Morgunblaðið - 02.01.2016, Side 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
J
ón Arnar Guðbrandsson hlýt-
ur að vera að gera eitthvað
rétt. Jón Arnar er fram-
kvæmdastjóri og einn af
stofnendum Lemon-veitingastað-
anna. Var fyrsti Lemon-staðurinn
opnaður í mars 2013 en núna tæp-
um tveimur árum síðar eru þeir
orðnir fjórir talsins: á Laugavegi,
Suðurlandsbraut, í Hjallahrauni og
loks við Hafnargötu í Reykja-
nesbæ.
Lesendur ættu að þekkja Jón
Arnar ágætlega en hann stýrði á
sínum tíma matreiðsluþáttunum Að
hætti hússins á RÚV, í félagi við
vin sinn Rúnar Gíslason. Jón Arnar
á langan matreiðsuferil að baki,
starfaði erlendis um tíma og stóð
meira að segja vaktina í eldhúsinu
á stóru skemmtiferðaskipi. „En síð-
an tók ég mér frí frá matreiðslunni
um átta ára skeið og rak með
frúnni Oasis-búðirnar bæði hér
heima og í Danmörku. Sú hugmynd
hafði samt lengi blundað í mér að
reka einhvers konar safa- og sam-
lokustað, og beið ég ekki boðanna
þegar Jón Gunnar Geirdal kom að
tali við mig og spurði hvort ég vildi
ekki taka þátt í að opna einn slík-
an.“
Að sögn Jóns Arnars var vandað
mjög til við undirbúninginn áður en
fyrsti veitingastaðurinn var opn-
aður. Fóru t.d. nokkrir mánuðir í
það að dvelja í London og skoða
hvernig safa- og samlokustöðum
eru gerð skil þar í borg. „Í Lemon
blöndum við saman nokkrum heild-
arhugmyndum og reynum að setja
saman í einum stað allt það besta
sem við sáum úti,“ útskýrir Jón
Arnar.
Voru viðtökurnar svo góðar strax
í upphafi að ekki liðu þrír mánuðir
á milli þess að fyrsti veitingastað-
urinn var opnaður á Laugavegi
þangað til sá næsti tók við fyrstu
gestunum á Suðurlandsbraut. Jón
Arnar skrifar árangurinn ekki síst
á það góða fólk sem starfar hjá fyr-
irtækinu, en svo má ekki heldur
gera lítið úr því að Lemon virðist
hafa komið fram á sjónarsviðið sem
hárréttur veitingastaður á réttum
tíma. Hefur landinn undanfarið
orðið mög meðvitaður um heilsumál
og gott mataræði og vaxandi eft-
irspurn verið eftir hollum bita.
Hollt og fljótlegt
Jón Arnar lýsir Lemon sem „fast
casual“ en gott íslenskt hugtak
virðist vanta til að lýsa veit-
ingastöðum af þessum toga sem
lenda mitt á milli hefðbundinna
veitingastaða og skyndibita. Mat-
urinn er hollur og eldaður af fag-
mennsku, laus við allt bras, en
samt líka fljótlegur kostur á hag-
stæðu verði. „Það er rétt að mikil
vakning hefur orðið hjá Íslend-
ingum og margir sem láta sig
miklu varða hvað er í matnum sem
lendir á diskinum þeirra. Við mæt-
um þörfum þessa hóps með heil-
næmum uppskriftum og fersku
gæðahráefni þar sem engum óþarfa
og óhollustu er bætt við.“
Sem dæmi um einfaldleikann má
nefna árbítinn á Lemon. Á morgn-
ana (og reyndar allan daginn) er
þar t.d. hægt að fá, fyrir lítið, ljúf-
fengan hafragraut með eplum eða
gríska jógúrt með hunangi. Kveðst
Jón Arnar vilja sjá Íslendinga gera
meira af því sem tíðkast í stórborg-
unum erlendis, þar sem skrif-
stofufólkið grípur eitthvað létt og
hollt á leiðinni í vinnuna, sparar sér
þannig tíma og byrjar daginn á
hollri næringu. Ekki skemmir held-
ur fyrir skammtur af koffíni með
einum góðum kaffibolla.
Hollustuvakningin hefur verið út-
skýrð með ýmsum hætti. Sumir
tala um viðhorfsbreytingu í kjölfar
hrunsins, en aðrir benda á aukna
umfjöllun og bætta fræðslu um leið
og læknavísindin virðast skilja æ
betur hvernig maturinn sem við
borðum hefur áhrif á líkama og líð-
an. „Allt helst þetta í hendur við
aukið framboð og þarf ekki að leita
svo langt aftur til að finna tímabil
þegar úrvalið var mun fábreyttara í
íslenskum matvöruverslunum.
Breytir það miklu að þar má í dag
finna ferska ávexti og grænmeti af
öllum gerðum, lífræna valkosti og
mat fyrir fólk með hvers kyns sér-
þarfir.“
Einbeiting og orka
Bendir Jón Arnar á að vitund-
arvakningin sé meira að segja farin
að sjást í atvinnulífinu og klárir
stjórnendur hafa komið auga á að
rétt næring stuðlar að aukinni ein-
beitingu og afköstum. „Einn af við-
skiptavinum okkar er stór banka-
stofnun sem heldur í hverjum
mánuði stóra kynningu fyrir stjórn-
endur leiðandi fyrirtækja. Þar var
vaninn að bjóða upp á þungar snitt-
ur og sætar kökur á fundinum, en
úr varð að prófa að panta mat frá
Lemon eitt skiptið. Við komum á
staðinn, settum Lemon-tónlist á
fóninn, framreiddum létta rétti og
næringarríkan safa. Var mál
manna á fundinum að þeir væru
helmingi einbeittari og orkumeiri
en áður og hefur Lemon verið fast-
ur liður á þessum viðburðum alla
tíð síðan.“
ai@mbl.is
Íslendingar eru meðvitaðir um
mikilvægi þess að borða hollt
Lemon sækir innblástur
í það besta í safa- og
samlokumenninguni í
London. Á fundum víkja
þungar snittur og sætar
kökur fyrir næringarríkum
safa og hollusturéttum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tíðarandi „Vakning hefur orðið hjá Íslendingum og margir láta sig miklu varða hvað er í matnum sem lendir á diskinum þeirra,“ segir Jón Arnar.
Bomba Safi er næringarríkur
Stundum má heyra skiptar skoðanir um ágæti ávaxtasafa enda er oft
nokkuð hátt sykurhlutfall í náttúrulegum safa. Jón Arnar segir að gera
verði greinarmun á því hvernig safinn er gerður. Þannig er t.d. mikill munur
á þeim safa sem seldur er á fernum úti í búð og kaldpressuðum safa sem
gerður er jafnóðum úr ferskum ávöxtum.
Gerir það t.d. safann hollari að trefjarnar úr ávextinum fari með í drykk-
inn en séu ekki aðskildar. „Trefjarnar eru stór hluti af næringargildinu og
eins og við gerum djúsinn þá skilast mikið magn af trefjum í glasið. Gerum
við safann að hluta til í safapressu, en maukum líka í blandara svo að fólk
fær allt það besta úr ávöxtunum og grænmetinu.“
Trefjarnar má ekki vanta
Þessi safi er með þeim vinsæl-
ustu hjá Lemon. Einfaldur, hollur
og bragðgóður.
2 epli
½ avókadó, vel þroskað
¼ sítróna
þumalfingursstór biti af engifer
3 klakar
Eplin eru pressuð ásamt engi-
fer og sítrónu. Safinn er síðan
settur í blandara ásamt avókadó
og klaka. Blandað í um 20 sek-
úndur og þá er djúsinn tilbúinn.
Good Times
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út-
hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt
fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina?
Weleda Birkisafinn hjálpar!