Morgunblaðið - 02.01.2016, Blaðsíða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið Íslendingar erum almennt
mjög opnir fyrir nýjungum
en höfum þó alltaf verið
ákaflega líkamsmiðaðir þeg-
ar kemur að heilsurækt og ekki horft
á stóra samhengið – mikilvægi þess
að sameina andlega og líkamlega iðk-
un,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir,
jógakennari og eigandi jógasetursins
Sólir vestur á Granda. „Mér fannst
sárvanta hér vettvang fyrir heilsu-
rækt í víðum skilningi og það varð
kveikjan að stofnun Sóla síðastliðið
vor.
Í Sólum bjóðum við upp á mismun-
andi tegundir af jóga, en líka hug-
leiðslu, gong-slökun, markþjálfun og
næringarráðgjöf og allar veitingar
eru frá Systrasamlaginu, lífrænar og
heilnæmar. Við höfum náð að skapa
hér ákaflega friðsælt og fallegt sam-
félag, í orkustöð sem nærir bæði lík-
ama og sál, og erum afar þakklát fyr-
ir þær frábæru viðtökur sem við
höfum fengið. Umgjörðin á sinn þátt í
upplifuninni en það fylgir því ákveðin
stemning að iðka jóga í húsnæði þar
sem áður var unninn fiskur.“
Aukin sjálfsþekking
Sólveig er menntaður viðskipta-
fræðingur og starfaði við verð-
bréfamiðlun þegar hún ákvað fyrir
nokkrum árum að snúa við blaðinu og
einbeita sér að jóga. Hún er með
kennsluréttindi frá Absolute Yoga
Academy, með áherslu á hatha- og
ashtanga-jóga, og kennir absolute
jóga í Sólum í heitum sal, fimm daga
vikunnar. „Mér finnst lykilatriði að
vera alltaf til staðar og ef ég er ekki
sjálf að kenna eða sinna einhverjum
verkefnum sæki ég tíma hjá öðrum í
Sólum. Þegar ég var sjálf að byrja
mína jógaástundun hefði ég gjarnan
vilja njóta meiri stuðnings og ráð-
gjafar og því legg ég mikið upp úr því
að við sem tilheyrum Sólateyminu
séum jógaiðkendum til halds og
trausts. Starfsemin stendur auðvitað
ekki og fellur með mér, heldur bygg-
ir hún á frábærum kennurum og
starfsfólki Sóla sem allt hefur lyft
með mér grettistaki.“
Spurð út í hugrækt og jógaiðkun
okkar Íslendinga segir Sólveig mikla
vitundarvakningu hafa orðið hér hin
síðari ár um ávinninginn af því að
stunda hugleiðslu og jóga og það sé
ekkert skrýtið að þessi heilsurækt
höfði til svo margra. „Jóga er mögn-
uð leið til þess að hlúa að líkama og
sál og sjálf stunda ég heitt jóga
vegna þess að ég get ekki án þess
verið. Jóga hefur breytt mér til hins
betra og hjálpað mér á ótal vegu við
að segja skilið við svo margt í mínu
lífi sem gerði hvorki mér né öðrum
gott. Tilvera mín er nú hlýrri og betri
og lífið innihaldsríkara og einfaldara.
Það er laust við átök og um leið
streitu, sem er ein mesta heilsuvá
okkar tíma.
Mér finnst eins og ég hafi öll
„stækkað“ í jákvæðum skilningi með
aukinni sjálfsþekkingu en í mínum
huga er það lykillinn að velsæld og
hamingju að vita hver maður er. Um-
burðarlyndi gagnvart sjálfri mér og
öðrum hefur líka aukist til muna,
núna myndi ég ekki láta mér detta í
hug að rífa sjálfa mig niður, hvorki
með neikvæðum hugsunum né orð-
um. Við erum mörg hver afar óvægin
í eigin garð, dæmum okkur hart, og í
mínu tilviki jaðraði það við ofbeldi. “
364 daga á ári
Í Sólum eru jógaiðkendur á öllum
aldri, bæði byrjendur og lengra
komnir, og daglega tínist inn nýtt
fólk sem er forvitið að prófa, að sögn
Sólveigar. „Það er ótrúlega gaman og
gefandi að fylgjast með fólki upp-
götva jóga. Hingað kemur þver-
skurðurinn af þjóðinni; atvinnu-
íþróttafólk, öryrkjar og allir þar á
milli. Viðkvæðið hjá þeim sem eru að
byrja er mjög oft „æ, ég er svo stirð/
ur“, en svo kemur undantekn-
ingalaust í ljós að fólk getur mun
meira en það heldur. Hér eru allir á
sínum eigin forsendum og fara eins
langt og þeir treysta sér til. Það er
svo skemmtilegt að upplifa hve fólk
er óhrætt við að blanda saman ólík-
um tegundum jóga og þannig dýpka
þekkingu sína.“
Jógadjamm
á fullu tungli
Í jógasetrinu Sólum er boðið upp á hugleiðslu, gong-
slökun og jóga, meðal annars í heitum sal, ásamt næring-
arráðgjöf, markþjálfun, vinnustofum og viðburðum. Með
vorinu er von á þekktum erlendum gestakennurum úr
jógaheiminum og í ágúst leiðir Jimmy Barkan hot yoga-
kennaranám í Sólum, það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Umgjörðin „Það fylgir því ákveðin stemning að iðka jóga í húsnæði þar sem áður var unninn fiskur.“
Ávinningurinn Sólveig Þórarinsdóttir, eigandi Sóla: „Jóga er mögnuð leið til þess að hlúa að líkama og sál og sjálf stunda ég heitt jóga vegna þess að ég get ekki án þess verið.“
Dagskrá 2016
Bus-hostel kl.19:00
Skógarhlíð
Allir velkomnir!
Fylgjumst með á
facebook - Fjallavinir.is
www.fjallavinir.is