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.
Eygló Heilsulind ehf.
Langholtsveg 17 hættir starfsemi sinni
É
g hef alla tíð haft mikinn
áhuga á heilsu og lífsstíl,
sérstaklega þegar kemur að
mat og matreiðslu, og áhug-
inn á hráfæði kviknaði fyrir alvöru á
námskeiði hjá Sollu Eiríks árið
2008,“ segir Hólmfríður Gísladóttir
flugfreyja, heilsumarkþjálfi og hrá-
fæðiskokkur. „Ég sótti námskeiðið
meira af forvitni, fannst þessi mat-
argerð spennandi og sá líka fyrir
mér að þannig gæfist gott tækifæri
til að auka vægi grænmetis í mat-
aræðinu.
Hráfæði höfðaði strax til mín og
ég fann hvað það fór vel í mig, auk
þess að vera heilsusamlegt og afar
ljúffengt. Í framhaldinu sótti ég
ýmis námskeið, tengd heilsu og
hollum mat, hóf svo fjarnám og út-
skrifaðist sem heilsumarkþjálfi frá
Institute for Integrative Nutrition í
New York árið 2011. Mér fannst
spennandi að læra heilsumark-
þjálfun því þar er lögð mikil áhersla
á mataræðið og unnið út frá því að
það sem hentar einum hentar ekki
endilega öðrum.
Hráfæði er nú mikilvægur partur
af mínu mataræði, en ég einskorða
mig ekki við það heldur neyti fjöl-
breyttrar fæðu og borða mat sem
mér líður vel af og gefur mér mestu
orkuna. Þannig nota ég mjólk-
urvörur í algjöru lágmarki og tek af
og til hreinsikúra þar sem ég borða
bara grænmetisfæði í 7 til 10 daga
og sleppi meðal annars kjöti, fiski,
kaffi, sykri, glúteni og áfengi.“
Nám á Indlandi
Hólmfríður hefur á liðnum árum
aflað sér þekkingar og reynslu í
matreiðslu á hráfæði, meðal annars
á námskeiðum hjá Kate Magic bæði
á Íslandi og Indlandi, og sótt fyr-
irlestra hjá David Wolfe sem er
reglulegur gestur hér á landi.
„Það var einmitt á námskeiði hjá
Kate á Indlandi árið 2012 sem ég
komst í kynni við Boris Lauser,
einn fremsta hráfæðiskokk Evrópu,
en hann var þar nemandi eins og
ég. Boris lærði hjá Matthew Ken-
ney, en hann er eitt stærsta nafnið í
heimi grænmetis- og hráfæðis og
stofnaði hinn frábæra heilsuveit-
ingastað Pure Food and Wine í
New York.
Mér fannst allt spennandi sem
Boris hafði fram að færa á nám-
skeiðinu og langaði til að kynna
hann fyrir Íslendingum. Ég fékk
hann því til að koma hingað til lands
um haustið og þá hélt hann frábært
hráfæðisnámskeið á Café Flórunni í
Grasagarðinum í Laugardal sem
vakti mikla lukku.“
Spennandi hráefni
Í kjölfarið vel heppnaðs nám-
skeiðs í Café Flórunni segist Hólm-
fríður hafa ákveðið að leita sjálf í
smiðju Matthew Kenney. „Nám-
skeiðið hjá Boris kveikti hjá mér
neistann að læra enn meira um hrá-
fæðisgerð. Það kom ekki annað til
greina en að komast í læri hjá Matt-
hew Kenney, en auk þess að starf-
rækja vinsæla heilsuveitingastaði
víða um Bandaríkin rekur hann þar
þrjá matreiðsluskóla og einn til við-
bótar á Taílandi. Ég lauk fyrsta
námskeiðinu í fjarnámi frá Matthew
Kenney Academy vorið 2013 og tók
svo framhaldsnámskeið 2014, og
það er eitt það skemmtilegasta sem
ég hef gert um ævina.“
Uppistaðan í hráfæði er ferskt
grænmeti og ávextir, hnetur, fræ,
þari og spírur. Hólmfríður er spurð
út í hráefnið og úrvalið í verslunum
hérlendis, hvort hér sé hægt að
kaupa allt sem til þarf. „Ég er
heppin að komast reglulega til út-
landa og þá nota ég hvert tækifæri
sem gefst til að heimsækja spenn-
andi matarmarkaði og mat-
vöruverslanir og borða á góðum
veitingastöðum.
Þannig fæ ég góðar hugmyndir
og oft kippi ég einhverju matarkyns
með mér heim. Auðvitað er ekki
hægt að bera saman matvöruversl-
anir á Íslandi og í erlendum stór-
borgum, en sem betur fer hefur
hráefnaúrvalið hér aukist til muna
síðustu árin.“
Erlendir gestir
Hólmfríður hefur haldið fjölda
matreiðslunámskeiða, bæði í gerð
hráfæðis og grænmetisrétta, og að-
spurð segist hún hafa mikla ánægju
af því að miðla af þekkingu sinni og
reynslu og leiðbeina öðrum. „Ég hef
fengið ótalmörg spennandi tækifæri
og tók til dæmis þátt í vel heppn-
aðri heilsuviku í Stykkishólmi fyrir
tveimur árum, þar sem ég útbjó
fimm rétta hráfæðisveislu í sam-
vinnu við veitingastaðinn Narfeyr-
arstofu. Ég tek líka að mér að elda
grænmetis- og hráfæðisrétti fyrir
smærri hópa og hef útbúið hráfæð-
iskökur við ýmis tilefni, til dæmis
fyrir fermingar.
Hráfæði er orðið mjög vinsælt á
Íslandi, eins og annars staðar, og
það færist í vöxt að fólk panti kokka
heim til að slá upp hráfæðisveislu.
Ég hef fengið slík verkefni, þau eru
mjög skemmtileg, og nú langar mig
að gera meira af því að elda fyrir
smærri hópa og einstaklinga, ekki
síst erlenda gesti sem vilja halda sig
við sitt hráfæði meðan á Íslandsdvöl
stendur. Annars finnst mér ég alltaf
geta lært meira og því er ég á leið í
frí til Balí, þar sem ég ætla að nota
tækifærið og sækja nýtt hráfæð-
isnámskeið hjá Boris.“
facebook.com/reykjavikgoesraw
beggo@mbl.is
Hólmfríður Gísladóttir, flugfreyja og heilsumarkþjálfi, er
flinkur hráfæðiskokkur og heldur vinsæl matreiðslunám-
skeið en kunnáttuna hefur hún meðal annars frá hráfæð-
ismeistaranum Matthew Kenney, stofnanda hins þekkta
veitingastaðar Pure Food and Wine í New York.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Séróskir „Mig langar til að gera meira af því að elda fyrir smærri hópa og einstaklinga, ekki síst erlenda gesti sem vilja halda sig við sitt hráfæði á
meðan á Íslandsdvöl stendur,“ segir Hólmfríður Gísladóttir, sem er á leiðinni til Balí þar sem hún ætlar að læra meira um hráfæðisgerð.
Spínatsalat með „osti“
Eitt af því skemmtilegra við nám-
skeiðið hjá Matthew var „ostagerð“,
en við prófuðum að gera alls konar
„osta“ úr hnetum og fræjum. Maca-
damia-„geitaosturinn“ passar sér-
staklega vel með þessu salati en það
er einnig hægt að gera „ostinn“ úr
kasjúhnetum.
2 bollar spínat
2 msk. góð ólífuolía
2-3 tsk. sítrónusafi
½ tsk. fínt rifinn sítrónubörkur
½ tsk. agavesíróp eða hunang
1 msk. gular rúsínur, saxaðar
1 msk. furuhnetur
sjávarsalt og pipar
pera/epli í sneiðum
furuhnetur og rúsínur til að skreyta
með
Allt sett saman í skál, nuddið olí-
unni vel á salatið, setjið plastfilmu
eða lok yfir og hitið í þurrkofni í um
20 mínútur við 45°C.
Macadamia-„geitaostur“
2 bollar macadamia- eða kasjúhnetur,
lagðar í bleyti í u.þ.b. 2 klst.
½ bolli vatn, eða nóg til að hneturnar
maukist vel
½ tsk./duft úr 2 hylkjum af probiotics
Öllu blandað saman í góðum
blandara þar til mjúkt. Deigið sett í
grisju/cheesecloth í sigti og fergt.
Látið gerjast í um 24-36 klst. við
stofuhita.
Þá er bætt við:
1⁄4 tsk. sjávarsalt
2 tsk. næringarger
½ tsk. sítrónusafi
Hrærist saman við „ostablönd-
una“. Mótið í lengju og kryddið ef
vill, t.d. með kryddjurtum eða öðru
kryddi.
Rauðrófu-ravioli
2 meðalstórar rauðrófur
½-1 msk. ólífuolía
sjávarsalt
Sneiðið rauðrófurnar með mandól-
íni í um 1½ mm sneiðar og hafið þær
áþekkar að lögun. Raðið sneiðunum
Grænt
og vænt
Rauðrófuravioli
Með pestó og
ostafyllingu.
Spínatsalat Með
macadamia geitaosti.
Í læri hjá meisturum